Sögulegt og listrænt 19. janúar 2015 13:00 „Nokkrar af þessu myndum sýndi ég á Endurkasti, samsýningu Félags íslenskra samtímaljósmyndara árið 2012, en þetta er heildardæmið,“ segir Bragi Þór. Vísir/GVA „Mér fannst hin eyðilega herstöð í Keflavík frábært umhverfi til að mynda, bæði vegna sögulegs samhengis og listrænna möguleika. Þetta tvennt reyndi ég að sameina,“ segir Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari sem hefur opnað sýninguna Varnarliðið í Ljósmyndasafni Íslands. Bragi hóf að mynda svæði varnarliðsins í Keflavík skömmu eftir að herinn hafði yfirgefið stöðina árið 2006 og hélt því áfram allt fram á árið 2008.Engar kvikmyndasýningar úr villta vestrinu meir, ekki einu sinni „bráðum“.Mynd/Bragi Þór Jósefsson„Fyrst þegar ég fór þarna suður eftir var ég með Tinna Sveinssyni sem var ritstjóri Húsa og híbýla þá. Síðan fór ég margar ferðir, fékk leyfi hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar sem sá um svæðið og fékk að skoða allt sem mig langaði,“ segir Bragi Þór sem kveðst geta fullyrt að enginn eigi aðrar eins myndir. „Reyndar kom einn erlendur ljósmyndari einu sinni eða tvisvar en enginn á svona safn og þetta er eitthvað sem aldrei verður hægt að mynda aftur.“Á heiðinni Svæði varnarliðsins var rammlega girt af og enginn komst þangað öðruvísi en um vaktað hlið – nema fuglinn fljúgandi.Mynd/Bragi Þór JósefssonHerstöðin á Miðnesheiði var reist af Bandaríkjaher árið 1951 eftir að Bandaríkjamenn og Íslendingar gerðu með sér varnarsamkomulag. Þar voru um 5.700 manns þegar mest var. Á svæðinu voru verslanir, skólar, sjúkrahús, kvikmyndahús, íþróttahús og skemmtistaðir auk íbúðarhúsa og hernaðarmannvirkja. Svæðið var lokað og þar var allt með öðru sniði en Íslendingar áttu að venjast. Stöðinni var lokað árið 2006 og Bandaríkjamenn yfirgáfu landið eftir 55 ára hersetu. Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Mér fannst hin eyðilega herstöð í Keflavík frábært umhverfi til að mynda, bæði vegna sögulegs samhengis og listrænna möguleika. Þetta tvennt reyndi ég að sameina,“ segir Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari sem hefur opnað sýninguna Varnarliðið í Ljósmyndasafni Íslands. Bragi hóf að mynda svæði varnarliðsins í Keflavík skömmu eftir að herinn hafði yfirgefið stöðina árið 2006 og hélt því áfram allt fram á árið 2008.Engar kvikmyndasýningar úr villta vestrinu meir, ekki einu sinni „bráðum“.Mynd/Bragi Þór Jósefsson„Fyrst þegar ég fór þarna suður eftir var ég með Tinna Sveinssyni sem var ritstjóri Húsa og híbýla þá. Síðan fór ég margar ferðir, fékk leyfi hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar sem sá um svæðið og fékk að skoða allt sem mig langaði,“ segir Bragi Þór sem kveðst geta fullyrt að enginn eigi aðrar eins myndir. „Reyndar kom einn erlendur ljósmyndari einu sinni eða tvisvar en enginn á svona safn og þetta er eitthvað sem aldrei verður hægt að mynda aftur.“Á heiðinni Svæði varnarliðsins var rammlega girt af og enginn komst þangað öðruvísi en um vaktað hlið – nema fuglinn fljúgandi.Mynd/Bragi Þór JósefssonHerstöðin á Miðnesheiði var reist af Bandaríkjaher árið 1951 eftir að Bandaríkjamenn og Íslendingar gerðu með sér varnarsamkomulag. Þar voru um 5.700 manns þegar mest var. Á svæðinu voru verslanir, skólar, sjúkrahús, kvikmyndahús, íþróttahús og skemmtistaðir auk íbúðarhúsa og hernaðarmannvirkja. Svæðið var lokað og þar var allt með öðru sniði en Íslendingar áttu að venjast. Stöðinni var lokað árið 2006 og Bandaríkjamenn yfirgáfu landið eftir 55 ára hersetu.
Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira