Viðskipti erlent

Budvar sló öll sín eigin met

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Budweiser Budvar flaska.
Budweiser Budvar flaska.
Tékkneska ríkisbruggfélagið Budejovicky Budvar, átt hefur í stríði við bandaríska bjórrisann Anheuser-Busch vegna notkunar á vörumerkinu „Budweiser“, segir heildarframleiðslu og útflutning fyrirtækisins hafa náð methæðum árið 2014.

Fréttaveita AP hefur eftir Budejovicky Budvar NP að útflutningur fyrirtækisins hafi aukist um sex prósent á árinu, í 81,3 milljónir lítra. Þetta sé besti árangur fyrirtækisins í 119 ár.

Á nýliðnu ári flutti Budvar út bjór til 70 landa, en fimm fleiri en árið áður. Alls voru framleiddir 145,7 milljón lítrar af bjór, 2,5 prósentum meira en árið 2013. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×