Rúsínan í pylsuenda góðs árs Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. desember 2015 09:00 Hljómsveitin Misþyrming spilar black metal tónlist og gaf í ár út plötuna Söngvar elds og óreiðu. Mynd/RakelErnaSkarphéðinsdóttir „Ég viðurkenni að þetta var svolítið óvænt,“ segir söngvarinn sem kallar sig DG og er meðlimur hljómsveitar sem kallast Misþyrming. Á árinu sendi sveitin frá sér plötu sem kallast Söngvar elds og óreiðu og komst í níunda sæti á árslista hins virta tónlistarmiðils Noisey. Sveitin spilar svokallaða black metal tónlist. Óhætt er að fullyrða að platan hafi slegið í gegn hjá þeim sem hlusta á black metal og má segja að þessi tilnefning Noisey sé rúsínan í pylsuendanum á góðu ári. „Við vorum á tónleikaferðalagi í Brussel þegar við sáum þetta. Ég fékk send skilaboð í gegnum Facebook frá vini mínum sem rak augun í þetta. Þetta var allt voðalega óraunverulegt,“ segir DG.Hafa ferðast mikið Misþyrming hefur verið á flakki um Evrópu á árinu og hefur farið þrisvar sinnum út til þess að spila. Sveitin er tiltölulega nýkomin heim úr sínu lengsta tónleikaferðalagi. „Við vorum úti í um tvær vikur, frá 1. til 13. desember. Við ferðuðumst á milli margra landa. Lékum í Kraká, Brussel, London, París og fleiri borgum,“ útskýrir DG. Í Brussel spilaði sveitin á tónlistarhátíð og var þar í viku, en svo tók ferðalag við. „Stærstu tónleikarnir sem við spiluðum á voru fyrir um þúsund manns, það var alveg æðislegt,“ segir DG enn fremur.Kannski lokuð sena DG segir að netið hjálpi sveitum eins og Misþyrmingu að ná eyrum áhugafólks um senuna. „Þessi tiltekna undirstefna þungarokks á stóran en kannski svolítið lokaðan fylgjendahóp um allan heim. Við höfum tekið eftir því að þetta er mjög dreift yfir heiminn, við sjáum það til dæmis á því hverjir fylgja okkur á Facebook. Þar er fólk úr hinum ýmsu áttum.“ Hann bætir við að fólk sem hlustar á þessa tegund tónlistar sé duglegt að ræða málin og benda á ferskar sveitir. „Þessi kimi er duglegur að tala saman á netinu, er með sín samfélög þar. Þar er fólk að skiptast á lögum og svona. Þeir sem heyra í ferskum sveitum reyna svo að finna hvaða öðrum sveitum þær líkjast, til þess að aðdáendur geti uppgötvað nýtt black metal.“Hafa fundið fyrir áhuga DG segir að í kjölfar tilnefningar Noisey hafi sveitin fundið fyrir áhuga erlendis frá. „Við höfum alveg heyrt af einhverju. Eitt mjög stórt fyrirtæki í þessari senu setti sig í samband við okkur. En við erum á mála hjá norsku fyrirtæki sem heitir Terratur Possessions. Þar eru tvær aðrar sveitir á mála, Svartidauði og Simmara.“ DG segir að meðlimir Misþyrmingar séu ánægðir hjá norska fyrirtækinu. „Við fengum áhuga á að vinna með Terratur Possessions eftir að Svartidauði og Simmara gáfu út hjá því. Við lítum svo á að íslenskur black metall sé að fá þessa athygli, ekki bara við, með þessari tilnefningu Noisey,“ segir DG og bætir því við að hann telji upprisu íslensks black metals markast við útgáfu plötunnar Flesh Cathedral með Svartadauða, sem kom út 2012. Tónlist Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
„Ég viðurkenni að þetta var svolítið óvænt,“ segir söngvarinn sem kallar sig DG og er meðlimur hljómsveitar sem kallast Misþyrming. Á árinu sendi sveitin frá sér plötu sem kallast Söngvar elds og óreiðu og komst í níunda sæti á árslista hins virta tónlistarmiðils Noisey. Sveitin spilar svokallaða black metal tónlist. Óhætt er að fullyrða að platan hafi slegið í gegn hjá þeim sem hlusta á black metal og má segja að þessi tilnefning Noisey sé rúsínan í pylsuendanum á góðu ári. „Við vorum á tónleikaferðalagi í Brussel þegar við sáum þetta. Ég fékk send skilaboð í gegnum Facebook frá vini mínum sem rak augun í þetta. Þetta var allt voðalega óraunverulegt,“ segir DG.Hafa ferðast mikið Misþyrming hefur verið á flakki um Evrópu á árinu og hefur farið þrisvar sinnum út til þess að spila. Sveitin er tiltölulega nýkomin heim úr sínu lengsta tónleikaferðalagi. „Við vorum úti í um tvær vikur, frá 1. til 13. desember. Við ferðuðumst á milli margra landa. Lékum í Kraká, Brussel, London, París og fleiri borgum,“ útskýrir DG. Í Brussel spilaði sveitin á tónlistarhátíð og var þar í viku, en svo tók ferðalag við. „Stærstu tónleikarnir sem við spiluðum á voru fyrir um þúsund manns, það var alveg æðislegt,“ segir DG enn fremur.Kannski lokuð sena DG segir að netið hjálpi sveitum eins og Misþyrmingu að ná eyrum áhugafólks um senuna. „Þessi tiltekna undirstefna þungarokks á stóran en kannski svolítið lokaðan fylgjendahóp um allan heim. Við höfum tekið eftir því að þetta er mjög dreift yfir heiminn, við sjáum það til dæmis á því hverjir fylgja okkur á Facebook. Þar er fólk úr hinum ýmsu áttum.“ Hann bætir við að fólk sem hlustar á þessa tegund tónlistar sé duglegt að ræða málin og benda á ferskar sveitir. „Þessi kimi er duglegur að tala saman á netinu, er með sín samfélög þar. Þar er fólk að skiptast á lögum og svona. Þeir sem heyra í ferskum sveitum reyna svo að finna hvaða öðrum sveitum þær líkjast, til þess að aðdáendur geti uppgötvað nýtt black metal.“Hafa fundið fyrir áhuga DG segir að í kjölfar tilnefningar Noisey hafi sveitin fundið fyrir áhuga erlendis frá. „Við höfum alveg heyrt af einhverju. Eitt mjög stórt fyrirtæki í þessari senu setti sig í samband við okkur. En við erum á mála hjá norsku fyrirtæki sem heitir Terratur Possessions. Þar eru tvær aðrar sveitir á mála, Svartidauði og Simmara.“ DG segir að meðlimir Misþyrmingar séu ánægðir hjá norska fyrirtækinu. „Við fengum áhuga á að vinna með Terratur Possessions eftir að Svartidauði og Simmara gáfu út hjá því. Við lítum svo á að íslenskur black metall sé að fá þessa athygli, ekki bara við, með þessari tilnefningu Noisey,“ segir DG og bætir því við að hann telji upprisu íslensks black metals markast við útgáfu plötunnar Flesh Cathedral með Svartadauða, sem kom út 2012.
Tónlist Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira