Fjarvera Jóns Arnórs í Atvinnumönnunum: „Ég bauð Jóni Arnóri að vera með sem var skrýtið fyrir mig“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2015 11:47 Jón Arnór fór á kostum með íslenska landsliðsinu á EM í Berlín í haust. Vísir/Valli Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins árið 2014, er ekki á meðal þeirra íþróttamanna sem tekið er hús á í annarri þáttaröð af sjónvarpsþáttunum Atvinnumönnunum okkar. Eins og í fyrstu þáttaröðinni sækir Auðunn Blöndal atvinnufólk Íslands í íþróttum erlendis heim og segist hann í viðtali við Harmageddon hafa boðið Jóni Arnóri að vera með. Það hafi ekki verið auðvelt fyrir sig. „Það var erfitt núna,“ segir Auðunn. „Ég var búinn að hugsa að það gæti orðið vandræðalegt. Hann er giftur fyrrverandi kærustu minni til nokkurra ára.“Sjá einnig: Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Vísar Auðunn þar til Lilju Bjarkar Guðmundsdóttur, eiginkonu Jóns Arnórs. Þau Jón Arnór og Lilja giftu sig sem kunnugt er í sumar. Auðunn Blöndal segist hafa boðið Jóni Arnóri að vera með. Hann væri klár ef Jón væri klár.Vísir/Pjetur Tímsetningin hentaði ekki Auðunn segist hafa pælt mikið í því hvort Jón Arnór þyrfti ekki að vera í þáttunum og hvernig hann ætti að gera það. „Svo hugsaði ég fyrir nokkrum mánuðum að það væri kominn tími á að sína smá þroska. Hann er stórkostlegur íþróttamaður,“ segir Auðunn. Hann ræddi málin við Huga Halldórsson, sem framleiðir þættina, sem bauð Jóni Arnóri að vera með. Skilaboðin hefðu verið að hann væri til ef Jón Arnór væri til. Körfuknattleiksmaðurinn þáði hins vegar ekki boðið þar sem tímasetningin hentaði ekki. Jón Arnór samdi á dögunum út tímabilið við Valencia á Spáni en liðinu hefur gengið frábærlega á yfirstanandi tímabili. Upphaflega samdi Jón Arnór hins vegar aðeins til þriggja mánaða sem var því eins konar prufutímabil þar sem hann sýndi sig og sannaði í von um lengri samning - sem gekk eftir. Hrósað fyrir þroska í fyrsta skipti Auðunn upplýsir að Jóni Arnóri hafi ekki þótt það vera þægilegur tími til að fá Auðunn í heimsókn með tökulið enda á fullu að berjast fyrir tilverurétti sínum auk þess sem hann bjó á hóteli en fjölskyldan á Íslandi. „Hann afþakkaði að þessu sinni,“ segir Auðunn. Auðunn segir að þetta sé í fyrsta skipti sem einhverjir félagar hans hrósi honum fyrir þroska, að hafa boðið Jóni að vera með. „Það hefði verið mjög steikt að labba um einhverja tveggja hæða villu á Spáni og segja: „Jæja Lilja, það má segja að þú hafir valið rétt.“ Í annarri þáttaröð heimsækir Auðunn Aron Einar Gunnarsson, Gylfa Þór Sigurðsson, Söru Björk Gunnarsdóttur, Kolbein Sigþórsson, Emil Hallfreðsson og Aron Pálmarsson sem verður í fyrsta þættinum á sunnudag klukkan 20:05 á Stöð 2. Að neðan má hlusta á viðtal Harmageddon við Auðunn. Atvinnumennirnir okkar Tengdar fréttir Benni Guðmunds: Ekki margir sem hefðu haft sjálfstraust til að yfirgefa Dallas "Þegar ég heyrði fyrst af þessu Dallas dæmi, að þeir væru áhugasamir, þá varð maður náttúrulega glaðari en ég veit ekki hvað,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Jóns Arnórs Stefánssonar í yngri flokkum KR. 19. september 2015 19:00 Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 Jón Arnór var hræddur um að finna ekki leikgleðina aftur eftir EM Jón Arnór Stefánsson segist ennþá vera að jafna sig eftir Evrópumótið í síðasta mánuði þar sem íslenska körfuboltalandsliðið steig sín fyrstu skref meðal bestu körfuboltaþjóða Evrópu. Jón Arnór fékk samning í hendurnar eftir síðast leik Íslands á Eurobasket. 5. október 2015 17:00 Frú Ingigerður var umboðsmaður Jóns Arnórs í æsku "Mamma tók símtalið á Benna og lét hann heyra það,“ segir Jón Arnór Stefánsson. 19. september 2015 15:00 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins árið 2014, er ekki á meðal þeirra íþróttamanna sem tekið er hús á í annarri þáttaröð af sjónvarpsþáttunum Atvinnumönnunum okkar. Eins og í fyrstu þáttaröðinni sækir Auðunn Blöndal atvinnufólk Íslands í íþróttum erlendis heim og segist hann í viðtali við Harmageddon hafa boðið Jóni Arnóri að vera með. Það hafi ekki verið auðvelt fyrir sig. „Það var erfitt núna,“ segir Auðunn. „Ég var búinn að hugsa að það gæti orðið vandræðalegt. Hann er giftur fyrrverandi kærustu minni til nokkurra ára.“Sjá einnig: Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Vísar Auðunn þar til Lilju Bjarkar Guðmundsdóttur, eiginkonu Jóns Arnórs. Þau Jón Arnór og Lilja giftu sig sem kunnugt er í sumar. Auðunn Blöndal segist hafa boðið Jóni Arnóri að vera með. Hann væri klár ef Jón væri klár.Vísir/Pjetur Tímsetningin hentaði ekki Auðunn segist hafa pælt mikið í því hvort Jón Arnór þyrfti ekki að vera í þáttunum og hvernig hann ætti að gera það. „Svo hugsaði ég fyrir nokkrum mánuðum að það væri kominn tími á að sína smá þroska. Hann er stórkostlegur íþróttamaður,“ segir Auðunn. Hann ræddi málin við Huga Halldórsson, sem framleiðir þættina, sem bauð Jóni Arnóri að vera með. Skilaboðin hefðu verið að hann væri til ef Jón Arnór væri til. Körfuknattleiksmaðurinn þáði hins vegar ekki boðið þar sem tímasetningin hentaði ekki. Jón Arnór samdi á dögunum út tímabilið við Valencia á Spáni en liðinu hefur gengið frábærlega á yfirstanandi tímabili. Upphaflega samdi Jón Arnór hins vegar aðeins til þriggja mánaða sem var því eins konar prufutímabil þar sem hann sýndi sig og sannaði í von um lengri samning - sem gekk eftir. Hrósað fyrir þroska í fyrsta skipti Auðunn upplýsir að Jóni Arnóri hafi ekki þótt það vera þægilegur tími til að fá Auðunn í heimsókn með tökulið enda á fullu að berjast fyrir tilverurétti sínum auk þess sem hann bjó á hóteli en fjölskyldan á Íslandi. „Hann afþakkaði að þessu sinni,“ segir Auðunn. Auðunn segir að þetta sé í fyrsta skipti sem einhverjir félagar hans hrósi honum fyrir þroska, að hafa boðið Jóni að vera með. „Það hefði verið mjög steikt að labba um einhverja tveggja hæða villu á Spáni og segja: „Jæja Lilja, það má segja að þú hafir valið rétt.“ Í annarri þáttaröð heimsækir Auðunn Aron Einar Gunnarsson, Gylfa Þór Sigurðsson, Söru Björk Gunnarsdóttur, Kolbein Sigþórsson, Emil Hallfreðsson og Aron Pálmarsson sem verður í fyrsta þættinum á sunnudag klukkan 20:05 á Stöð 2. Að neðan má hlusta á viðtal Harmageddon við Auðunn.
Atvinnumennirnir okkar Tengdar fréttir Benni Guðmunds: Ekki margir sem hefðu haft sjálfstraust til að yfirgefa Dallas "Þegar ég heyrði fyrst af þessu Dallas dæmi, að þeir væru áhugasamir, þá varð maður náttúrulega glaðari en ég veit ekki hvað,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Jóns Arnórs Stefánssonar í yngri flokkum KR. 19. september 2015 19:00 Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 Jón Arnór var hræddur um að finna ekki leikgleðina aftur eftir EM Jón Arnór Stefánsson segist ennþá vera að jafna sig eftir Evrópumótið í síðasta mánuði þar sem íslenska körfuboltalandsliðið steig sín fyrstu skref meðal bestu körfuboltaþjóða Evrópu. Jón Arnór fékk samning í hendurnar eftir síðast leik Íslands á Eurobasket. 5. október 2015 17:00 Frú Ingigerður var umboðsmaður Jóns Arnórs í æsku "Mamma tók símtalið á Benna og lét hann heyra það,“ segir Jón Arnór Stefánsson. 19. september 2015 15:00 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Laufey á lista Obama Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
Benni Guðmunds: Ekki margir sem hefðu haft sjálfstraust til að yfirgefa Dallas "Þegar ég heyrði fyrst af þessu Dallas dæmi, að þeir væru áhugasamir, þá varð maður náttúrulega glaðari en ég veit ekki hvað,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari Jóns Arnórs Stefánssonar í yngri flokkum KR. 19. september 2015 19:00
Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15
Jón Arnór var hræddur um að finna ekki leikgleðina aftur eftir EM Jón Arnór Stefánsson segist ennþá vera að jafna sig eftir Evrópumótið í síðasta mánuði þar sem íslenska körfuboltalandsliðið steig sín fyrstu skref meðal bestu körfuboltaþjóða Evrópu. Jón Arnór fékk samning í hendurnar eftir síðast leik Íslands á Eurobasket. 5. október 2015 17:00
Frú Ingigerður var umboðsmaður Jóns Arnórs í æsku "Mamma tók símtalið á Benna og lét hann heyra það,“ segir Jón Arnór Stefánsson. 19. september 2015 15:00