Ár hinna lúskruðu kvenna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. janúar 2015 13:00 Steinar Bragi Það er dálítið undarleg árátta að skrifa ársannála um það sem hæst bar í listum og menningu á árinu. Eitt ár skiptir ekki sköpum í bókaútgáfu til dæmis og straumar og stefnur í bókmenntaskrifum breytast ekki merkjanlega frá ári til árs. Til þess að merkja einhverja breytingu þarf mun lengri viðmiðunartíma og reyndar verkefni bókmenntafræðinga framtíðarinnar að komast til botns í því. Það er þó alltaf gaman að rýna í nýlokið ár og velta því fyrir sér hvað, ef eitthvað, hafi komið út sem marka muni þessu ári sérstakan sess í bókmenntasögunni. Plássins vegna er þó einungis unnt að stikla á stóru og án efa mun ýmsum þykja hratt yfir sögu farið og ýmsu sleppt sem þegar lengra frá líður muni þykja sæta meiri tíðindum.Ófeigur SigurðssonSkáld- og smásögur Tvær skáldsögur bar hæst í umræðunni í aðdraganda jóla, Kötu Steinars Braga og Öræfi Ófeigs Sigurðssonar, af ólíkum ástæðum þó. Kata er óvægin og allt að því brútal gagnrýni á meðferð kynferðisbrotamála í íslensku réttarkerfi sögð út frá sjónarhóli móður sem missir dóttur sína í nauðgun sem endar í morði og leitar réttlætis. Þörf ádeila og um leið vel samin og glæsilega skrifuð skáldsaga sem vissulega á umtalið skilið. Öræfi er sömuleiðis glæsilega skrifuð skáldsaga og að auki fádæma skemmtileg lesning en það þarf engum að koma á óvart sem fylgst hefur með ferli Ófeigs, það sem kannski kom á óvart og kom bókinni í umræðuna voru þau góðu viðbrögð sem hún fékk. Segir kannski meira en langar úttektir á íslensku bókmenntaári að það skuli teljast til tíðinda að góð skáldsaga njóti hylli lesenda. Aðrir höfundar voru einnig í fantaformi, Gyrðir Elíasson sendi frá sér tvær frumsamdar bækur og eina þýðingu, allt eðalbókmenntir eins og hans er von og vísa.Sigurbjörg ÞrastardóttirSteinunn Sigurðardóttir, Einar Kárason, Guðrún Eva Mínervudóttir, Oddný Eir og Guðbergur Bergsson áttu öll góðar skáldsögur í flóðinu og kannski er bókmenntaárinu best lýst með því að segja að okkar góðu höfundar hafi gert það sem þeir gera best og gert það vel, en við því má nú líka búast, ekki satt? Nokkrir nýir höfundar komu með bravúr inn í skáldsagnageirann, Sverrir Norland og Halldór Armand sendu frá sér hressilegar og ferskar skáldsögur og Soffía Bjarnadóttir og Heiðrún Ólafsdóttir áttu vel skrifaðar og forvitnilegar sögur sem vekja vonir um að í uppsiglingu séu afbragðshöfundar. Orri Harðarson vakti þó kannski mesta lukku og væntingar með skáldsögu sinni Stundarfró sem fékk nær einróma lof gagnrýnenda. Ótalin er þá hin sérstæða og fínt fléttaða skáldsaga Guðmundar Brynjólfssonar, Gosbrunnurinn, sem kannski var sú bók flóðsins sem kom mest á óvart. Það er allavega ljóst að ekki þarf að örvænta um stöðu skáldsögunnar að svo stöddu.Sigurður PálssonEndurminningar Sigurður Pálsson sendi frá sér lokabindi minningabóka sinna, Táningabók, og lokaði hringnum með glæsibrag og bravúr. Skólabróðir hans Pétur Gunnarsson skrifaði sömuleiðis endurminningabók, en fór halloka í samanburði þótt margt sé þar listavel gert. Mesta athygli vakti endurminningabók Jóhönnu Kristjónsdóttur, Svarthvítir dagar, enda afspyrnu vel skrifuð og forvitnileg frásögn af lífi Reykjavíkurstúlku um miðja síðustu öld. Saga þeirra, sagan mín, sem Helga Guðrún Johnson skrifaði, er sömuleiðis forvitnileg og umhugsunarvekjandi kvennasaga sem rekur lífshlaup þriggja kynslóða kvenna í sömu fjölskyldu. Æviminningasagan virðist því langt í frá í útrýmingarhættu eins og ýmsir vilja halda fram.Ungmenna- og barnabækur Young Adult-bylgjan komst til fullorðinsára á þessari vertíð og náði þeim sessi að vera flokkuð sem sérstök bókmenntagrein; ungmennabókmenntir. Þar var margt vel gert, Bryndís Björgvinsdóttir fór á kostum í Hafnfirðingabrandaranum, Sif Sigmarsdóttir lauk Freyjusögu með stæl og Þórarinn Leifsson sló í gegn með Manninum sem hataði börn. Barnabækurnar voru sömuleiðis af háum standard, Síðasti galdrameistarinn eftir Ármann Jakobsson, Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson, Leitin að Blóðey eftir Guðna Líndal Benediktsson, Vinur minn vindurinn eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Nála eftir Evu Þengilsdóttur, svo nokkrar séu taldar, eru allt vandaðar og vel skrifaðar bækur sem sýna svo ekki verður um villst að sú bábilja að barnabækur séu metnaðarlausari sköpun en fullorðinsskáldskapur á ekki við nokkur rök að styðjast.Gerður KristnýLjóðabækur Ljóðagerð stóð með miklum blóma á árinu 2014 og má færa rök fyrir því að mestu gróskuna í íslenskum skáldskap sé að finna í þeirri bókmenntagrein. Konur voru þar áberandi og ekki færri en tvær ljóðabækur kvenna, Kok Kristínar Eiríksdóttur og Velúr Þórdísar Gísladóttur eru tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna, sem sætir tíðindum. Gerður Kristný sannaði með Drápu að ekki þarf 600 orða skáldsögu til að segja sterka og áhrifamikla sögu sem hristir upp í lesandanum, allavega ekki ef listaskáld stendur þar að baki. Sigurbjörg Þrastardóttir átti jafnframt stórleik í Kátu skinni (og gloríu) og Tvífari gerir sig heimakominn eftir Anton Helga Jónsson og Krummafótur Magnúsar Sigurðssonar glöddu ljóðaunnendur ósegjanlega. Ekki má gleyma Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur sem sendi frá sér firnasterka bók, Enginn dans við Ufsaklett. Og ljóðabók Hjartar Marteinssonar, Alzheimer tilbrigðin, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, er með eftirminnilegri ljóðabókum ársins. Hin eldspræka útgáfa Meðgönguljóð stundar ljóðabókaútgáfu af krafti. Þar gefst ungum skáldum, skáldum framtíðarinnar, tækifæri til að koma sér og sínum ljóðum á framfæri og sé rennt yfir útgáfulista hennar er morgunljóst að ljóðið stendur fyrir sínu meðal allra aldurshópa.Vladimir NabokovÞýðingar Ekki fóru bókmenntaunnendur slyppir frá borði þegar kom að þýðingum úr erlendum málum yfir á íslensku þetta árið. Bæði öndvegisrit heimsbókmennta og nýir spútnikhöfundar öðluðust íslenska rödd fyrir tilstilli framúrskarandi þýðenda. Lolita Vladimirs Nabokovs kom loks út á íslensku í þýðingu Árna Óskarssonar. Áslaug Agnarsdóttir þýddi þrjár bækur í uppvaxtarsögu Levs Tolstoj auk hinnar ögrandi og umhugsunarvekjandi Bréfabókar Mikhails Shishkin. Fyrsta íslenska þýðingin á skáldsögu eftir Virginiu Woolf, Út í vitann, leit dagsins ljós fyrir tilstilli Herdísar Hreiðarsdóttur. Danska skáldið sem gerði allt vitlaust í Danmörku, Yahya Hassan, var snöfurmannlega þýddur af Bjarka Karlssyni og Nóbelsskáldið Alice Munro hlaut íslenskun Silju Aðalsteinsdóttur. Friðrik Rafnsson hélt áfram að færa okkur glænýjan Milan Kundera, auk tveggja glænýrra metsölubóka, Sannleikann um leyndarmál Harrys Quebert eftir Joël Dicker og Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA-skáp eftir Romain Puértolas. Sannarlega engin lesmáttarrýrnun í þýðingunum.Árið í hnotskurn Hér hefur verið stiklað á mjög stóru í útgáfusögu ársins 2014 og eins og sjá má kennir þar ýmissa góðra grasa, þótt engin stórtíðindi séu úr bókmenntaheiminum. Sé hægt að tala um strauma í bókmenntum eins árs mætti benda á að óvenju hátt hlutfall bóka, bæði skáldsagna og ljóðabóka, fjallaði um ofbeldi gegn konum, sem er vissulega þörf og góð umræða. Hvort áframhald verður á slíkri samfélagsgagnrýni í skáldskap nýbyrjaðs árs kemur í ljós en ekki kæmi það á óvart að fleiri höfundar nýttu sér það umfjöllunarefni, enda svo sannarlega af nógu að taka í þeim efnum. Hvað sem verður er að minnsta kosti ljóst að íslenskum höfundum liggur heilmikið á hjarta og miðað við útgáfu nýliðins árs eigum við von á góðu með haustinu. Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það er dálítið undarleg árátta að skrifa ársannála um það sem hæst bar í listum og menningu á árinu. Eitt ár skiptir ekki sköpum í bókaútgáfu til dæmis og straumar og stefnur í bókmenntaskrifum breytast ekki merkjanlega frá ári til árs. Til þess að merkja einhverja breytingu þarf mun lengri viðmiðunartíma og reyndar verkefni bókmenntafræðinga framtíðarinnar að komast til botns í því. Það er þó alltaf gaman að rýna í nýlokið ár og velta því fyrir sér hvað, ef eitthvað, hafi komið út sem marka muni þessu ári sérstakan sess í bókmenntasögunni. Plássins vegna er þó einungis unnt að stikla á stóru og án efa mun ýmsum þykja hratt yfir sögu farið og ýmsu sleppt sem þegar lengra frá líður muni þykja sæta meiri tíðindum.Ófeigur SigurðssonSkáld- og smásögur Tvær skáldsögur bar hæst í umræðunni í aðdraganda jóla, Kötu Steinars Braga og Öræfi Ófeigs Sigurðssonar, af ólíkum ástæðum þó. Kata er óvægin og allt að því brútal gagnrýni á meðferð kynferðisbrotamála í íslensku réttarkerfi sögð út frá sjónarhóli móður sem missir dóttur sína í nauðgun sem endar í morði og leitar réttlætis. Þörf ádeila og um leið vel samin og glæsilega skrifuð skáldsaga sem vissulega á umtalið skilið. Öræfi er sömuleiðis glæsilega skrifuð skáldsaga og að auki fádæma skemmtileg lesning en það þarf engum að koma á óvart sem fylgst hefur með ferli Ófeigs, það sem kannski kom á óvart og kom bókinni í umræðuna voru þau góðu viðbrögð sem hún fékk. Segir kannski meira en langar úttektir á íslensku bókmenntaári að það skuli teljast til tíðinda að góð skáldsaga njóti hylli lesenda. Aðrir höfundar voru einnig í fantaformi, Gyrðir Elíasson sendi frá sér tvær frumsamdar bækur og eina þýðingu, allt eðalbókmenntir eins og hans er von og vísa.Sigurbjörg ÞrastardóttirSteinunn Sigurðardóttir, Einar Kárason, Guðrún Eva Mínervudóttir, Oddný Eir og Guðbergur Bergsson áttu öll góðar skáldsögur í flóðinu og kannski er bókmenntaárinu best lýst með því að segja að okkar góðu höfundar hafi gert það sem þeir gera best og gert það vel, en við því má nú líka búast, ekki satt? Nokkrir nýir höfundar komu með bravúr inn í skáldsagnageirann, Sverrir Norland og Halldór Armand sendu frá sér hressilegar og ferskar skáldsögur og Soffía Bjarnadóttir og Heiðrún Ólafsdóttir áttu vel skrifaðar og forvitnilegar sögur sem vekja vonir um að í uppsiglingu séu afbragðshöfundar. Orri Harðarson vakti þó kannski mesta lukku og væntingar með skáldsögu sinni Stundarfró sem fékk nær einróma lof gagnrýnenda. Ótalin er þá hin sérstæða og fínt fléttaða skáldsaga Guðmundar Brynjólfssonar, Gosbrunnurinn, sem kannski var sú bók flóðsins sem kom mest á óvart. Það er allavega ljóst að ekki þarf að örvænta um stöðu skáldsögunnar að svo stöddu.Sigurður PálssonEndurminningar Sigurður Pálsson sendi frá sér lokabindi minningabóka sinna, Táningabók, og lokaði hringnum með glæsibrag og bravúr. Skólabróðir hans Pétur Gunnarsson skrifaði sömuleiðis endurminningabók, en fór halloka í samanburði þótt margt sé þar listavel gert. Mesta athygli vakti endurminningabók Jóhönnu Kristjónsdóttur, Svarthvítir dagar, enda afspyrnu vel skrifuð og forvitnileg frásögn af lífi Reykjavíkurstúlku um miðja síðustu öld. Saga þeirra, sagan mín, sem Helga Guðrún Johnson skrifaði, er sömuleiðis forvitnileg og umhugsunarvekjandi kvennasaga sem rekur lífshlaup þriggja kynslóða kvenna í sömu fjölskyldu. Æviminningasagan virðist því langt í frá í útrýmingarhættu eins og ýmsir vilja halda fram.Ungmenna- og barnabækur Young Adult-bylgjan komst til fullorðinsára á þessari vertíð og náði þeim sessi að vera flokkuð sem sérstök bókmenntagrein; ungmennabókmenntir. Þar var margt vel gert, Bryndís Björgvinsdóttir fór á kostum í Hafnfirðingabrandaranum, Sif Sigmarsdóttir lauk Freyjusögu með stæl og Þórarinn