Bestu stjörnuljósmyndir ársins: Geimurinn gegnum linsuna Svavar Hávarðsson skrifar 20. desember 2015 13:00 Stjörnufræði er myndræn vísindagrein. Ár hvert eru þúsundir ljósmynda teknar af undrum alheimsins, hvort sem er af stjörnuáhugafólki, stjörnufræðingum eða vélvæddum sendifulltrúum jarðarbúa í sólkerfinu. Margar þessara mynda eru gullfallegar, oft hreinustu listaverk, sem verðskulda að sem flestir fái notið. Svo komast aðstandendur Stjörnufræðivefsins [stjornufraedi.is] að orði en þeir hafa sjötta árið í röð valið nokkrar af bestu stjörnuljósmyndum ársins 2015. Þær eru valdar út frá fegurð en ekki síður vísindalegu mikilvægi. PlútóMynd: NASA/JHUAPL/SRI Hinn 14. júlí 2015 var Plútó heimsóttur í fyrsta sinn þegar New Horizons þaut framhjá dvergreikistjörnunni fjarlægu. Ótrúlegar nærmyndir sýndu rúmlega 3 km há fjöll úr vatnsís, jökla úr nitri, nitursléttur með frosttíglum. Plútó reyndist rauðleitur vegna kolefnasambanda sem brotna niður í lofthjúpnum í útfjólubláa ljósinu frá sólinni . Stjörnustólpar í ArnarþokunniMynd: NASA/ESA/Hubble & Hubble Heritage Team Tuttugu árum eftir að Hubble geimsjónaukinn tók eina frægustu mynd sína af gas- og rykstólpunum í Arnarþokunni beindi sjónaukinn myndavélum sínum að stólpunum á ný. Í þeim eru stjörnur að fæðast og sólkerfi að myndast. Full jörð: Fullt tunglMynd: NASA/NOAA Móðir Jörð og Máninn hennar. Þessi óvenjulega mynd var tekin með EPIC myndavélinni í DSCOVR gervitungli NASA 16. júlí 2015. Jörðin er að fullu upplýst sem og fjærhlið tunglsins, svo myndin er tekin í kringum nýtt tungl. Dökki bletturinn ofarlega á tunglinu er kallaður Moskvuhafið en á Jörðinni sést í norðurpólinn, Kyrrahaf og Norður- og Suður-Ameríku. BlæjanMynd: NASA/ESA og Hubble Heritage Team Fyrir um 8.000 árum sprakk stjarna í 2.100 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Svaninum. Leifar hennar dreifðust um geiminn og rákust síðan á efni milli stjarnanna á 1,5 milljóna km hraða á klukkustund og tóku þá að glóa. Litadýrðin í þessum gasþráðum stafar af mismunandi og misheitu efni. Rósrauði svanurinnMynd: ESO Stjörnur fæðast í stórum gas- og rykskýjum eða geimþokum í Vetrarbrautinni okkar. Hér sést stjörnuverksmiðja sem heitir Messier 17 en er stundum kölluð Svansþokan eða Omegaþokan og stundum Humarþokan. Rauði bjarminn stafar af glóandi vetnisgasi, aðalhráefnið í nýjar stjörnur. Á myndinni eru yngstu stjörnurnar bláleitar. Fréttir ársins 2015 Geimurinn Ljósmyndun Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Fleiri fréttir Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Sjá meira
Stjörnufræði er myndræn vísindagrein. Ár hvert eru þúsundir ljósmynda teknar af undrum alheimsins, hvort sem er af stjörnuáhugafólki, stjörnufræðingum eða vélvæddum sendifulltrúum jarðarbúa í sólkerfinu. Margar þessara mynda eru gullfallegar, oft hreinustu listaverk, sem verðskulda að sem flestir fái notið. Svo komast aðstandendur Stjörnufræðivefsins [stjornufraedi.is] að orði en þeir hafa sjötta árið í röð valið nokkrar af bestu stjörnuljósmyndum ársins 2015. Þær eru valdar út frá fegurð en ekki síður vísindalegu mikilvægi. PlútóMynd: NASA/JHUAPL/SRI Hinn 14. júlí 2015 var Plútó heimsóttur í fyrsta sinn þegar New Horizons þaut framhjá dvergreikistjörnunni fjarlægu. Ótrúlegar nærmyndir sýndu rúmlega 3 km há fjöll úr vatnsís, jökla úr nitri, nitursléttur með frosttíglum. Plútó reyndist rauðleitur vegna kolefnasambanda sem brotna niður í lofthjúpnum í útfjólubláa ljósinu frá sólinni . Stjörnustólpar í ArnarþokunniMynd: NASA/ESA/Hubble & Hubble Heritage Team Tuttugu árum eftir að Hubble geimsjónaukinn tók eina frægustu mynd sína af gas- og rykstólpunum í Arnarþokunni beindi sjónaukinn myndavélum sínum að stólpunum á ný. Í þeim eru stjörnur að fæðast og sólkerfi að myndast. Full jörð: Fullt tunglMynd: NASA/NOAA Móðir Jörð og Máninn hennar. Þessi óvenjulega mynd var tekin með EPIC myndavélinni í DSCOVR gervitungli NASA 16. júlí 2015. Jörðin er að fullu upplýst sem og fjærhlið tunglsins, svo myndin er tekin í kringum nýtt tungl. Dökki bletturinn ofarlega á tunglinu er kallaður Moskvuhafið en á Jörðinni sést í norðurpólinn, Kyrrahaf og Norður- og Suður-Ameríku. BlæjanMynd: NASA/ESA og Hubble Heritage Team Fyrir um 8.000 árum sprakk stjarna í 2.100 ljósára fjarlægð í stjörnumerkinu Svaninum. Leifar hennar dreifðust um geiminn og rákust síðan á efni milli stjarnanna á 1,5 milljóna km hraða á klukkustund og tóku þá að glóa. Litadýrðin í þessum gasþráðum stafar af mismunandi og misheitu efni. Rósrauði svanurinnMynd: ESO Stjörnur fæðast í stórum gas- og rykskýjum eða geimþokum í Vetrarbrautinni okkar. Hér sést stjörnuverksmiðja sem heitir Messier 17 en er stundum kölluð Svansþokan eða Omegaþokan og stundum Humarþokan. Rauði bjarminn stafar af glóandi vetnisgasi, aðalhráefnið í nýjar stjörnur. Á myndinni eru yngstu stjörnurnar bláleitar.
Fréttir ársins 2015 Geimurinn Ljósmyndun Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Fleiri fréttir Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Sjá meira