Sýningar og fræðsla árið um kring auk útlána Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. janúar 2015 16:00 „Útlán bóka og diska verður áfram kjarnaþjónusta safnsins,“ segir Guðrún Dís Jónatansdóttir hjá Borgarbókasafninu. Vísir/GVA „Framtíðarsýnin er sú að smám saman verði allar starfsstöðvar Borgarbókasafnsins þannig að þar verði viðburðir og sýningar, auk útlána bóka og diska, sem verður áfram kjarnaþjónusta safnsins. Yfirheitið verður alls staðar Borgarbókasafn en undirheiti verða ólík eftir hverfum, Spöngin menningarhús, Grófin menningarhús, Gerðuberg menningarhús og svo framvegis. Við leggjum aukna áherslu á staðsetninguna,“ segir Guðrún Dís Jónatansdóttir, nýr deildarstjóri viðburða, fræðslu og miðlunar Borgarbókasafnsins. Guðrún Dís segir húsnæði Borgarbókasafnsins nú gefa mismikil tækifæri til sýningarhalds og annarra menningarviðburða en margt sé þar að breytast. Grófarhúsið verði til dæmis stækkað, og ný miðstöð sé að rísa í Úlfarsárdal, með skóla, sundlaug, íþróttasvæði og bókasafni með aðstöðu fyrir frekari menningarstarfsemi. Undanfarin ár hefur Guðrún Dís gegnt starfi forstöðumanns Gerðubergs. Hún segir að í þeim framtíðarpælingum sem fram hafi farið hjá starfsfólki Borgarbókasafnsins og víðar á Norðurlöndum undanfarið hafi gjarnan verið litið til starfsemi Gerðubergs, stefnan sé að þróa bókasöfnin áfram í anda þess. Haldið verði þeirri stefnu sem þar hefur ríkt, að vera með fjölbreytt sýningarhald og viðburði af ólíku tagi. „Við verðum áfram með kaffikvöldin á miðvikudagskvöldum í Gerðubergi sem eru ótrúlega vel sótt og vinsæl, erum með tvær nýjungar í því sambandi, sagnakaffi og leikhúskaffi. Heimspekikaffið er að sprengja staðinn utan af sér. Svo hjálpa sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum krökkum við heimanám, bæði í Gerðubergi og í Grófarhúsi, og sú þjónusta verður í boði í Spönginni líka. Það verkefni var stílað á börn af erlendum upprunan í byrjun en er nú opið fyrir alla. Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Framtíðarsýnin er sú að smám saman verði allar starfsstöðvar Borgarbókasafnsins þannig að þar verði viðburðir og sýningar, auk útlána bóka og diska, sem verður áfram kjarnaþjónusta safnsins. Yfirheitið verður alls staðar Borgarbókasafn en undirheiti verða ólík eftir hverfum, Spöngin menningarhús, Grófin menningarhús, Gerðuberg menningarhús og svo framvegis. Við leggjum aukna áherslu á staðsetninguna,“ segir Guðrún Dís Jónatansdóttir, nýr deildarstjóri viðburða, fræðslu og miðlunar Borgarbókasafnsins. Guðrún Dís segir húsnæði Borgarbókasafnsins nú gefa mismikil tækifæri til sýningarhalds og annarra menningarviðburða en margt sé þar að breytast. Grófarhúsið verði til dæmis stækkað, og ný miðstöð sé að rísa í Úlfarsárdal, með skóla, sundlaug, íþróttasvæði og bókasafni með aðstöðu fyrir frekari menningarstarfsemi. Undanfarin ár hefur Guðrún Dís gegnt starfi forstöðumanns Gerðubergs. Hún segir að í þeim framtíðarpælingum sem fram hafi farið hjá starfsfólki Borgarbókasafnsins og víðar á Norðurlöndum undanfarið hafi gjarnan verið litið til starfsemi Gerðubergs, stefnan sé að þróa bókasöfnin áfram í anda þess. Haldið verði þeirri stefnu sem þar hefur ríkt, að vera með fjölbreytt sýningarhald og viðburði af ólíku tagi. „Við verðum áfram með kaffikvöldin á miðvikudagskvöldum í Gerðubergi sem eru ótrúlega vel sótt og vinsæl, erum með tvær nýjungar í því sambandi, sagnakaffi og leikhúskaffi. Heimspekikaffið er að sprengja staðinn utan af sér. Svo hjálpa sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum krökkum við heimanám, bæði í Gerðubergi og í Grófarhúsi, og sú þjónusta verður í boði í Spönginni líka. Það verkefni var stílað á börn af erlendum upprunan í byrjun en er nú opið fyrir alla.
Menning Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira