Myndirnar fjalla um mannleg efni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. janúar 2015 13:00 Claude Gensac og Corinne Masiero leika í mynd Sólveigar Anspach, Lulu nakin. „Myndin Intouchables vakti gríðarlega athygli og opnunarmynd frönsku kvikmyndahátíðarinnar nú, Ömurleg brúðkaup, er á pari við hana. Hún hefur verið gríðarlega vinsæl úti og fjallar um efni sem er á allra vörum núna, fjölmenningarsamfélag, fordóma og trúarbrögð, en allt á gamansaman hátt,“ segir Einar Hermannsson, nýr forseti Alliance Française á Íslandi. Einar nefnir líka myndina Lulu nakin, eftir fransk-íslenska leikstjórann Sólveigu Anspach sem verður sýnd í dag, laugardag og sunnudag. „Það er grípandi mynd um konu sem klúðrar atvinnuviðtali en á heimleiðinni kynnist hún sérkennilegu fólki á jöðrum samfélagsins. Aðalleikkonan, Corinne Masiero, er mjög vinsæl í Frakklandi,“ lýsir hann. Aðrar myndir á hátíðinni fjalla líka um mannleg efni, að sögn Einars. Sem dæmi tekur hann myndina Af öllum kröftum sem Barði Jóhannesson gerði tónlistina við, segir hana hugljúfa mynd sem byggð sé á sannsögulegum atburðum. „Hún er um fatlaðan dreng í hjólastól og föður sem ákveður að taka þátt í Iron Man með drenginn á bakinu,“ lýsir hann. „Beélier-fjölskyldan er önnur, hún er um unga stelpu sem er með einstaka söngrödd en hún býr með foreldrum sínum og bróður sem öll eru heyrnarlaus og þau reiða sig á hjálp hennar við að hafa samskipti við umheiminn.“ Franska kvikmyndahátíðin er samstarfsverkefni franska sendiráðsins, Alliance, Græna ljóssins og Senu og Einar segir kanadíska sendiráðið inni í samstarfinu líka. „Það er ein kanadísk mynd á hátíðinni og líka ein frá Fílabeinsströndinni,“ tekur hann fram. Kveðst ekki sjálfur hafa séð nema útdrátt úr myndunum en segir þær allar lofa góðu. „Frakkar eru þriðju stærstu kvikmyndaframleiðendur í heimi á eftir Bandaríkjamönnum og Indverjum og kunna til verka.“ Menning Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Myndin Intouchables vakti gríðarlega athygli og opnunarmynd frönsku kvikmyndahátíðarinnar nú, Ömurleg brúðkaup, er á pari við hana. Hún hefur verið gríðarlega vinsæl úti og fjallar um efni sem er á allra vörum núna, fjölmenningarsamfélag, fordóma og trúarbrögð, en allt á gamansaman hátt,“ segir Einar Hermannsson, nýr forseti Alliance Française á Íslandi. Einar nefnir líka myndina Lulu nakin, eftir fransk-íslenska leikstjórann Sólveigu Anspach sem verður sýnd í dag, laugardag og sunnudag. „Það er grípandi mynd um konu sem klúðrar atvinnuviðtali en á heimleiðinni kynnist hún sérkennilegu fólki á jöðrum samfélagsins. Aðalleikkonan, Corinne Masiero, er mjög vinsæl í Frakklandi,“ lýsir hann. Aðrar myndir á hátíðinni fjalla líka um mannleg efni, að sögn Einars. Sem dæmi tekur hann myndina Af öllum kröftum sem Barði Jóhannesson gerði tónlistina við, segir hana hugljúfa mynd sem byggð sé á sannsögulegum atburðum. „Hún er um fatlaðan dreng í hjólastól og föður sem ákveður að taka þátt í Iron Man með drenginn á bakinu,“ lýsir hann. „Beélier-fjölskyldan er önnur, hún er um unga stelpu sem er með einstaka söngrödd en hún býr með foreldrum sínum og bróður sem öll eru heyrnarlaus og þau reiða sig á hjálp hennar við að hafa samskipti við umheiminn.“ Franska kvikmyndahátíðin er samstarfsverkefni franska sendiráðsins, Alliance, Græna ljóssins og Senu og Einar segir kanadíska sendiráðið inni í samstarfinu líka. „Það er ein kanadísk mynd á hátíðinni og líka ein frá Fílabeinsströndinni,“ tekur hann fram. Kveðst ekki sjálfur hafa séð nema útdrátt úr myndunum en segir þær allar lofa góðu. „Frakkar eru þriðju stærstu kvikmyndaframleiðendur í heimi á eftir Bandaríkjamönnum og Indverjum og kunna til verka.“
Menning Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira