Góður kvennabragur yfir hátíðinni í ár Magnús Guðmundsson skrifar 27. janúar 2015 14:30 Kjartan Ólafsson, listrænn stjórnandi hátíðarinnar Myrkra músíkdaga, segir hana afar fjölbreytta og spennandi á afmælisárinu. Vísir/GVA Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar hefur verið starfrækt allt frá árinu 1980 og er því með eldri tónlistarhátíðum landsins. Á þessum 35 árum hefur hátíðin vaxin jafnt og þétt og hróður hennar borist víða. Kjartan Ólafsson er listrænn stjórnandi hátíðarinnar og bendir á að hátíðin standi á tímamótum að þessu sinni. „Tónskáldafélag Íslands hefur frá fyrstu tíð verið bakhjarl hátíðarinnar og það merka félag er 70 ára í ár og þar með löggilt gamalmenni. En Myrkir músíkdagar hafa alltaf haft þá sérstöðu að vera grasrót og vettvangur mikils tilraunastarfs. „Við reynum ætíð að frumflytja mikið af nýjum verkum og erum vettvangur fyrir tónskáld sem vilja fara út fyrir þægindarammann og taka áhættu í því sem þau eru að gera. Yngri kynslóðin hverju sinni er alltaf öflug á Myrkum músíkdögum og við höfum verið með allt að fimm kynslóðir sem þátttakendur í hátíðinni hverju sinni.“ Hátíðin er helsti vettvangur nútímatónlistar og sem slík ákveðin heimild um það sem er efst á baugi hverju sinni. „Við höfum alltaf litið á það sem mikilvægan hluta af því sem við erum að gera að endurspegla samtímann. Við viljum að komandi kynslóðir geti horft til baka og skoðað hvað var í gangi hverju sinni. Þess vegna höfum við lagt áherslu á að skrásetja það sem flutt er á hátíðinni og það helsta sem þar fer fram.“ Aðsóknin að Myrkum músíkdögum hefur aukist jafnt og þétt frá upphafi og einnig hefur áhugi erlendra aðila vaxið á liðnum árum. „Þessi áhugi erlendis frá er í raun ekki nýtilkominn en hann hefur þó verið vaxandi síðustu ár. BBC hefur útvarpað frá tónleikum á vegum hátíðarinnar, það hefur verið fjallað um okkur í virtum miðlum á borð við The Times og Guardian svo eitthvað sé nefnt. Það þykir sérstakt að svona lítið land sé með svona stóra hátíð sem gefur í raun sambærilegum hátíðum víða um heim ekkert eftir. Ég held að ástæðan sé að miklu leyti landfræðileg þar sem við njótum þess að vera mitt á milli austurs og vesturs og hingað streyma áhrif frá báðum álfum. Svo erum við einfaldlega frekar nýjungagjörn og opin fyrir því sem er í kringum okkur.“ Þegar dagskrá hátíðarinnar er skoðuð vekur aukið hlutfall kvenna ákveðna athygli. „Já, þetta er afskaplega ánægjulegt fyrir alla. Það er mikill og góður kvennabragur yfir hátíðinni í ár. Það endurspeglar líka þá staðreynd að hlutfall kvenna í Tónskáldafélagi Íslands er með því hæsta sem gerist í slíkum félögum í heiminum. Hvað varðar staka viðburði þá er einfaldlega of langt mál að fara að tíunda þá hér en fjölbreytnin er mikil. Ég hvet fólk til þess að kynna sér þetta sem fyrst á netinu enda eigum við von á rífandi aðsókn. Hátíðin fer öll fram í Hörpu og þetta hús er gríðarleg lyftistöng fyrir íslenskt tónlistarlíf og hátíð sem þessa.“ Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar hefur verið starfrækt allt frá árinu 1980 og er því með eldri tónlistarhátíðum landsins. Á þessum 35 árum hefur hátíðin vaxin jafnt og þétt og hróður hennar borist víða. Kjartan Ólafsson er listrænn stjórnandi hátíðarinnar og bendir á að hátíðin standi á tímamótum að þessu sinni. „Tónskáldafélag Íslands hefur frá fyrstu tíð verið bakhjarl hátíðarinnar og það merka félag er 70 ára í ár og þar með löggilt gamalmenni. En Myrkir músíkdagar hafa alltaf haft þá sérstöðu að vera grasrót og vettvangur mikils tilraunastarfs. „Við reynum ætíð að frumflytja mikið af nýjum verkum og erum vettvangur fyrir tónskáld sem vilja fara út fyrir þægindarammann og taka áhættu í því sem þau eru að gera. Yngri kynslóðin hverju sinni er alltaf öflug á Myrkum músíkdögum og við höfum verið með allt að fimm kynslóðir sem þátttakendur í hátíðinni hverju sinni.“ Hátíðin er helsti vettvangur nútímatónlistar og sem slík ákveðin heimild um það sem er efst á baugi hverju sinni. „Við höfum alltaf litið á það sem mikilvægan hluta af því sem við erum að gera að endurspegla samtímann. Við viljum að komandi kynslóðir geti horft til baka og skoðað hvað var í gangi hverju sinni. Þess vegna höfum við lagt áherslu á að skrásetja það sem flutt er á hátíðinni og það helsta sem þar fer fram.“ Aðsóknin að Myrkum músíkdögum hefur aukist jafnt og þétt frá upphafi og einnig hefur áhugi erlendra aðila vaxið á liðnum árum. „Þessi áhugi erlendis frá er í raun ekki nýtilkominn en hann hefur þó verið vaxandi síðustu ár. BBC hefur útvarpað frá tónleikum á vegum hátíðarinnar, það hefur verið fjallað um okkur í virtum miðlum á borð við The Times og Guardian svo eitthvað sé nefnt. Það þykir sérstakt að svona lítið land sé með svona stóra hátíð sem gefur í raun sambærilegum hátíðum víða um heim ekkert eftir. Ég held að ástæðan sé að miklu leyti landfræðileg þar sem við njótum þess að vera mitt á milli austurs og vesturs og hingað streyma áhrif frá báðum álfum. Svo erum við einfaldlega frekar nýjungagjörn og opin fyrir því sem er í kringum okkur.“ Þegar dagskrá hátíðarinnar er skoðuð vekur aukið hlutfall kvenna ákveðna athygli. „Já, þetta er afskaplega ánægjulegt fyrir alla. Það er mikill og góður kvennabragur yfir hátíðinni í ár. Það endurspeglar líka þá staðreynd að hlutfall kvenna í Tónskáldafélagi Íslands er með því hæsta sem gerist í slíkum félögum í heiminum. Hvað varðar staka viðburði þá er einfaldlega of langt mál að fara að tíunda þá hér en fjölbreytnin er mikil. Ég hvet fólk til þess að kynna sér þetta sem fyrst á netinu enda eigum við von á rífandi aðsókn. Hátíðin fer öll fram í Hörpu og þetta hús er gríðarleg lyftistöng fyrir íslenskt tónlistarlíf og hátíð sem þessa.“
Menning Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira