Breyskar fyrirmyndir eru bestar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2015 11:00 Bryndís og Egill eru sammála um að listin sé eins og súrefni og maður fyllist þakklæti fyrir að fá að njóta góðs listaverks og bókmennta. vísir/stefán Þú skrifaðir Hafnarfjarðarbrandarann sem er barnabók fyrir fullorðna,“ er það fyrsta sem Egill Ólafsson segir við Bryndísi Björgvinsdóttur þegar þau hittast á rökstólum yfir rjúkandi kaffibolla.Bryndís: Já, eða svona unglingabók fyrir fullorðna. Nú vilja allir vera unglingar svo lengi. Egill: Menn eru heima hjá sér til fimmtugs. Fólk er að flytja aftur heim á miðjum aldri og fara í gamla barnaherbergið. Enda er þetta þannig að enginn getur flutt að heiman og fáir komast í gegnum greiðslumat nema vera þátttakendur í svindli. Húsnæðisverð er komið upp yfir allt – vegna spekúlasjóna eignamanna og þeirra sem hafa óheft aðgengi að peningum. Við erum á svipuðum stað og rétt fyrir hrun. Eða, nei. Byrjum á einhverju jákvæðu.Bryndís: Þetta eru góðir tímar og slæmir. Ég er búin að vera eitthvað lágstemmd á nýja árinu. Kannski maður vilji stíga varlega til jarðar til að styggja ekki nýja árið. Kannski út af þessum atburðum sem áttu sér stað í byrjun árs í Frakklandi sem gætu markað nýtt og ógnvænlegt pólitískt landslag í Evrópu.Egill: Vesturlandabúar nýta 80 prósent af auðlindum heimsins og við erum tæpur sjöundi hluti jarðarbúa. Við verðum að líta í eigin barm. Við viljum endalaust meiri hagvöxt og betri lífsskilyrði. Við verðum að breyta um lífsstíl. Það er komið að okkur að leiða jöfnuð að aðgengi gæða heimsins og láta af hendi eitthvað af því sem við höfum fengið, oft með bolabrögðum og rányrkju. Við segjum, sennilega ein þjóða „erlendur óþjóðalýður“. Hvaða afstaða býr að baki svona orðfæri? Byrjum á því að leggja þess háttar hugarfar af. Heiðursmennska felst í að gefa meira en þú tekur.Bryndís: Það kemur alltaf aftan að manni með Íslendinga, hvað það er í raun stutt í örbirgð. Afi minn var boðinn upp þegar hann var sjö ára. Það er bara ein kynslóð á milli mín og afa míns en um leið er þessi raunveruleiki svo órafjarri mér. Fátækt er auðvitað enn talsverð en það er eins og sá hópur hafi enga rödd og gleymist svo oft. Fátækt og misskipting er eitthvað sem við verðum að ræða meira.Egill: Hópur undirmálsfólks stækkar og stækkar. Ég verð var við það í mínu starfi. Þess eru dæmi að það eru hreinlega ekki til peningar til að kosta útför með sómasamlegum hætti. Þá er ekkert annað í stöðunni, að sjálfsögðu, en að koma til móts við fólk, oft með því að taka lítið sem ekkert fyrir.Ætti ekki að keppa í listumÆtluðum við ekki að byrja á jákvæðu nótunum? Mér dettur í hug verðlaun. Jóhann Jóhannsson hlaut nýlega Golden Globe og Bryndís hlaut í vikunni Fjöruverðlaunin fyrir bók sína og er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Eru svona verðlaun toppurinn?Bryndís: Ég væri alveg til í að vinna Golden Globe. Það væri mjög töff. Það sem hjálpar við að fá tilnefningar, fyrir utan hvað þetta er hvetjandi, þá jók þetta umræðu um bókina. Barna- og unglingabækur fá ekki eins mikla umfjöllun og fagurbókmenntir fyrir fullorðna. Og eitt mesta hólið sem bókin hefur fengið er það að hún sé líka fyrir fullorðna. Maður finnur að skáldsögur fyrir fullorðna eru settar skör hærra. Það minnir mig bara á kennarastarfið.Egill: Launastefna gagnvart kennurum gengur út á sama sjónarmið. Því eldri sem börnin eru því virðingarmeira. Þetta ætti að vera öfugt. Laun kennara sem kenna yngstu börnunum ættu að vera hæst og svo ættu þau að fara lækkandi eftir því sem nemendurnir eldast. Bestu verðlaunin fyrir samfélagið væri að setja kennara á hæstu laun.Hefur þú fengið marga verðlaunagripi, Egill?Egill: Já, en þeir jafnast ekki á við Golden Globe. Það er alltaf gaman þegar menn fá hrós og klapp á bakið, sérstaklega fyrir það sem er á jaðrinum en þetta breytir nú ekki miklu í okkar litla samfélagi. Ég er í raun á móti keppnum og tek aldrei þátt í slíku. Ég hef aldrei tekið þátt í Eurovision og mun aldrei gera það. Ég var reyndar einu sinni bakraddasöngvari og það er ein alversta upplifun mín á sviði. Í listum eiga menn ekki að keppa heldur á samfélagið að styðja við bakið á fjölbreyttri flóru listamanna og vinna þannig gegn einsleitni. Samfélög þar sem aðeins einsleit flóra listamanna þrífst eru deyjandi samfélög. Þar sem flóra listamanna er fjölbreytt, þar eru hreinlega betri samfélagsspeglar og meiri lífsgæði.Bryndís: Um daginn var listamönnum líkt við heilbrigðisstarfsmenn. Mér finnst það góð líking. Ég sé listina sem ákveðinn heilbrigðisgeira og langar til að vinna eins og heilbrigðisstarfsmaður. Ég reyni þá að laga eitthvað, efla, stækka og bæta.Egill: Þegar við upplifum góða list þá er það eins og súrefni. Andlegt súrefni sem maður fær ekki ef maður speglar sig bara í dauðum hlutum, peningum, status. Já, og keppnum og verðlaunum.Bryndís: Ef ég leggst inn á bráðamóttöku þá fyllist ég svakalegu þakklæti til hjúkrunarfræðinganna og læknanna sem sinna mér. Ef ég les góða bók þá fyllist ég svipuðu þakklæti til höfundarins. Hann hefur þá bætt mig. Þá finnst mér höfundurinn vera frábær – svona eins og Tómas læknir.Fyrirmyndir eiga að vera gallaðarVið gleymdum annars alveg að spyrja hvort Bryndís þekki Egil. Þú hefur líklega alist upp við Með allt á hreinu?Bryndís: Já, þegar ég var tveggja ára vildi ég bara borða„sósu og salat“. Fólk skildi ekki hvaðan þetta kom. En þetta er lína úr Með allt á hreinu. En svo lékst þú pabba kærasta míns í bíómyndinni Í takt við tímann. Þú ert eiginlega tengdapabbi minn.Egill: Já, alveg rétt. Þarna kom tengingin. Þetta er svo lítil veröld. Þess vegna er umburðarlyndi svo mikilvægt. Um leið og við förum að vera með flokkadrætti og úthrópa aðrar manneskjur þá berast böndin fljótlega að okkur sjálfum. Engar tvær manneskjur eru eins, við erum því öll hinsegin og einstök, líka þeir sem telja sig vera alveg náttúrulega og eðlilega. En málið er að líf mannsins er svo stutt að hann lærir eiginlega aldrei neitt. Hver kynslóð þarf ævinlega að byrja á því að finna upp hjólið. Þess vegna er svo gott að hafa góðar fyrirmyndir, eins og þig – Bryndís!Bryndís: Ég hef átt svolítið erfitt með fyrirmyndir. Þá er gerð krafa til fólks að það hegði sér á ákveðinn hátt. Til dæmis þegar konur eru sagðar fyrirmyndir fyrir börn og þeim eru um leið settar skorður, mega ekki reykja opinberlega eða blóta almennilega – eða bara vera breyskar.Egill: Góð fyrirmynd er mannleg og það er mannlegt að skjátlast. Góð fyrirmynd gefur sig upp og segir að hún sé ekki fullkomin, en engu að síður haldin baráttuvilja og anda til að göfga.Bryndís: Fyrirmyndir verða að vera gallaðar á einhvern hátt því annars erum við að gera óheilbriðgar kröfur til fólks. Ég er mjög hrifin af svona breyskum fyrirmyndum, til dæmis Courtney Love sem er mjög umdeild og óvinsæl hjá mörgum en heldur þó ótrauð áfram í sinni listsköpun.Egill: Nina Haagen líka. Breysk, kom frá brotnu heimili og ullaði framan í heiminn en um leið var hún fyrirmynd hvað varðar hugrekki og í að leita persónulegra leiða í listinni og lífinu.Bryndís: Góðar fyrirmyndir þora kannski að stíga á svið án þess að ætla sér að verða fullkomnar eða með svörin við öllu. Ég átti alltaf erfitt með að koma fram og þegar ég var 23 ára í sagnfræði fékk ég til dæmis undanþágu hjá kennaranum að vera með fyrirlestur í tíma. Í dag skilur maður að einhver þarf að koma fram til að leika eða syngja eða kenna og verður bara oftast þakklátur fyrir að einhver leggi það á sig.Egill: Allir eru innst inni með fullkomnunaráráttu og menn vilja ekki sýna á sér snöggan blett. Ég held því að nauðsynlegt sé að læra að umbera sjálfan sig.Bryndís: Það er mikilvægt. Og reyndar það eina í stöðunni. Eurovision Golden Globes Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Þú skrifaðir Hafnarfjarðarbrandarann sem er barnabók fyrir fullorðna,“ er það fyrsta sem Egill Ólafsson segir við Bryndísi Björgvinsdóttur þegar þau hittast á rökstólum yfir rjúkandi kaffibolla.Bryndís: Já, eða svona unglingabók fyrir fullorðna. Nú vilja allir vera unglingar svo lengi. Egill: Menn eru heima hjá sér til fimmtugs. Fólk er að flytja aftur heim á miðjum aldri og fara í gamla barnaherbergið. Enda er þetta þannig að enginn getur flutt að heiman og fáir komast í gegnum greiðslumat nema vera þátttakendur í svindli. Húsnæðisverð er komið upp yfir allt – vegna spekúlasjóna eignamanna og þeirra sem hafa óheft aðgengi að peningum. Við erum á svipuðum stað og rétt fyrir hrun. Eða, nei. Byrjum á einhverju jákvæðu.Bryndís: Þetta eru góðir tímar og slæmir. Ég er búin að vera eitthvað lágstemmd á nýja árinu. Kannski maður vilji stíga varlega til jarðar til að styggja ekki nýja árið. Kannski út af þessum atburðum sem áttu sér stað í byrjun árs í Frakklandi sem gætu markað nýtt og ógnvænlegt pólitískt landslag í Evrópu.Egill: Vesturlandabúar nýta 80 prósent af auðlindum heimsins og við erum tæpur sjöundi hluti jarðarbúa. Við verðum að líta í eigin barm. Við viljum endalaust meiri hagvöxt og betri lífsskilyrði. Við verðum að breyta um lífsstíl. Það er komið að okkur að leiða jöfnuð að aðgengi gæða heimsins og láta af hendi eitthvað af því sem við höfum fengið, oft með bolabrögðum og rányrkju. Við segjum, sennilega ein þjóða „erlendur óþjóðalýður“. Hvaða afstaða býr að baki svona orðfæri? Byrjum á því að leggja þess háttar hugarfar af. Heiðursmennska felst í að gefa meira en þú tekur.Bryndís: Það kemur alltaf aftan að manni með Íslendinga, hvað það er í raun stutt í örbirgð. Afi minn var boðinn upp þegar hann var sjö ára. Það er bara ein kynslóð á milli mín og afa míns en um leið er þessi raunveruleiki svo órafjarri mér. Fátækt er auðvitað enn talsverð en það er eins og sá hópur hafi enga rödd og gleymist svo oft. Fátækt og misskipting er eitthvað sem við verðum að ræða meira.Egill: Hópur undirmálsfólks stækkar og stækkar. Ég verð var við það í mínu starfi. Þess eru dæmi að það eru hreinlega ekki til peningar til að kosta útför með sómasamlegum hætti. Þá er ekkert annað í stöðunni, að sjálfsögðu, en að koma til móts við fólk, oft með því að taka lítið sem ekkert fyrir.Ætti ekki að keppa í listumÆtluðum við ekki að byrja á jákvæðu nótunum? Mér dettur í hug verðlaun. Jóhann Jóhannsson hlaut nýlega Golden Globe og Bryndís hlaut í vikunni Fjöruverðlaunin fyrir bók sína og er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Eru svona verðlaun toppurinn?Bryndís: Ég væri alveg til í að vinna Golden Globe. Það væri mjög töff. Það sem hjálpar við að fá tilnefningar, fyrir utan hvað þetta er hvetjandi, þá jók þetta umræðu um bókina. Barna- og unglingabækur fá ekki eins mikla umfjöllun og fagurbókmenntir fyrir fullorðna. Og eitt mesta hólið sem bókin hefur fengið er það að hún sé líka fyrir fullorðna. Maður finnur að skáldsögur fyrir fullorðna eru settar skör hærra. Það minnir mig bara á kennarastarfið.Egill: Launastefna gagnvart kennurum gengur út á sama sjónarmið. Því eldri sem börnin eru því virðingarmeira. Þetta ætti að vera öfugt. Laun kennara sem kenna yngstu börnunum ættu að vera hæst og svo ættu þau að fara lækkandi eftir því sem nemendurnir eldast. Bestu verðlaunin fyrir samfélagið væri að setja kennara á hæstu laun.Hefur þú fengið marga verðlaunagripi, Egill?Egill: Já, en þeir jafnast ekki á við Golden Globe. Það er alltaf gaman þegar menn fá hrós og klapp á bakið, sérstaklega fyrir það sem er á jaðrinum en þetta breytir nú ekki miklu í okkar litla samfélagi. Ég er í raun á móti keppnum og tek aldrei þátt í slíku. Ég hef aldrei tekið þátt í Eurovision og mun aldrei gera það. Ég var reyndar einu sinni bakraddasöngvari og það er ein alversta upplifun mín á sviði. Í listum eiga menn ekki að keppa heldur á samfélagið að styðja við bakið á fjölbreyttri flóru listamanna og vinna þannig gegn einsleitni. Samfélög þar sem aðeins einsleit flóra listamanna þrífst eru deyjandi samfélög. Þar sem flóra listamanna er fjölbreytt, þar eru hreinlega betri samfélagsspeglar og meiri lífsgæði.Bryndís: Um daginn var listamönnum líkt við heilbrigðisstarfsmenn. Mér finnst það góð líking. Ég sé listina sem ákveðinn heilbrigðisgeira og langar til að vinna eins og heilbrigðisstarfsmaður. Ég reyni þá að laga eitthvað, efla, stækka og bæta.Egill: Þegar við upplifum góða list þá er það eins og súrefni. Andlegt súrefni sem maður fær ekki ef maður speglar sig bara í dauðum hlutum, peningum, status. Já, og keppnum og verðlaunum.Bryndís: Ef ég leggst inn á bráðamóttöku þá fyllist ég svakalegu þakklæti til hjúkrunarfræðinganna og læknanna sem sinna mér. Ef ég les góða bók þá fyllist ég svipuðu þakklæti til höfundarins. Hann hefur þá bætt mig. Þá finnst mér höfundurinn vera frábær – svona eins og Tómas læknir.Fyrirmyndir eiga að vera gallaðarVið gleymdum annars alveg að spyrja hvort Bryndís þekki Egil. Þú hefur líklega alist upp við Með allt á hreinu?Bryndís: Já, þegar ég var tveggja ára vildi ég bara borða„sósu og salat“. Fólk skildi ekki hvaðan þetta kom. En þetta er lína úr Með allt á hreinu. En svo lékst þú pabba kærasta míns í bíómyndinni Í takt við tímann. Þú ert eiginlega tengdapabbi minn.Egill: Já, alveg rétt. Þarna kom tengingin. Þetta er svo lítil veröld. Þess vegna er umburðarlyndi svo mikilvægt. Um leið og við förum að vera með flokkadrætti og úthrópa aðrar manneskjur þá berast böndin fljótlega að okkur sjálfum. Engar tvær manneskjur eru eins, við erum því öll hinsegin og einstök, líka þeir sem telja sig vera alveg náttúrulega og eðlilega. En málið er að líf mannsins er svo stutt að hann lærir eiginlega aldrei neitt. Hver kynslóð þarf ævinlega að byrja á því að finna upp hjólið. Þess vegna er svo gott að hafa góðar fyrirmyndir, eins og þig – Bryndís!Bryndís: Ég hef átt svolítið erfitt með fyrirmyndir. Þá er gerð krafa til fólks að það hegði sér á ákveðinn hátt. Til dæmis þegar konur eru sagðar fyrirmyndir fyrir börn og þeim eru um leið settar skorður, mega ekki reykja opinberlega eða blóta almennilega – eða bara vera breyskar.Egill: Góð fyrirmynd er mannleg og það er mannlegt að skjátlast. Góð fyrirmynd gefur sig upp og segir að hún sé ekki fullkomin, en engu að síður haldin baráttuvilja og anda til að göfga.Bryndís: Fyrirmyndir verða að vera gallaðar á einhvern hátt því annars erum við að gera óheilbriðgar kröfur til fólks. Ég er mjög hrifin af svona breyskum fyrirmyndum, til dæmis Courtney Love sem er mjög umdeild og óvinsæl hjá mörgum en heldur þó ótrauð áfram í sinni listsköpun.Egill: Nina Haagen líka. Breysk, kom frá brotnu heimili og ullaði framan í heiminn en um leið var hún fyrirmynd hvað varðar hugrekki og í að leita persónulegra leiða í listinni og lífinu.Bryndís: Góðar fyrirmyndir þora kannski að stíga á svið án þess að ætla sér að verða fullkomnar eða með svörin við öllu. Ég átti alltaf erfitt með að koma fram og þegar ég var 23 ára í sagnfræði fékk ég til dæmis undanþágu hjá kennaranum að vera með fyrirlestur í tíma. Í dag skilur maður að einhver þarf að koma fram til að leika eða syngja eða kenna og verður bara oftast þakklátur fyrir að einhver leggi það á sig.Egill: Allir eru innst inni með fullkomnunaráráttu og menn vilja ekki sýna á sér snöggan blett. Ég held því að nauðsynlegt sé að læra að umbera sjálfan sig.Bryndís: Það er mikilvægt. Og reyndar það eina í stöðunni.
Eurovision Golden Globes Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira