Annasamt ár hjá Of Monsters And Men Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. desember 2015 10:00 Of Monsters and Men leikur hér á Austin City Limits Music Festival í október. mynd/Shane Timm Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur haft í nógu að snúast á árinu en sveitin hefur komið víða við á tónleikaferð sinni. Fréttablaðið ákvað að fara yfir árið hjá hljómsveitinni og má með sanni segja að árið sé það stærsta í sögu hennar. Óteljandi tónleikar um heim allan, framkoma í vinsælum sjónvarpsþáttum og tilnefning til Grammy-verðlauna er á meðal þess sem stendur upp úr á árinu hjá OMAM. Þetta viðburðaríkt ár hófst með útgáfu plötunnar Beneath the Skin í júní, platan er jafnframt önnur breiðskífa sveitarinnar. Platan fór sigurför á topplistum víða um heim og fór meðal annars í 1. sæti á iTunes og í 3. sæti á Billboard-listanum í júní. Of Monsters and Men eftir tónleika sína í hinni víðfrægu Brixton Academy tónleikahöll.mynd/Shane Timm Tónlist OMAM í sjónvarpi Sveitin var iðin við að spila í sjónvarpi og kom fram í sumum af stærstu sjónvarpsþáttum Bandaríkjanna. Tónlist sveitarinnar hefur einnig ratað á hvíta tjaldið á árinu en hún átti lag í stiklu fyrir teiknimyndina The Good Dinosaur og einnig í stiklu fyrir þættina Jessica Jones og Supergirl. Þá kemur sveitin einnig fram í sjöttu seríunni af Game of Thrones. Hér að neðan eru nokkur nöfn á þáttum þar sem sveitin hefur átt tónlist í.The Tonight Show with Jimmy FallonGood Morning AmericaThe Ellen Degeneres ShowThe Good DinosaurJessica JonesSupergirlOMAM spilaði á tónleikum í löndum á borð við Bandaríkin, Kanada, Ástralíu, Japan, Bretland, Ísland og fleiri lönd í Evrópu.Of Monsters and Men er hér á sviðinu í The Forum í desember í Los Angele.mynd/gettyÞrennir uppseldir tónleikar í New York OMAM hefur verið á tónleikaferð um heim allan undanfarna átta mánuði. Af þeim óteljandi tónleikum sem sveitin hefur leikið á standa nokkrir upp úr. Þrennir uppseldir tónleikar í New York eru meðal þeirra sem standa upp úr, tvennir í Beacon Theatres og í Kings Theatre. Einnig tónleikar í The Greek Theatres í Los Angeles og San Francisco, ásamt öllum uppseldu tónleikunum í Bretlandi þar af tvennum í hinni víðfrægu Brixton Academy tónleikahöll. Þá kom OMAM fram á nokkrum af helstu tónlistarhátíðum heimsins og má þar nefna Lollapalooza, Sasquatch, Austin City Limits Festival, Squamish og Splendor in the Grass. Það getur verið heldur erfitt að slumpa á þá tölu hve margir einstaklingar hafi séð sveitina á tónleikum á árinu. Það eru allavega mörg þúsund manns. Það var uppselt á flesta tónleikana þar sem OMAM var aðalnúmerið, á tónleikastöðum sem tóku um fimm til tíu þúsund. Hún kom meðal annars fram á tvennum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu í ágúst. OMAM var einnig aðalnúmerið í mörgum útvarpsþáttum og spilaði á fjölmörgum tónlistarhátíðum þar sem þúsundir gesta sáu sveitina.Grammy-tilnefning Hljómsveitin hlaut á dögunum tilnefningu til Grammy-verðlaunanna í flokki umbúðahönnunar á viðhafnarútgáfum fyrir Beneath the Skin en Leif Podhasky var listrænn stjórnandi verksins og hannaði og vann verkið. Árið 2016 lítur vel út fyrir íslensku sveitina en hún heimsækir meðal annars Suður-Afríku, Suður Ameríku, Ástralíu, Suðaustur-Asíu og fleiri staði á næsta ári, ásamt fleiri stöðum sem hafa ekki verið tilkynntir.Heima um jólin Meðlimir sveitarinnar eru nú komnir heim til Íslands og fá þau verðskuldað frí um hátíðarnar enda hafa þetta hafa verið langir átta mánuðir af nánast pásulausu tónleikahaldi. Að lokum vildi Fréttablaðið skyggnast á bak við tjöldin og athuga hvað meðlimir OMAM snæddu á aðfangadagskvöld.Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Brynjar Leifsson borðuðu hamborgarhrygg.Kristján Páll Kristjánsson snæddi hreindýr.Ragnar Þórhallsson fékk sér hnetusteik.Arnar Rósenkranz Hilmarsson borðaði kalkúnabringu og rjúpu. Game of Thrones Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira
Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur haft í nógu að snúast á árinu en sveitin hefur komið víða við á tónleikaferð sinni. Fréttablaðið ákvað að fara yfir árið hjá hljómsveitinni og má með sanni segja að árið sé það stærsta í sögu hennar. Óteljandi tónleikar um heim allan, framkoma í vinsælum sjónvarpsþáttum og tilnefning til Grammy-verðlauna er á meðal þess sem stendur upp úr á árinu hjá OMAM. Þetta viðburðaríkt ár hófst með útgáfu plötunnar Beneath the Skin í júní, platan er jafnframt önnur breiðskífa sveitarinnar. Platan fór sigurför á topplistum víða um heim og fór meðal annars í 1. sæti á iTunes og í 3. sæti á Billboard-listanum í júní. Of Monsters and Men eftir tónleika sína í hinni víðfrægu Brixton Academy tónleikahöll.mynd/Shane Timm Tónlist OMAM í sjónvarpi Sveitin var iðin við að spila í sjónvarpi og kom fram í sumum af stærstu sjónvarpsþáttum Bandaríkjanna. Tónlist sveitarinnar hefur einnig ratað á hvíta tjaldið á árinu en hún átti lag í stiklu fyrir teiknimyndina The Good Dinosaur og einnig í stiklu fyrir þættina Jessica Jones og Supergirl. Þá kemur sveitin einnig fram í sjöttu seríunni af Game of Thrones. Hér að neðan eru nokkur nöfn á þáttum þar sem sveitin hefur átt tónlist í.The Tonight Show with Jimmy FallonGood Morning AmericaThe Ellen Degeneres ShowThe Good DinosaurJessica JonesSupergirlOMAM spilaði á tónleikum í löndum á borð við Bandaríkin, Kanada, Ástralíu, Japan, Bretland, Ísland og fleiri lönd í Evrópu.Of Monsters and Men er hér á sviðinu í The Forum í desember í Los Angele.mynd/gettyÞrennir uppseldir tónleikar í New York OMAM hefur verið á tónleikaferð um heim allan undanfarna átta mánuði. Af þeim óteljandi tónleikum sem sveitin hefur leikið á standa nokkrir upp úr. Þrennir uppseldir tónleikar í New York eru meðal þeirra sem standa upp úr, tvennir í Beacon Theatres og í Kings Theatre. Einnig tónleikar í The Greek Theatres í Los Angeles og San Francisco, ásamt öllum uppseldu tónleikunum í Bretlandi þar af tvennum í hinni víðfrægu Brixton Academy tónleikahöll. Þá kom OMAM fram á nokkrum af helstu tónlistarhátíðum heimsins og má þar nefna Lollapalooza, Sasquatch, Austin City Limits Festival, Squamish og Splendor in the Grass. Það getur verið heldur erfitt að slumpa á þá tölu hve margir einstaklingar hafi séð sveitina á tónleikum á árinu. Það eru allavega mörg þúsund manns. Það var uppselt á flesta tónleikana þar sem OMAM var aðalnúmerið, á tónleikastöðum sem tóku um fimm til tíu þúsund. Hún kom meðal annars fram á tvennum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu í ágúst. OMAM var einnig aðalnúmerið í mörgum útvarpsþáttum og spilaði á fjölmörgum tónlistarhátíðum þar sem þúsundir gesta sáu sveitina.Grammy-tilnefning Hljómsveitin hlaut á dögunum tilnefningu til Grammy-verðlaunanna í flokki umbúðahönnunar á viðhafnarútgáfum fyrir Beneath the Skin en Leif Podhasky var listrænn stjórnandi verksins og hannaði og vann verkið. Árið 2016 lítur vel út fyrir íslensku sveitina en hún heimsækir meðal annars Suður-Afríku, Suður Ameríku, Ástralíu, Suðaustur-Asíu og fleiri staði á næsta ári, ásamt fleiri stöðum sem hafa ekki verið tilkynntir.Heima um jólin Meðlimir sveitarinnar eru nú komnir heim til Íslands og fá þau verðskuldað frí um hátíðarnar enda hafa þetta hafa verið langir átta mánuðir af nánast pásulausu tónleikahaldi. Að lokum vildi Fréttablaðið skyggnast á bak við tjöldin og athuga hvað meðlimir OMAM snæddu á aðfangadagskvöld.Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Brynjar Leifsson borðuðu hamborgarhrygg.Kristján Páll Kristjánsson snæddi hreindýr.Ragnar Þórhallsson fékk sér hnetusteik.Arnar Rósenkranz Hilmarsson borðaði kalkúnabringu og rjúpu.
Game of Thrones Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Sjá meira