Hinn vanginn Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. janúar 2015 07:00 Tansanía hefur bannað töfralækna í landi sínu í viðleitni til þess að stöðva árásir á albínóa. Frá þessu er greint á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Nýlega fordæmdu Sameinuðu þjóðirnar brottnám fjögurra ára stúlku í norðvesturhluta landsins. Árásir þessar eru alvöru vandamál. Fólkið er drepið og líkamshlutar þess ganga kaupum og sölum í þeirri trú að þeir færi kaupandanum gæfu og hagsæld. BBC greinir frá því að yfir 33 þúsund albínóar séu í Tansaníu og að sjötíu hafi verið drepnir á síðustu þremur árum. Á sama tíma hafa bara tíu árásarmenn hlotið dóm fyrir glæpi sína. Barátta stjórnvalda í Tansaníu er við fáfræði og hindurvitni. Í glæpunum speglast vanþróað samfélag. Fólk ætti hins vegar að fara varlega í að hrista hausinn yfir vitleysunni sem viðgengst í fjarlægjum löndum, því ekki er nema stigsmunur á þessum glæpum og öðrum sem framdir eru í nafni trúar af einhverjum toga. Nærtækt er að nefna árásir öfgatrúarmanna á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í Frakklandi, en líka árásir öfgafólks á læknastofur þar sem framkvæmdar eru fóstureyðingar og jafnvel kristna trúarhópa sem neita sér (og börnum sínum) um nauðsynlegar læknisaðgerðir á borð við blóðgjöf. Þá má líka rifja upp andstöðu kaþólskunnar við notkun getnaðarvarna og árásir á samkynhneigða víða um heim, ekki síst þær sem trúboðum hefur tekist að æsa upp í Úganda. Eins má hafa í huga að örfáir áratugir eru síðan hér á landi þótti móðgun við almættið að læra að synda. Lenti fólk í vatni þá væri augljóslega vilji guðs að það endaði þar líf sitt. Líklega er ekki svo fjarri lagi að stilla trúarbrögðum og trú upp sem andstæðu þekkingar og upplýstrar ákvarðanatöku, líkt og rithöfundurinn og þróunarlíffræðingurinn Richard Dawkins hefur gert. Að með trú á líf fyrir dauðann væri fólk líklegra til að reyna að lifa góðu og um leið siðlegu lífi, í sátt við aðra. Í gegnum tíðina hefur trúin og trúarbrögðin líka verið notuð sem nokkurs konar friðþægingarsnuð í munn þeirra sem orðið hafa undir í samfélaginu með einhverjum hætti. Vegir almættisins eru jú órannsakanlegir. Hin hliðin á þeim peningi er þegar trúin er notuð sem réttlæting ofbeldisverka. Atvinnulaus og hliðarsett ungmenni í úthverfum stórborga eru þægileg skotmörk æsingamanna sem koma vilja sverði (eða byssu) í hönd þeirra. En þótt hugsandi manneskja geti hafnað trú og trúarbrögðum þá þarf hún ekki að hafna öllu því sem gert, sagt og skrifað hefur verið í nafni trúar. Sumt af því getur nefnilega verið alveg ágætt. Þannig fer ágætlega á því, sem viðbrögð við voðaverkunum í París, að bjóða hinn vangann, eins og Kristur bauð. Með átökum og ofsafengnum viðbrögðum er nefnilega fórnað frelsinu sem við viljum verja. Norðmenn fóru fram með góðu fordæmi í viðbrögðum við voðaverkum kristna hægriöfgamannsins Anders Behring Breivik. Ofbeldinu á að svara með meira frelsi, opnara og upplýstara samfélagi. Með aukinni menntun dregur úr vandamálum sem æsinga- og ofbeldismenn geta nýtt sér í liðssöfnun sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Tansanía hefur bannað töfralækna í landi sínu í viðleitni til þess að stöðva árásir á albínóa. Frá þessu er greint á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Nýlega fordæmdu Sameinuðu þjóðirnar brottnám fjögurra ára stúlku í norðvesturhluta landsins. Árásir þessar eru alvöru vandamál. Fólkið er drepið og líkamshlutar þess ganga kaupum og sölum í þeirri trú að þeir færi kaupandanum gæfu og hagsæld. BBC greinir frá því að yfir 33 þúsund albínóar séu í Tansaníu og að sjötíu hafi verið drepnir á síðustu þremur árum. Á sama tíma hafa bara tíu árásarmenn hlotið dóm fyrir glæpi sína. Barátta stjórnvalda í Tansaníu er við fáfræði og hindurvitni. Í glæpunum speglast vanþróað samfélag. Fólk ætti hins vegar að fara varlega í að hrista hausinn yfir vitleysunni sem viðgengst í fjarlægjum löndum, því ekki er nema stigsmunur á þessum glæpum og öðrum sem framdir eru í nafni trúar af einhverjum toga. Nærtækt er að nefna árásir öfgatrúarmanna á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í Frakklandi, en líka árásir öfgafólks á læknastofur þar sem framkvæmdar eru fóstureyðingar og jafnvel kristna trúarhópa sem neita sér (og börnum sínum) um nauðsynlegar læknisaðgerðir á borð við blóðgjöf. Þá má líka rifja upp andstöðu kaþólskunnar við notkun getnaðarvarna og árásir á samkynhneigða víða um heim, ekki síst þær sem trúboðum hefur tekist að æsa upp í Úganda. Eins má hafa í huga að örfáir áratugir eru síðan hér á landi þótti móðgun við almættið að læra að synda. Lenti fólk í vatni þá væri augljóslega vilji guðs að það endaði þar líf sitt. Líklega er ekki svo fjarri lagi að stilla trúarbrögðum og trú upp sem andstæðu þekkingar og upplýstrar ákvarðanatöku, líkt og rithöfundurinn og þróunarlíffræðingurinn Richard Dawkins hefur gert. Að með trú á líf fyrir dauðann væri fólk líklegra til að reyna að lifa góðu og um leið siðlegu lífi, í sátt við aðra. Í gegnum tíðina hefur trúin og trúarbrögðin líka verið notuð sem nokkurs konar friðþægingarsnuð í munn þeirra sem orðið hafa undir í samfélaginu með einhverjum hætti. Vegir almættisins eru jú órannsakanlegir. Hin hliðin á þeim peningi er þegar trúin er notuð sem réttlæting ofbeldisverka. Atvinnulaus og hliðarsett ungmenni í úthverfum stórborga eru þægileg skotmörk æsingamanna sem koma vilja sverði (eða byssu) í hönd þeirra. En þótt hugsandi manneskja geti hafnað trú og trúarbrögðum þá þarf hún ekki að hafna öllu því sem gert, sagt og skrifað hefur verið í nafni trúar. Sumt af því getur nefnilega verið alveg ágætt. Þannig fer ágætlega á því, sem viðbrögð við voðaverkunum í París, að bjóða hinn vangann, eins og Kristur bauð. Með átökum og ofsafengnum viðbrögðum er nefnilega fórnað frelsinu sem við viljum verja. Norðmenn fóru fram með góðu fordæmi í viðbrögðum við voðaverkum kristna hægriöfgamannsins Anders Behring Breivik. Ofbeldinu á að svara með meira frelsi, opnara og upplýstara samfélagi. Með aukinni menntun dregur úr vandamálum sem æsinga- og ofbeldismenn geta nýtt sér í liðssöfnun sinni.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun