Dansandi og sveiflukennt 9. janúar 2015 11:00 Meðlimir barokksveitarinnar Camerata Øresund hafa allir sérhæft sig í flutningi tónlistar á upprunaleg hljóðfæri. „Það sem er sérstakt við þennan flutning á Messíasi er að við spilum allt verkið án stjórnanda. Það gefur færi á mun meiri sveigjanleika í spilamennskunni en ella,“ segir Hanna Loftsdóttir. Hún leikur á barokkselló í hljómsveitinni Camerata Øresund og er meðal þeirra sem skipuleggja flutning á óratoríunni Messíasi í Norðurljósasal Hörpu á morgun, laugardag, klukkan 20. Auk sveitarinnar syngur kammerkór, skipaður tólf íslenskum og skandinavískum einsöngvurum, verkið. Hanna segir leiðara hópsins, Peter Spissky, leggja mikla áherslu á hið dansandi og sveiflukennda í tónlistinni.Tónleikarnir í Danmörku og Svíþjóð gengu vel.„Peter hefur alveg sérstakt lag á að fá tónlistina til að svinga. Þó við dönsum ekki sjálf í eiginlegri merkingu þá get ég ímyndað mér að margir í áhorfendahópnum eigi erfitt með að sitja alveg stilltir í sumum köflunum. Peter Spissky er líka mjög líflegur í framkomu þannig að það má segja að hann dansi með boganum sínum!“ Óratórían Messías eftir Händel er eitt þekktasta og mest spilaða verk tónbókmenntanna og hefur verið flutt í ýmsum útgáfum í aldanna rás. Það var ekki fyrr en á 19. öld að þær hefðir sköpuðust að flytja verkið með stórri hljómsveit og fjölmennum kór, þar sem stjórnandi var nauðsynlegur, að sögn Hönnu. „Við viljum hins vegar leita aftur til hefða barokktímans með því að flytja verkið án stjórnanda og með kammerkór,“ segir hún. „Það skemmtilega er að niðurstaðan verður nútímaleg og áhrifamikil fyrir áhorfendur dagsins í dag.“ Úrval íslenskra og skandinavískra einsöngvara tekur þátt í uppfærslunni. Það eru Hallveig Rúnarsdóttir, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Hafsteinn Þórólfsson, Hrólfur Sæmundsson, Eline Soelmark. Nana Bugge Rasmussen, Francine Vis, Simone Rønn, Leif Aruhn-Solén og Christian Damsgaard. Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Það sem er sérstakt við þennan flutning á Messíasi er að við spilum allt verkið án stjórnanda. Það gefur færi á mun meiri sveigjanleika í spilamennskunni en ella,“ segir Hanna Loftsdóttir. Hún leikur á barokkselló í hljómsveitinni Camerata Øresund og er meðal þeirra sem skipuleggja flutning á óratoríunni Messíasi í Norðurljósasal Hörpu á morgun, laugardag, klukkan 20. Auk sveitarinnar syngur kammerkór, skipaður tólf íslenskum og skandinavískum einsöngvurum, verkið. Hanna segir leiðara hópsins, Peter Spissky, leggja mikla áherslu á hið dansandi og sveiflukennda í tónlistinni.Tónleikarnir í Danmörku og Svíþjóð gengu vel.„Peter hefur alveg sérstakt lag á að fá tónlistina til að svinga. Þó við dönsum ekki sjálf í eiginlegri merkingu þá get ég ímyndað mér að margir í áhorfendahópnum eigi erfitt með að sitja alveg stilltir í sumum köflunum. Peter Spissky er líka mjög líflegur í framkomu þannig að það má segja að hann dansi með boganum sínum!“ Óratórían Messías eftir Händel er eitt þekktasta og mest spilaða verk tónbókmenntanna og hefur verið flutt í ýmsum útgáfum í aldanna rás. Það var ekki fyrr en á 19. öld að þær hefðir sköpuðust að flytja verkið með stórri hljómsveit og fjölmennum kór, þar sem stjórnandi var nauðsynlegur, að sögn Hönnu. „Við viljum hins vegar leita aftur til hefða barokktímans með því að flytja verkið án stjórnanda og með kammerkór,“ segir hún. „Það skemmtilega er að niðurstaðan verður nútímaleg og áhrifamikil fyrir áhorfendur dagsins í dag.“ Úrval íslenskra og skandinavískra einsöngvara tekur þátt í uppfærslunni. Það eru Hallveig Rúnarsdóttir, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Hafsteinn Þórólfsson, Hrólfur Sæmundsson, Eline Soelmark. Nana Bugge Rasmussen, Francine Vis, Simone Rønn, Leif Aruhn-Solén og Christian Damsgaard.
Menning Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira