Vinnusmiðjur í anda Gerðar Helgadóttur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2015 11:00 Vísir/GVA „Við erum að setja upp fræðslu- og upplifunarsýningu sem verður opnuð á laugardaginn klukkan 15,“ segir Guðrún Benónýsdóttir listakona sem skipuleggur Stúdíó Gerðar í samstarfi við starfsfólk safnsins. „Við notum annan sal safnsins til að setja upp vinnustofuhugmynd Gerðar Helgadóttur (1928-1975) og stilla upp verkum hennar þar, fjölbreyttum skúlptúrum úr járni, gifsi og bronsi. Salnum er skipt upp í herbergi eins og á arkitektateikningu, með línum í gólfinu.“ Guðrún ætlar að leiða opnar vinnusmiðjur fyrir ólíka aldurshópa meðan á sýningunni stendur.Gerður í vinnustofu sinni á sínum tíma.„Við ætlum að virkja sköpunarkraft og ímyndunarafl þátttakenda, til dæmis skólakrakka sem koma í heimsókn og vinna verkefni sem tengjast myndlist Gerðar að einhverju leyti,“ segir Guðrún og hvetur fjölskyldufólk einnig til að koma í heimsókn á eigin vegum og njóta skapandi samverustunda. Sýningin Andvari eftir Valgerði Hafstað (1930-2011) verður líka opnuð í Gerðarsafni á sama tíma. Valgerður nam myndlist í Reykjavík, Kaupmannahöfn og París, þar lærði hún einnig mósaíkgerð samhliða málaralistinni. Verkin á sýningunni spanna allan listamannsferil Valgerðar, unnin í gvass, akrýl og olíu ásamt mósaíkmyndum. Verkin eru á mörkum þess hlutbundna og óhlutbundna, þar sem oft á tíðum má greina óljóst landslagsmótíf eða innanstokksmuni sem hún virðist hafa umbreytt á einn eða annan hátt. Fyrsta myndlistarsýning Valgerðar var samsýning hennar og Gerðar Helgadóttur árið 1957 í Galerie La Rouge í París. Menning Mest lesið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Við erum að setja upp fræðslu- og upplifunarsýningu sem verður opnuð á laugardaginn klukkan 15,“ segir Guðrún Benónýsdóttir listakona sem skipuleggur Stúdíó Gerðar í samstarfi við starfsfólk safnsins. „Við notum annan sal safnsins til að setja upp vinnustofuhugmynd Gerðar Helgadóttur (1928-1975) og stilla upp verkum hennar þar, fjölbreyttum skúlptúrum úr járni, gifsi og bronsi. Salnum er skipt upp í herbergi eins og á arkitektateikningu, með línum í gólfinu.“ Guðrún ætlar að leiða opnar vinnusmiðjur fyrir ólíka aldurshópa meðan á sýningunni stendur.Gerður í vinnustofu sinni á sínum tíma.„Við ætlum að virkja sköpunarkraft og ímyndunarafl þátttakenda, til dæmis skólakrakka sem koma í heimsókn og vinna verkefni sem tengjast myndlist Gerðar að einhverju leyti,“ segir Guðrún og hvetur fjölskyldufólk einnig til að koma í heimsókn á eigin vegum og njóta skapandi samverustunda. Sýningin Andvari eftir Valgerði Hafstað (1930-2011) verður líka opnuð í Gerðarsafni á sama tíma. Valgerður nam myndlist í Reykjavík, Kaupmannahöfn og París, þar lærði hún einnig mósaíkgerð samhliða málaralistinni. Verkin á sýningunni spanna allan listamannsferil Valgerðar, unnin í gvass, akrýl og olíu ásamt mósaíkmyndum. Verkin eru á mörkum þess hlutbundna og óhlutbundna, þar sem oft á tíðum má greina óljóst landslagsmótíf eða innanstokksmuni sem hún virðist hafa umbreytt á einn eða annan hátt. Fyrsta myndlistarsýning Valgerðar var samsýning hennar og Gerðar Helgadóttur árið 1957 í Galerie La Rouge í París.
Menning Mest lesið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira