Suzuki stökkmús á 1,6 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2015 13:34 Suzuki Alto Works. Suzuki er þekkt fyrir framleiðslu lítilla en vel smíðaðra og oft á tíðum mjög skemmtilegra bíla. Segja má að Suzuki sé að toppa sig í þeim fræðum með þessum Alto Works bíl með forþjöppudrifna þriggja strokka vél og fjórhjóladrif. Vélin er ekki skráð fyrir nema 64 hestöflum sem kemur aðeins úr 0,66 lítra sprengirými og því flokkast þessi mús sem kei-bíll og nýtur skattfríðinda í Japan. Þar sem hann vegur aðeins 670 kíló þá samsvarað það 192 hestöflum í tveggja tonna bíl, sem þætti ekkert lítið. Hann er svo smár bíll að hann er minni en þriggja hurða Mini. Alto Works mun bara fást með 5 gíra beinskiptingu með “shortshift” í takti við sportlega eiginleika bílsins og stífa fjöðrun. Hann kemur á 15 tommu svörtum álfelgum, með Recaro sportsætum, pedölum úr rispuðu stáli og rauðstagaðri innréttingu. Þessi snaggaralegi bíll mun aðeins fást í heimalandinu Japan og er það synd. Bílinn má kaupa á um 1,6 milljónir króna þar, sem vart telst hátt verð fyrir fjórhjóladrifinn forþjöppubíl með mikla sporteiginleika. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent
Suzuki er þekkt fyrir framleiðslu lítilla en vel smíðaðra og oft á tíðum mjög skemmtilegra bíla. Segja má að Suzuki sé að toppa sig í þeim fræðum með þessum Alto Works bíl með forþjöppudrifna þriggja strokka vél og fjórhjóladrif. Vélin er ekki skráð fyrir nema 64 hestöflum sem kemur aðeins úr 0,66 lítra sprengirými og því flokkast þessi mús sem kei-bíll og nýtur skattfríðinda í Japan. Þar sem hann vegur aðeins 670 kíló þá samsvarað það 192 hestöflum í tveggja tonna bíl, sem þætti ekkert lítið. Hann er svo smár bíll að hann er minni en þriggja hurða Mini. Alto Works mun bara fást með 5 gíra beinskiptingu með “shortshift” í takti við sportlega eiginleika bílsins og stífa fjöðrun. Hann kemur á 15 tommu svörtum álfelgum, með Recaro sportsætum, pedölum úr rispuðu stáli og rauðstagaðri innréttingu. Þessi snaggaralegi bíll mun aðeins fást í heimalandinu Japan og er það synd. Bílinn má kaupa á um 1,6 milljónir króna þar, sem vart telst hátt verð fyrir fjórhjóladrifinn forþjöppubíl með mikla sporteiginleika.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent