Nýtt skip á Akranesi lyftistöng fyrir sjávarútveginn Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 23. desember 2015 10:00 Mikill fjöldi mætti við höfnina á Akranesi til þess að fylgjast með athöfninni. mynd/Skessuhorn Skipið Víkingur AK 100 var vígt í Akraneshöfn síðastliðinn mánudag við mikinn fögnuð. Fjöldi fólks mætti til þess að berja skipið augum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, setti athöfnina, bauð gesti velkomna og sagði frá skipinu sem er annað tveggja nýrra uppsjávarskipa sem HB Grandi tekur í notkun á þessu ári. Víkingur er 81,19 metra langur og 17 metrar á breidd og var smíðaður í Tyrklandi. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akranesbæjar, segir Víking vera samofinn sögu Akraness. „Þetta er fjórði Víkingur sem kemur í höfnina. Sá síðasti kom 1960 en hann var seldur í brotajárn í fyrra. Nýja skipið er hið glæsilegasta og með flottum vistarverum. Það var mjög mikið af fólki mætt á athöfnina enda er þetta gríðarlega mikil lyftistöng fyrir sjávarútveg á Akranesi. Við bindum miklar vonið við skipið og áhöfnina.“ Haraldur Böðvarsson lét smíða skip með nafninu Víkingur MB 2 í Lambhúsasundi á Akranesi árið 1913 og var það og Valur MB 1 fyrstu skipin sem voru smíðuð þar. Nýr Víkingur kom svo tuttugu árum síðar eða 1933 þegar fyrirtækið keypti nýtt skip sem var smíðað í Friðrikssundi í Danmörku og var nefnt Víkingur MB 80. Þriðja skipið með þessu nafni, Víkingur AK 100, kom til heimahafnar í október 1960.Víkingur AK 100 er stórt og glæsilegt skip.Það gerist ekki á hverjum degi að Akranesbúar eignist nýtt skip. Þessu fylgir mikil gleði og það var fjöldi manns sem mætti á höfnina og til þess að skoða skipið en það var opið fyrir almenning síðar um daginn og fengu gestirnir að skoða það að innan. Þetta er stór stund fyrir Akurnesinga,“ segir Regína en hún flutti ávarp við athöfnina og færði Alberti Sveinssyni skipstjóra gjöf frá Akraneskaupstað. Gjöfin var málverk af gamla vitanum á Breið eftir myndlistarmanninn Bjarna Þór. Afhending gjafarinnar er táknræn þar sem vitinn vísar veginn heim. Einar Guðfinnsson, forseti Alþingis, var viðstaddur athöfnina en hann flutti ávarp um mikilvægi fiskveiðistjórnunarkerfisins fyrir sjávarútveg á Íslandi. Karlakórinn Svanir söng frumsamið lag eftir Valgerði Jónsdóttur um systurnar söltu. Steinunn Ósk Guðmundsdóttir gaf skipinu nafn með hefðbundnum hætti og séra Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur blessaði skipið og áhöfnina. Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Skipið Víkingur AK 100 var vígt í Akraneshöfn síðastliðinn mánudag við mikinn fögnuð. Fjöldi fólks mætti til þess að berja skipið augum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, setti athöfnina, bauð gesti velkomna og sagði frá skipinu sem er annað tveggja nýrra uppsjávarskipa sem HB Grandi tekur í notkun á þessu ári. Víkingur er 81,19 metra langur og 17 metrar á breidd og var smíðaður í Tyrklandi. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akranesbæjar, segir Víking vera samofinn sögu Akraness. „Þetta er fjórði Víkingur sem kemur í höfnina. Sá síðasti kom 1960 en hann var seldur í brotajárn í fyrra. Nýja skipið er hið glæsilegasta og með flottum vistarverum. Það var mjög mikið af fólki mætt á athöfnina enda er þetta gríðarlega mikil lyftistöng fyrir sjávarútveg á Akranesi. Við bindum miklar vonið við skipið og áhöfnina.“ Haraldur Böðvarsson lét smíða skip með nafninu Víkingur MB 2 í Lambhúsasundi á Akranesi árið 1913 og var það og Valur MB 1 fyrstu skipin sem voru smíðuð þar. Nýr Víkingur kom svo tuttugu árum síðar eða 1933 þegar fyrirtækið keypti nýtt skip sem var smíðað í Friðrikssundi í Danmörku og var nefnt Víkingur MB 80. Þriðja skipið með þessu nafni, Víkingur AK 100, kom til heimahafnar í október 1960.Víkingur AK 100 er stórt og glæsilegt skip.Það gerist ekki á hverjum degi að Akranesbúar eignist nýtt skip. Þessu fylgir mikil gleði og það var fjöldi manns sem mætti á höfnina og til þess að skoða skipið en það var opið fyrir almenning síðar um daginn og fengu gestirnir að skoða það að innan. Þetta er stór stund fyrir Akurnesinga,“ segir Regína en hún flutti ávarp við athöfnina og færði Alberti Sveinssyni skipstjóra gjöf frá Akraneskaupstað. Gjöfin var málverk af gamla vitanum á Breið eftir myndlistarmanninn Bjarna Þór. Afhending gjafarinnar er táknræn þar sem vitinn vísar veginn heim. Einar Guðfinnsson, forseti Alþingis, var viðstaddur athöfnina en hann flutti ávarp um mikilvægi fiskveiðistjórnunarkerfisins fyrir sjávarútveg á Íslandi. Karlakórinn Svanir söng frumsamið lag eftir Valgerði Jónsdóttur um systurnar söltu. Steinunn Ósk Guðmundsdóttir gaf skipinu nafn með hefðbundnum hætti og séra Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur blessaði skipið og áhöfnina.
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira