Kindurnar ættu að fá Edduna fyrir leik sinn Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. janúar 2015 11:00 Grímur Hákonarson, leikstjóri myndarinnar Hrútar, gerir ráð fyrir að myndin verði frumsýnd í lok ágúst. vísir/ernir „Við vorum að klára tökur á sunnudaginn, þannig að það má segja að tökurnar hafi dregist aðeins á langinn,“ segir Grímur Hákonarson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hrútar. Tökur á myndinni hafa staðið frá því síðastliðið sumar, með pásum þó þar sem hún gerist bæði að vetrar- og sumarlagi. „Við ætluðum að reyna að klára í nóvember en þá fór snjórinn í Bárðardal og það kom hitabylgja. Þetta var heitasti nóvember frá upphafi mælinga,“ segir Grímur og hlær. Hann segir jafnframt að tökurnar á Hrútum hafi gengið tiltölulega áfallalaust fyrir sig og að veðurguðirnir hafi á endanum bætt þeim snjóleysið upp. „Veðurguðirnir létu okkur fá óveður, snjó og rok á réttum stöðum, þannig að þetta bjargaðist.“ Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson leika aðalhlutverkin í myndinni, bræður sem hafa ekki talast við í fjölda ára en búa á samliggjandi sveitabæjum. Þeir þurftu báðir að safna skeggi í langan tíma. „Þeir fá nú loksins að klippa skeggið. Þeir eru búnir að vera með skeggið í ár en mér finnst skeggið fara þeim mjög vel,“ bætir Grímur við.Theódór Júlíusson og Sigurður Sigurjónsson fá nú loksins að raka sig.mynd/brynjar snær þrastarsonAðrir leikarar í myndinni eru þau Þorleifur Einarsson, Gunnar Jónsson, Charlotte Bøving, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Jón Benónýsson, ásamt fleirum. „Jón Benónýsson er áhugaleikari og íþróttakennari frá Laugum, alvöru sveitamaður. Hann leikur hreppstjórann í sveitinni sem er mjög skemmtilegur karakter. Jón er einn af þeim leikurum sem við fundum fyrir norðan og fer á kostum í myndinni,“ segir Grímur. Þá vill hann meina að kindurnar sem fram koma í myndinni ættu að fá Edduna fyrir leik sinn. „Það þyrfti að búa til sér verðlaunaflokk fyrir dýrin í myndunum, þau voru að standa sig mjög vel.“ Grímur segir að allir sem komu að gerð myndarinnar hafi staðið sig mjög vel. „Kvikmyndagerð er hópvinna og ég tel mig hafa verið mjög heppinn með samstarfsfólk í Hrútum“. Hann skrifaði handritið að Hrútum og byggir söguna á reynslu sinni af lífinu í sveitinni. „Þetta er stærsta myndin mín, ég setti blóð, svita og tár í þetta. Handritið er byggt á reynslu minni af bændum og sveitalífinu, ég var mikið í sveit þegar ég var ungur og þetta eru hugmyndir héðan og þaðan,“ bætir Grímur við. Áður hefur hann gert um tíu myndir. Þetta er hans önnur mynd í fullri lengd, hin er Sumarlandið frá árinu 2010. Grímar Jónsson hjá Netop Films framleiðir Hrúta en gert er ráð fyrir að frumsýna myndina undir lok ágústmánaðar. Eddan Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Fleiri fréttir Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Sjá meira
„Við vorum að klára tökur á sunnudaginn, þannig að það má segja að tökurnar hafi dregist aðeins á langinn,“ segir Grímur Hákonarson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hrútar. Tökur á myndinni hafa staðið frá því síðastliðið sumar, með pásum þó þar sem hún gerist bæði að vetrar- og sumarlagi. „Við ætluðum að reyna að klára í nóvember en þá fór snjórinn í Bárðardal og það kom hitabylgja. Þetta var heitasti nóvember frá upphafi mælinga,“ segir Grímur og hlær. Hann segir jafnframt að tökurnar á Hrútum hafi gengið tiltölulega áfallalaust fyrir sig og að veðurguðirnir hafi á endanum bætt þeim snjóleysið upp. „Veðurguðirnir létu okkur fá óveður, snjó og rok á réttum stöðum, þannig að þetta bjargaðist.“ Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson leika aðalhlutverkin í myndinni, bræður sem hafa ekki talast við í fjölda ára en búa á samliggjandi sveitabæjum. Þeir þurftu báðir að safna skeggi í langan tíma. „Þeir fá nú loksins að klippa skeggið. Þeir eru búnir að vera með skeggið í ár en mér finnst skeggið fara þeim mjög vel,“ bætir Grímur við.Theódór Júlíusson og Sigurður Sigurjónsson fá nú loksins að raka sig.mynd/brynjar snær þrastarsonAðrir leikarar í myndinni eru þau Þorleifur Einarsson, Gunnar Jónsson, Charlotte Bøving, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Jón Benónýsson, ásamt fleirum. „Jón Benónýsson er áhugaleikari og íþróttakennari frá Laugum, alvöru sveitamaður. Hann leikur hreppstjórann í sveitinni sem er mjög skemmtilegur karakter. Jón er einn af þeim leikurum sem við fundum fyrir norðan og fer á kostum í myndinni,“ segir Grímur. Þá vill hann meina að kindurnar sem fram koma í myndinni ættu að fá Edduna fyrir leik sinn. „Það þyrfti að búa til sér verðlaunaflokk fyrir dýrin í myndunum, þau voru að standa sig mjög vel.“ Grímur segir að allir sem komu að gerð myndarinnar hafi staðið sig mjög vel. „Kvikmyndagerð er hópvinna og ég tel mig hafa verið mjög heppinn með samstarfsfólk í Hrútum“. Hann skrifaði handritið að Hrútum og byggir söguna á reynslu sinni af lífinu í sveitinni. „Þetta er stærsta myndin mín, ég setti blóð, svita og tár í þetta. Handritið er byggt á reynslu minni af bændum og sveitalífinu, ég var mikið í sveit þegar ég var ungur og þetta eru hugmyndir héðan og þaðan,“ bætir Grímur við. Áður hefur hann gert um tíu myndir. Þetta er hans önnur mynd í fullri lengd, hin er Sumarlandið frá árinu 2010. Grímar Jónsson hjá Netop Films framleiðir Hrúta en gert er ráð fyrir að frumsýna myndina undir lok ágústmánaðar.
Eddan Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Fleiri fréttir Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Sjá meira