Leifsson sló í gegn með Manninum sem hataði börn. Barnabækurnar voru sömuleiðis af háum standard, Síðasti galdrameistarinn eftir Ármann Jakobsson, Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson, Leitin að Blóðey eftir Guðna Líndal Benediktsson, Vinur minn vindurinn eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og Nála eftir Evu Þengilsdóttur, svo nokkrar séu taldar, eru allt vandaðar og vel skrifaðar bækur sem sýna svo ekki verður um villst að sú bábilja að barnabækur séu metnaðarlausari sköpun en fullorðinsskáldskapur á ekki við nokkur rök að styðjast.Gerður KristnýLjóðabækur Ljóðagerð stóð með miklum blóma á árinu 2014 og má færa rök fyrir því að mestu gróskuna í íslenskum skáldskap sé að finna í þeirri bókmenntagrein. Konur voru þar áberandi og ekki færri en tvær ljóðabækur kvenna, Kok Kristínar Eiríksdóttur og Velúr Þórdísar Gísladóttur eru tilnefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna, sem sætir tíðindum. Gerður Kristný sannaði með Drápu að ekki þarf 600 orða skáldsögu til að segja sterka og áhrifamikla sögu sem hristir upp í lesandanum, allavega ekki ef listaskáld stendur þar að baki. Sigurbjörg Þrastardóttir átti jafnframt stórleik í Kátu skinni (og gloríu) og Tvífari gerir sig heimakominn eftir Anton Helga Jónsson og Krummafótur Magnúsar Sigurðssonar glöddu ljóðaunnendur ósegjanlega. Ekki má gleyma Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur sem sendi frá sér firnasterka bók, Enginn dans við Ufsaklett. Og ljóðabók Hjartar Marteinssonar, Alzheimer tilbrigðin, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, er með eftirminnilegri ljóðabókum ársins. Hin eldspræka útgáfa Meðgönguljóð stundar ljóðabókaútgáfu af krafti. Þar gefst ungum skáldum, skáldum framtíðarinnar, tækifæri til að koma sér og sínum ljóðum á framfæri og sé rennt yfir útgáfulista hennar er morgunljóst að ljóðið stendur fyrir sínu meðal allra aldurshópa.Vladimir NabokovÞýðingar Ekki fóru bókmenntaunnendur slyppir frá borði þegar kom að þýðingum úr erlendum málum yfir á íslensku þetta árið. Bæði öndvegisrit heimsbókmennta og nýir spútnikhöfundar öðluðust íslenska rödd fyrir tilstilli framúrskarandi þýðenda. Lolita Vladimirs Nabokovs kom loks út á íslensku í þýðingu Árna Óskarssonar. Áslaug Agnarsdóttir þýddi þrjár bækur í uppvaxtarsögu Levs Tolstoj auk hinnar ögrandi og umhugsunarvekjandi Bréfabókar Mikhails Shishkin. Fyrsta íslenska þýðingin á skáldsögu eftir Virginiu Woolf, Út í vitann, leit dagsins ljós fyrir tilstilli Herdísar Hreiðarsdóttur. Danska skáldið sem gerði allt vitlaust í Danmörku, Yahya Hassan, var snöfurmannlega þýddur af Bjarka Karlssyni og Nóbelsskáldið Alice Munro hlaut íslenskun Silju Aðalsteinsdóttur. Friðrik Rafnsson hélt áfram að færa okkur glænýjan Milan Kundera, auk tveggja glænýrra metsölubóka, Sannleikann um leyndarmál Harrys Quebert eftir Joël Dicker og Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA-skáp eftir Romain Puértolas. Sannarlega engin lesmáttarrýrnun í þýðingunum.Árið í hnotskurn Hér hefur verið stiklað á mjög stóru í útgáfusögu ársins 2014 og eins og sjá má kennir þar ýmissa góðra grasa, þótt engin stórtíðindi séu úr bókmenntaheiminum. Sé hægt að tala um strauma í bókmenntum eins árs mætti benda á að óvenju hátt hlutfall bóka, bæði skáldsagna og ljóðabóka, fjallaði um ofbeldi gegn konum, sem er vissulega þörf og góð umræða. Hvort áframhald verður á slíkri samfélagsgagnrýni í skáldskap nýbyrjaðs árs kemur í ljós en ekki kæmi það á óvart að fleiri höfundar nýttu sér það umfjöllunarefni, enda svo sannarlega af nógu að taka í þeim efnum. Hvað sem verður er að minnsta kosti ljóst að íslenskum höfundum liggur heilmikið á hjarta og miðað við útgáfu nýliðins árs eigum við von á góðu með haustinu.
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira