Spilar á dótapíanó og ber höfuðið hátt Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 20. janúar 2015 10:30 Tinna hefur haft áhuga á dótapíanóum undanfarin ár. Vísir/Stefán „Ég hef haft áhuga á dótapíanóum undanfarin ár og fannst upplagt að tefla þessu saman,“ segir Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari. Hún fékk sex tónskáld til þess að semja fyrir sig verk fyrir píanó og dótapíanó sem flutt verða á Myrkum Músíkdögum. „Þau fengu alveg frjálsar hendur við að gera þetta, verður svona keppni á milli hljóðfæranna,“ segir hún. Áhugi Tinnu á hljóðfærinu kviknaði út frá tónskáldinu John Cage. „Hann samdi fyrsta alvöruverkið fyrir dótapíanó árið 1948. Þegar ég byrjaði að grúska í því þá var ekkert aftur snúið,“ segir Tinna glöð í bragði og bætir við: „Hann tekur dótapíanóið alveg mjög alvarlega.“ Á tónleikunum mun Tinna notast við þrjú dótapíanó og einn flygil. „Ég á tvö og fæ eitt lánað, ég veit hvar öll aðaldótapíanóin eru í bænum,“ segir hún og er óhrædd við að fullyrða að hún sé mesta áhugakona landsins um hljóðfærið. „Flygillinn er svo stór og svo færðu þetta litla dótapíanó sem er algjörlega andstæðan við hann. Það er auðveldara að nálgast það, svona ákveðin slökun frá stóra skrímslinu, ef svo má segja,“ segir hún og hlær. Dótapíanóin eru smá í sniðum og hljóðfæraleikarinn þarf að bera sig öðruvísi að en þegar leikið er á flygil. „Maður lítur náttúrulega hálf skringilega út þegar maður situr við dótapíanóið, en maður verður bara að taka því og bera höfuðið hátt.“ Tinna segist ekki hafa kennt sér meins í baki við það að leika á hljóðfærið en lykilinn segir hún að taka pásur á milli. Sjálf safnar hún tónverkum fyrir dótapíanó og er í sambandi við tónskáld um allan heim. „Ein af þessum ástríðum sem ég hef, að safna dótapíanóverkum. Ætli þetta dugi ekki bara í bili þangað til næsta kemur upp,“ segir Tinna hlæjandi aðspurð að því hvort hún eigi einhver önnur óvenjuleg áhugamál. Tónskáldin sem Tinna fékk til liðs við sig eru þau Einar Torfi Einarsson, Hallvarður Ásgeirsson, Haukur Þór Harðarson, Ingibjörg Friðriksdóttir, Páll Ragnar Pálsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir.Tónleikarnir fara fram fyrsta febrúar í Kaldalónssal Hörpu og eru hluti af tónlistarhátíðinni Myrkir Músíkdagar sem hefst tuttugasta og níunda janúar. Hér má sjá verk John Cage leikið á dótapíanó: Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég hef haft áhuga á dótapíanóum undanfarin ár og fannst upplagt að tefla þessu saman,“ segir Tinna Þorsteinsdóttir píanóleikari. Hún fékk sex tónskáld til þess að semja fyrir sig verk fyrir píanó og dótapíanó sem flutt verða á Myrkum Músíkdögum. „Þau fengu alveg frjálsar hendur við að gera þetta, verður svona keppni á milli hljóðfæranna,“ segir hún. Áhugi Tinnu á hljóðfærinu kviknaði út frá tónskáldinu John Cage. „Hann samdi fyrsta alvöruverkið fyrir dótapíanó árið 1948. Þegar ég byrjaði að grúska í því þá var ekkert aftur snúið,“ segir Tinna glöð í bragði og bætir við: „Hann tekur dótapíanóið alveg mjög alvarlega.“ Á tónleikunum mun Tinna notast við þrjú dótapíanó og einn flygil. „Ég á tvö og fæ eitt lánað, ég veit hvar öll aðaldótapíanóin eru í bænum,“ segir hún og er óhrædd við að fullyrða að hún sé mesta áhugakona landsins um hljóðfærið. „Flygillinn er svo stór og svo færðu þetta litla dótapíanó sem er algjörlega andstæðan við hann. Það er auðveldara að nálgast það, svona ákveðin slökun frá stóra skrímslinu, ef svo má segja,“ segir hún og hlær. Dótapíanóin eru smá í sniðum og hljóðfæraleikarinn þarf að bera sig öðruvísi að en þegar leikið er á flygil. „Maður lítur náttúrulega hálf skringilega út þegar maður situr við dótapíanóið, en maður verður bara að taka því og bera höfuðið hátt.“ Tinna segist ekki hafa kennt sér meins í baki við það að leika á hljóðfærið en lykilinn segir hún að taka pásur á milli. Sjálf safnar hún tónverkum fyrir dótapíanó og er í sambandi við tónskáld um allan heim. „Ein af þessum ástríðum sem ég hef, að safna dótapíanóverkum. Ætli þetta dugi ekki bara í bili þangað til næsta kemur upp,“ segir Tinna hlæjandi aðspurð að því hvort hún eigi einhver önnur óvenjuleg áhugamál. Tónskáldin sem Tinna fékk til liðs við sig eru þau Einar Torfi Einarsson, Hallvarður Ásgeirsson, Haukur Þór Harðarson, Ingibjörg Friðriksdóttir, Páll Ragnar Pálsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir.Tónleikarnir fara fram fyrsta febrúar í Kaldalónssal Hörpu og eru hluti af tónlistarhátíðinni Myrkir Músíkdagar sem hefst tuttugasta og níunda janúar. Hér má sjá verk John Cage leikið á dótapíanó:
Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira