Föst í sama farinu Sigurjón M. Egilsson skrifar 20. janúar 2015 07:00 Vissulega er hægt að segja að nágrannalöndin séu keppinautar okkar. Þar er Íslendingum oft boðið betra líf og þægilegra en virðist mögulegt hér á landi. Það er missir að öllu góðu fólki og þegar fréttist að fólk hafi það að jafnaði betra í nýju landi en hér virkar það hvetjandi á það fólk sem hefur hugleitt að flytja. Svona hefur þetta verið í langan tíma. Laun er lægri hér, afkoman verri og því er eðlilegt að sum okkar kjósi að fara. Svona hefur þetta verið lengi. Við, sem þjóð, eigum okkur markmið. Viljum vera norrænt ríki með ámóta möguleika og fólkið sem byggir hin Norðurlöndin. Í langan tíma höfum við stefnt að því að ná frændþjóðunum. En nánast ekkert gengur. Áratugum saman höfum við reynt, allavega í orði, að jafna muninn milli okkar og nágrannanna. „Í umræðum um kjaramál á undangengnum mánuðum hefur gjarnan verið bent á að laun á hinum Norðurlöndunum séu umtalsvert hærri en gengur og gerist hér á landi, þrátt fyrir að landsframleiðsla á mann sé nokkuð áþekk í þessum löndum,“ skrifaði Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hannes skrifaði þetta ekki í dag, ekki í gær, nei hann skrifaði þetta í fréttabréf Vinnuveitendasambands Íslands fyrir rétt tæpum tuttugu árum. Þá var þetta líka til umræðu: „Vinnutími hér á landi er mun lengri en gengur og gerist annars staðar og þegar tekið hefur verið tillit til þess er landsframleiðsla á vinnustund með því lægsta sem gerist í ríkjum OECD, en hins vegar sambærileg við þau ríki sem greiða svipuð laun og tíðkast hér á landi.“ Um þetta var rætt við gerð kjarasamninga fyrir tuttugu árum og um þetta er rætt við gerð kjarasamninga nú. Hefur okkur ekkert miðað? Færumst við ekki nær þeim þjóðum sem við verðum að nálgast? Verðum við ekki að athuga okkar gang? Enn glímum við það sama, kannski ekki með nákvæmlega sama hætti og áður, en samt er þetta ótrúlega líkt verkefnum dagsins í dag. Bilið milli okkar og hinna þjóðanna hefur ekki minnkað. Allt hefur þetta leitt til þess að á þessum tuttugu árum hafa tvöfalt fleiri Íslendingar kosið að flytja til annarra landa en til dæmis Danir, sem skipa annað sætið á þessum neikvæða lista. Þá eins og nú var talað um framlegð. „…og meðan okkur tekst ekki að auka afköst okkar eða hækka afurðaverðið eru engar forsendur til að hækka tímakaup frá því sem nú er,“ skrifaði Hannes G. Sigurðsson fyrir tæpum tuttugu árum Þessi rök eru enn notuð og annað sem sagt var þá gildir einnig í dag. Við erum eftirbátar nágrannaþjóðanna og það er okkar að finna leiðir til að bæta hag okkar, að koma í veg fyrir að fólk kjósi sífellt að lifa í öðrum löndum frekar en hér á landi. Þau okkar sem mesta ábyrgð bera verða að velta fyrir sér hvað hafi misfarist og hvað sé unnt að gera. Um þetta er stundum rætt en ekki af nægri alvöru. Á meðan erum við föst í sama farinu. Jafn langt frá viðmiðunarlöndunum, áratug eftir áratug. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Vissulega er hægt að segja að nágrannalöndin séu keppinautar okkar. Þar er Íslendingum oft boðið betra líf og þægilegra en virðist mögulegt hér á landi. Það er missir að öllu góðu fólki og þegar fréttist að fólk hafi það að jafnaði betra í nýju landi en hér virkar það hvetjandi á það fólk sem hefur hugleitt að flytja. Svona hefur þetta verið í langan tíma. Laun er lægri hér, afkoman verri og því er eðlilegt að sum okkar kjósi að fara. Svona hefur þetta verið lengi. Við, sem þjóð, eigum okkur markmið. Viljum vera norrænt ríki með ámóta möguleika og fólkið sem byggir hin Norðurlöndin. Í langan tíma höfum við stefnt að því að ná frændþjóðunum. En nánast ekkert gengur. Áratugum saman höfum við reynt, allavega í orði, að jafna muninn milli okkar og nágrannanna. „Í umræðum um kjaramál á undangengnum mánuðum hefur gjarnan verið bent á að laun á hinum Norðurlöndunum séu umtalsvert hærri en gengur og gerist hér á landi, þrátt fyrir að landsframleiðsla á mann sé nokkuð áþekk í þessum löndum,“ skrifaði Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hannes skrifaði þetta ekki í dag, ekki í gær, nei hann skrifaði þetta í fréttabréf Vinnuveitendasambands Íslands fyrir rétt tæpum tuttugu árum. Þá var þetta líka til umræðu: „Vinnutími hér á landi er mun lengri en gengur og gerist annars staðar og þegar tekið hefur verið tillit til þess er landsframleiðsla á vinnustund með því lægsta sem gerist í ríkjum OECD, en hins vegar sambærileg við þau ríki sem greiða svipuð laun og tíðkast hér á landi.“ Um þetta var rætt við gerð kjarasamninga fyrir tuttugu árum og um þetta er rætt við gerð kjarasamninga nú. Hefur okkur ekkert miðað? Færumst við ekki nær þeim þjóðum sem við verðum að nálgast? Verðum við ekki að athuga okkar gang? Enn glímum við það sama, kannski ekki með nákvæmlega sama hætti og áður, en samt er þetta ótrúlega líkt verkefnum dagsins í dag. Bilið milli okkar og hinna þjóðanna hefur ekki minnkað. Allt hefur þetta leitt til þess að á þessum tuttugu árum hafa tvöfalt fleiri Íslendingar kosið að flytja til annarra landa en til dæmis Danir, sem skipa annað sætið á þessum neikvæða lista. Þá eins og nú var talað um framlegð. „…og meðan okkur tekst ekki að auka afköst okkar eða hækka afurðaverðið eru engar forsendur til að hækka tímakaup frá því sem nú er,“ skrifaði Hannes G. Sigurðsson fyrir tæpum tuttugu árum Þessi rök eru enn notuð og annað sem sagt var þá gildir einnig í dag. Við erum eftirbátar nágrannaþjóðanna og það er okkar að finna leiðir til að bæta hag okkar, að koma í veg fyrir að fólk kjósi sífellt að lifa í öðrum löndum frekar en hér á landi. Þau okkar sem mesta ábyrgð bera verða að velta fyrir sér hvað hafi misfarist og hvað sé unnt að gera. Um þetta er stundum rætt en ekki af nægri alvöru. Á meðan erum við föst í sama farinu. Jafn langt frá viðmiðunarlöndunum, áratug eftir áratug.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun