Hvar, hver, hvað? Magnús Guðmundsson skrifar 17. janúar 2015 13:30 Þekkir þú þessa konu? Myndin er eftir Halldór E. Halldórsson en safn hans er á meðal þess sem Þjóðminjasafnið sýnir. Mynd/Halldór E. Arnórsson Á laugardaginn kl. 15 verða opnaðar tvær bráðskemmtilegar ljósmyndasýningar í Þjóðminjasafninu. Í Myndasal Þjóðminjasafnsins verður sýningin Hvar, hver, hvað? Á sýningunni verða ógreindar ljósmyndir úr Ljósmyndasafni Íslands og vonast er til að safngestir geti gefið upplýsingar um myndefnið. Slíkar sýningar eru nefndar greiningarsýningar og hafa skilað góðum árangri. Ólöf Breiðfjörð, kynningarstjóri safnsins, segir slíkar sýningar bæði mjög skemmtilegar fyrir gesti sem og mikilvægar fyrir söfn. „Þegar filmusöfn ljósmyndara rata inn á söfn kemur oft í ljós að myndefnið hefur ekki verið skráð og því ekki ljóst hvar og hvenær myndir voru teknar eða hver og hvað er á þeim. Slík þekking stóreykur nýtingarmöguleika mynda. Það kemur gestunum oft skemmtilega á óvart hvað það þekkir af myndunum og svo spyrst þetta út á meðal fólks í ákveðnum hópum og þá myndast skemmtileg keðjuverkun.“Húsin í bænum Á laugardaginn verður einnig opnuð sýningin Húsin í bænum á Veggnum í safninu. Þar verða sýndar ljósmyndir Kristins Guðmundssonar af húsum í Reykjavík á árunum 1975-1985. Ólöf segir myndirnar góðan vitnisburð um tíðarandann og ástand miðbæjarins á þessum áratug. Kristinn Guðmundsson (1934-2006) starfaði um árabil sem bókavörður í Bókabílnum. „Kristinn virðist hafa myndað á frídögum eða um helgar þegar rólegt var í bænum og fáir á ferli og verið einkar næmur á þær þjóðfélagsbreytingar sem lágu í loftinu á þessum tíma.“ Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Á laugardaginn kl. 15 verða opnaðar tvær bráðskemmtilegar ljósmyndasýningar í Þjóðminjasafninu. Í Myndasal Þjóðminjasafnsins verður sýningin Hvar, hver, hvað? Á sýningunni verða ógreindar ljósmyndir úr Ljósmyndasafni Íslands og vonast er til að safngestir geti gefið upplýsingar um myndefnið. Slíkar sýningar eru nefndar greiningarsýningar og hafa skilað góðum árangri. Ólöf Breiðfjörð, kynningarstjóri safnsins, segir slíkar sýningar bæði mjög skemmtilegar fyrir gesti sem og mikilvægar fyrir söfn. „Þegar filmusöfn ljósmyndara rata inn á söfn kemur oft í ljós að myndefnið hefur ekki verið skráð og því ekki ljóst hvar og hvenær myndir voru teknar eða hver og hvað er á þeim. Slík þekking stóreykur nýtingarmöguleika mynda. Það kemur gestunum oft skemmtilega á óvart hvað það þekkir af myndunum og svo spyrst þetta út á meðal fólks í ákveðnum hópum og þá myndast skemmtileg keðjuverkun.“Húsin í bænum Á laugardaginn verður einnig opnuð sýningin Húsin í bænum á Veggnum í safninu. Þar verða sýndar ljósmyndir Kristins Guðmundssonar af húsum í Reykjavík á árunum 1975-1985. Ólöf segir myndirnar góðan vitnisburð um tíðarandann og ástand miðbæjarins á þessum áratug. Kristinn Guðmundsson (1934-2006) starfaði um árabil sem bókavörður í Bókabílnum. „Kristinn virðist hafa myndað á frídögum eða um helgar þegar rólegt var í bænum og fáir á ferli og verið einkar næmur á þær þjóðfélagsbreytingar sem lágu í loftinu á þessum tíma.“
Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira