Ég hélt þetta væri af því að ég er svo biluð og skapandi Magnús Guðmundsson skrifar 21. desember 2015 10:00 Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur í Melabúðinni þar sem hún selur alla jafna bækur sínar fyrir jólin. Visir/Ernir Nú rétt fyrir síðustu helgi sendi Elísabet Jökulsdóttir frá sér skáldsöguna Anna á Eyrarbakka og er þar efalítið á ferð allra síðasta bókin í jólabókaflóði ársins. Elísabet segist þó hafa áður verið enn seinna á ferðinni með bók fyrir jólin en að þessu sinni en það hafi þó ekki reynst ýkja vel. „Mér finnst eiginlega mest gaman að gefa út á Þorláksmessu og ég gerði það einu sinni. En það fór svo að ég eiginlega gaf öll eintökin. Hún hét Sjáðu, sjáðu mig – það er eina leiðin til þess að elska mig. Hún var ort upp úr snjóflóðunum á Súðavík og Flateyri og þá tengdi ég einhvern veginn við snjóflóðin í mínu eigin lífi. Fólk var reyndar mjög hrifið af þessari bók en ég gaf öll eintökin og Ísafold gaf mér prentunina.“Jafningjar í Melabúðinni Eins og oft áður er Elísabet þessa dagana í Melabúðinni að selja bækur sínar fyrir jólin og hún segir að það hafi reynst sér ansi vel. „Hann Pétur í Melabúðinni er náttúrulega algjör öðlingur. Hann hefur ekkert verið að rukka mig um sölulaun eða neitt slíkt. Við erum þarna bara á jafningjagrunni og okkur finnst báðum jafn mikill heiður að fá að vera með bók þarna. Það er eiginlega eins og að vera með leikhús að vera þarna. Enda mikið af góðu fólki sem leggur leið sína í Melabúðina og það er alltaf langsöluhæsta búðin hjá mér. Þetta eru mikið til fastakúnnar sem koma til mín og segja að þeir geti ekkert verið að halda jól án þess að ég komi með bók og mæti í Melabúðina.“Eyra á bakka „Annars ætlaði ég ekkert að vera með bók þessi jólin, Ufsaklettur er búinn að vera að skila sínu í ár, en svo varð þessi saga til. Hryðjuverkaárásarnar í París og stríðið í Sýrlandi koma þarna við sögu og eins og Jón Óskar, vinur minn og kápugerðarmaður, benti á þá vantar oft að íslenskir höfundar séu að fjalla um hlutina þegar þeir eru að gerast. Þannig að þetta einhvern veginn hentaði þó svo að bókin sé alls ekki bara um þetta. En í bókinni kemur lítil stúlka og gefur manneskju eyra á bakka – á Eyrarbakka og í eyranu heyrist um heim allan. Það heyrist í Sýrlandi, það heyrist í París, það heyrist í Litla-Hrauni og víðar að. Þetta er svona alheimseyra. En þetta er svona um það hvað ég er orðin þreytt á þessu glápi. Við þurfum að hætta að glápa og byrja að hlusta. Þröstur Leó leikari kenndi mér að hlusta og það er svo nærandi að hlusta og maður fyllist orku við það að leggja við hlustir.“Eyðandi listamaður Þrátt fyrir þetta þá sér Elísabet sig ekki sem pólitískan höfund í strangasta skilningi þess orðs. „Nei, en ég er pólitísk að því leyti að ég reyni alltaf að segja satt. En ég er ekkert svona sjálfstæðis eða vinstri grænna heldur er ég alltaf í stjórnarandstöðu. Ég var einu sinni í stjórn Geðhjálpar og þá var ég á móti stjórninni. Svo var ég í Listaháskólanum og þá var ég einhvern veginn alltaf á móti líka. En ég segi líka að ég sé eyðandi listamaður, ég er orðin mjög þreytt á þessu skapandi og er búin að skrifa grein um það. En ég er soldið þreytt á því þegar hlutirnir eru bara svona á einn veginn. Ef ég ýti aldrei á delete takkann þá er ekki von á góðu. Það er nefnilega skapandi að ýta stundum á delete. Það verður að vera einhver sláttur þarna á milli. Skapandi og eyðandi er taktur sem verður að fá að dynja. Mamma kenndi mér það að um leið og einhver hlutur er orðinn fastur þá þarf að reyna að losa hann. Nú er þetta skapandi orðið fasti og þá þarf að hnika við því.“Biluð og skapandi Upphaflega átti Anna á Eyrarbakka að vera barnasaga en það fór þó ekki þannig. „Ég ætlaði að skrifa barnasögu um kvíðann, af því að sum barnabörnin mín voru illa haldin af kvíða og ég vildi hjálpa þeim, en svo komst ég að því við skriftirnar að ég fæ sjálf mjög slæm kvíðaköst. Ég þurfti til að mynda að komast út af fundi um daginn því ég var viss um að hundarnir væru búnir að borða geðlyfin mín,“ segir Elísabet og skellihlær. „Ég hafði oft fengið svona áður en ég vissi ekki að þetta væri kvíðakast. Ég hélt að þetta væri bara af því að ég er svo biluð og skapandi. En allavegana, þá skrifaði þessa litla saga sig eiginlega sjálf og þegar ég fór að fikta í henni þá reyndist vera meira undir steinunum eins og gengur. Þá lendir maður sem höfundur í því hvað eigi að gera við verkið. Á maður að skrifa þrjú hundruð síðna skáldsögu eða að leyfa þessu að standa svona og slíkar vangaveltur? Ég á reyndar eftir að lesa bókina og þegar ég er búin að því þá kemst ég kannski að því að það hefði verið leiðin. En að þessu sinni þá var þetta niðurstaðan og vonandi á hún eftir að finna lesendur.“ Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Nú rétt fyrir síðustu helgi sendi Elísabet Jökulsdóttir frá sér skáldsöguna Anna á Eyrarbakka og er þar efalítið á ferð allra síðasta bókin í jólabókaflóði ársins. Elísabet segist þó hafa áður verið enn seinna á ferðinni með bók fyrir jólin en að þessu sinni en það hafi þó ekki reynst ýkja vel. „Mér finnst eiginlega mest gaman að gefa út á Þorláksmessu og ég gerði það einu sinni. En það fór svo að ég eiginlega gaf öll eintökin. Hún hét Sjáðu, sjáðu mig – það er eina leiðin til þess að elska mig. Hún var ort upp úr snjóflóðunum á Súðavík og Flateyri og þá tengdi ég einhvern veginn við snjóflóðin í mínu eigin lífi. Fólk var reyndar mjög hrifið af þessari bók en ég gaf öll eintökin og Ísafold gaf mér prentunina.“Jafningjar í Melabúðinni Eins og oft áður er Elísabet þessa dagana í Melabúðinni að selja bækur sínar fyrir jólin og hún segir að það hafi reynst sér ansi vel. „Hann Pétur í Melabúðinni er náttúrulega algjör öðlingur. Hann hefur ekkert verið að rukka mig um sölulaun eða neitt slíkt. Við erum þarna bara á jafningjagrunni og okkur finnst báðum jafn mikill heiður að fá að vera með bók þarna. Það er eiginlega eins og að vera með leikhús að vera þarna. Enda mikið af góðu fólki sem leggur leið sína í Melabúðina og það er alltaf langsöluhæsta búðin hjá mér. Þetta eru mikið til fastakúnnar sem koma til mín og segja að þeir geti ekkert verið að halda jól án þess að ég komi með bók og mæti í Melabúðina.“Eyra á bakka „Annars ætlaði ég ekkert að vera með bók þessi jólin, Ufsaklettur er búinn að vera að skila sínu í ár, en svo varð þessi saga til. Hryðjuverkaárásarnar í París og stríðið í Sýrlandi koma þarna við sögu og eins og Jón Óskar, vinur minn og kápugerðarmaður, benti á þá vantar oft að íslenskir höfundar séu að fjalla um hlutina þegar þeir eru að gerast. Þannig að þetta einhvern veginn hentaði þó svo að bókin sé alls ekki bara um þetta. En í bókinni kemur lítil stúlka og gefur manneskju eyra á bakka – á Eyrarbakka og í eyranu heyrist um heim allan. Það heyrist í Sýrlandi, það heyrist í París, það heyrist í Litla-Hrauni og víðar að. Þetta er svona alheimseyra. En þetta er svona um það hvað ég er orðin þreytt á þessu glápi. Við þurfum að hætta að glápa og byrja að hlusta. Þröstur Leó leikari kenndi mér að hlusta og það er svo nærandi að hlusta og maður fyllist orku við það að leggja við hlustir.“Eyðandi listamaður Þrátt fyrir þetta þá sér Elísabet sig ekki sem pólitískan höfund í strangasta skilningi þess orðs. „Nei, en ég er pólitísk að því leyti að ég reyni alltaf að segja satt. En ég er ekkert svona sjálfstæðis eða vinstri grænna heldur er ég alltaf í stjórnarandstöðu. Ég var einu sinni í stjórn Geðhjálpar og þá var ég á móti stjórninni. Svo var ég í Listaháskólanum og þá var ég einhvern veginn alltaf á móti líka. En ég segi líka að ég sé eyðandi listamaður, ég er orðin mjög þreytt á þessu skapandi og er búin að skrifa grein um það. En ég er soldið þreytt á því þegar hlutirnir eru bara svona á einn veginn. Ef ég ýti aldrei á delete takkann þá er ekki von á góðu. Það er nefnilega skapandi að ýta stundum á delete. Það verður að vera einhver sláttur þarna á milli. Skapandi og eyðandi er taktur sem verður að fá að dynja. Mamma kenndi mér það að um leið og einhver hlutur er orðinn fastur þá þarf að reyna að losa hann. Nú er þetta skapandi orðið fasti og þá þarf að hnika við því.“Biluð og skapandi Upphaflega átti Anna á Eyrarbakka að vera barnasaga en það fór þó ekki þannig. „Ég ætlaði að skrifa barnasögu um kvíðann, af því að sum barnabörnin mín voru illa haldin af kvíða og ég vildi hjálpa þeim, en svo komst ég að því við skriftirnar að ég fæ sjálf mjög slæm kvíðaköst. Ég þurfti til að mynda að komast út af fundi um daginn því ég var viss um að hundarnir væru búnir að borða geðlyfin mín,“ segir Elísabet og skellihlær. „Ég hafði oft fengið svona áður en ég vissi ekki að þetta væri kvíðakast. Ég hélt að þetta væri bara af því að ég er svo biluð og skapandi. En allavegana, þá skrifaði þessa litla saga sig eiginlega sjálf og þegar ég fór að fikta í henni þá reyndist vera meira undir steinunum eins og gengur. Þá lendir maður sem höfundur í því hvað eigi að gera við verkið. Á maður að skrifa þrjú hundruð síðna skáldsögu eða að leyfa þessu að standa svona og slíkar vangaveltur? Ég á reyndar eftir að lesa bókina og þegar ég er búin að því þá kemst ég kannski að því að það hefði verið leiðin. En að þessu sinni þá var þetta niðurstaðan og vonandi á hún eftir að finna lesendur.“
Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira