Prince leyfir veröldinni loksins að heyra útgáfuna hans af Creep Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2015 10:54 Prince hefur þótt ansi sérlundaður en virðist vera að mildast í afstöðu sinni er varðar birtingu tónlistar hans á netinu. Vísir/Getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Prince hefur ákveðið að leyfa veröldinni að heyra útgáfuna sína af Radiohead-laginu Creep sem hann flutti á Coachella-tónlistarhátíðinni árið 2008. Fáir áttu von á þessu útspili Prince að flytja lagið en svo fór að þessi uppákoma var aðeins aðgengileg í minningum þeirra sem voru viðstaddir tónleikana.Prince ákvað fyrir nokkrum árum að fjarlægja alla tónlist sína af Internetinu og lýsti því yfir í viðtali árið 2010 að Internetið væri ekki lengur kúl. „Internetið er algjörlega búið. Ég sé ekki af hverju ég á að gefa iTunes nýju tónlistina mína eða einhverjum öðrum. Þeir neita að borga mér fyrir fram og verða reiðir ef þeir fá ekki tónlistaina mína. Internetið er eins og MTV. Einu sinni var MTV kúl en með tímanum varð það glatað. Hvað um það, allar þessar tölvur og stafrænu tæki eru ekki til góðs. Þau fylla huga okkar af tölum og það getur ekki verið gott,“ sagði Prince við NME-tímaritið árið 2010. Hann hefur þó mildast töluvert í þessari afstöðu sinni síðustu ár en þó bólaði ekkert á þessari útgáfu hans af Creep með Radiohead. Meira segja söngvari sveitarinnar Thom Yorke, sem líkti nýverið myndbandavefnum YouTube við listaverkaþjófnaðinn sem átti sér stað í seinni heimsstyrjöldinni, hafði reynt að fá Prince til að setja þessa útgáfu af Creep á netið. Yorke benti á að Prince hefði tæplega rétt á því að banna birtingu myndbandsins vegna höfundaréttarlaga, þar sem hann hefði hvorki samið lagið né ætti hann myndbandið. Aðdáendur Prince voru hins vegar bænheyrði á mánudag þegar hann deildi myndbandinu af laginu á Twitter sem heyra má hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Prince hefur ákveðið að leyfa veröldinni að heyra útgáfuna sína af Radiohead-laginu Creep sem hann flutti á Coachella-tónlistarhátíðinni árið 2008. Fáir áttu von á þessu útspili Prince að flytja lagið en svo fór að þessi uppákoma var aðeins aðgengileg í minningum þeirra sem voru viðstaddir tónleikana.Prince ákvað fyrir nokkrum árum að fjarlægja alla tónlist sína af Internetinu og lýsti því yfir í viðtali árið 2010 að Internetið væri ekki lengur kúl. „Internetið er algjörlega búið. Ég sé ekki af hverju ég á að gefa iTunes nýju tónlistina mína eða einhverjum öðrum. Þeir neita að borga mér fyrir fram og verða reiðir ef þeir fá ekki tónlistaina mína. Internetið er eins og MTV. Einu sinni var MTV kúl en með tímanum varð það glatað. Hvað um það, allar þessar tölvur og stafrænu tæki eru ekki til góðs. Þau fylla huga okkar af tölum og það getur ekki verið gott,“ sagði Prince við NME-tímaritið árið 2010. Hann hefur þó mildast töluvert í þessari afstöðu sinni síðustu ár en þó bólaði ekkert á þessari útgáfu hans af Creep með Radiohead. Meira segja söngvari sveitarinnar Thom Yorke, sem líkti nýverið myndbandavefnum YouTube við listaverkaþjófnaðinn sem átti sér stað í seinni heimsstyrjöldinni, hafði reynt að fá Prince til að setja þessa útgáfu af Creep á netið. Yorke benti á að Prince hefði tæplega rétt á því að banna birtingu myndbandsins vegna höfundaréttarlaga, þar sem hann hefði hvorki samið lagið né ætti hann myndbandið. Aðdáendur Prince voru hins vegar bænheyrði á mánudag þegar hann deildi myndbandinu af laginu á Twitter sem heyra má hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Sjá meira