Hugurinn ber þig alla leið RIKKA skrifar 26. janúar 2015 09:00 Sjáðu fyrir þér bestu mögulegu útkomuna. Vísir/Getty Hugurinn er ansi merkilegt fyrirbæri og töluvert öflugri en hann virðist í fyrstu. Hvernig getur heilinn sem er 75% vatn stjórnað lífi okkar á svona magnaðan hátt, er það heilinn sem stjórnar eða við sjálf? Hvað erum við þá? Er hugurinn sama og heilinn? Þessum spurningum verður svo sem ekki svarað hér í þessum pistli þó að þetta séu áhugaverðar spurningar sem án efa eru ýmis og ólík svör við. Mig langar aftur á móti að veita huganum örlitla athygli og því sem hann getur gert. Þetta er nefnilega allt í hausnum á okkur. Hugsanir okkar endurspegla gjörðir og gjörðirnar endurspegla sjálfið. Sem fullorðnar manneskjur tökum við ábyrgð á okkar eigin hugsunum og þar af leiðandi okkar eigin gjörðum. Séum við ekki sátt í okkar eigin hugarheimi getur lítið gott komið út úr því. En hvernig getum við breytt hugsunum okkar og stigið skrefin í átt að farsælla lífi? Hugleiðsla er eitt af þeim tækjum sem hægt er að nota í þessu verkefni lífsins. Hún er ekki einungis tæki til þess að ná andlegu jafnvægi, hugarstyrk og hvíld, heldur einnig tæki til þess að ná árangri, sjá fyrir sér bestu mögulegu útkomuna og verða besta útgáfan af sjálfinu. Til þess að ná hugleiðsluástandi þarftu að vera í umhverfi sem þér líður vel í. Komdu þér fyrir í þægilegri stöðu, samt ekki það þægilegri að þú sofnir. Færðu athyglina að andardrættinum, hlustaðu, upplifðu og skynjaðu andrúmsloftið fara inn og út úr líkamanum í gegnum nefholið. Þegar þú finnur að líkaminn er kominn í ró, leyfðu þér þá að dreyma, sjáðu fyrir þér lífið eins og þú vilt að það sé. Eru einhver ákveðin verkefni fram undan sem þú vilt sjá fara á einhvern ákveðinn veg? Sjáðu fyrir þér niðurstöðuna sem þú vilt fá út úr stöðunni. Leyfðu þér að dvelja og dreyma í nokkrar mínútur áður en þú kemur til baka. Dragðu djúpt að þér andann, fylltu hugann af jákvæðum hugsunum, taktu á móti deginum með sól í sinni og mundu að þú ert þinn eigin og eini vegartálmi. Heilsa Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið
Hugurinn er ansi merkilegt fyrirbæri og töluvert öflugri en hann virðist í fyrstu. Hvernig getur heilinn sem er 75% vatn stjórnað lífi okkar á svona magnaðan hátt, er það heilinn sem stjórnar eða við sjálf? Hvað erum við þá? Er hugurinn sama og heilinn? Þessum spurningum verður svo sem ekki svarað hér í þessum pistli þó að þetta séu áhugaverðar spurningar sem án efa eru ýmis og ólík svör við. Mig langar aftur á móti að veita huganum örlitla athygli og því sem hann getur gert. Þetta er nefnilega allt í hausnum á okkur. Hugsanir okkar endurspegla gjörðir og gjörðirnar endurspegla sjálfið. Sem fullorðnar manneskjur tökum við ábyrgð á okkar eigin hugsunum og þar af leiðandi okkar eigin gjörðum. Séum við ekki sátt í okkar eigin hugarheimi getur lítið gott komið út úr því. En hvernig getum við breytt hugsunum okkar og stigið skrefin í átt að farsælla lífi? Hugleiðsla er eitt af þeim tækjum sem hægt er að nota í þessu verkefni lífsins. Hún er ekki einungis tæki til þess að ná andlegu jafnvægi, hugarstyrk og hvíld, heldur einnig tæki til þess að ná árangri, sjá fyrir sér bestu mögulegu útkomuna og verða besta útgáfan af sjálfinu. Til þess að ná hugleiðsluástandi þarftu að vera í umhverfi sem þér líður vel í. Komdu þér fyrir í þægilegri stöðu, samt ekki það þægilegri að þú sofnir. Færðu athyglina að andardrættinum, hlustaðu, upplifðu og skynjaðu andrúmsloftið fara inn og út úr líkamanum í gegnum nefholið. Þegar þú finnur að líkaminn er kominn í ró, leyfðu þér þá að dreyma, sjáðu fyrir þér lífið eins og þú vilt að það sé. Eru einhver ákveðin verkefni fram undan sem þú vilt sjá fara á einhvern ákveðinn veg? Sjáðu fyrir þér niðurstöðuna sem þú vilt fá út úr stöðunni. Leyfðu þér að dvelja og dreyma í nokkrar mínútur áður en þú kemur til baka. Dragðu djúpt að þér andann, fylltu hugann af jákvæðum hugsunum, taktu á móti deginum með sól í sinni og mundu að þú ert þinn eigin og eini vegartálmi.
Heilsa Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið