Förðun er eitt form tjáningar Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 10. desember 2015 14:16 Jólaförðun. Lovísa er sérstaklega hrifin af gylltu í kringum augu og rauðum vörum. myndir/makeupbylovisa Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir hefur nýlokið námi í förðunarfræðum en þar á undan kláraði hún stjórnmálafræði. Hún segir förðun miklu meira en bara tól til að gera sig fína og fjölbreytileikinn sé allsráðandi.„Ég lærði förðun hjá snillingunum í Reykjavík Make up School. Metnaður þeirra í garð nemenda er aðdáunarverður og ég sé ekki eftir að hafa valið þann skóla,“ segir Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, nýútskrifaður förðunarfræðingur og forfallin áhugamanneskja um förðun.Lovísa er einnig stjórnmálafræðingur og segir stjórnmál og förðun fara vel saman. „Stjórnmálafræði er hálfgerð samfélagsfræði. Ég fylgist vel með málefnum líðandi stundar og það getur komið sér vel þegar kúnnar koma í förðun, það er auðvelt að finna eitthvað til að tala um. Ég fæ útrás á Snapchat-aðganginum mínum um förðun svo vinir mínir í háskólanum þurfa ekki að hlusta á mig blaðra endalaust um förðunar- og snyrtivörur,“ segir Lovísa sposk en hún stundar nú nám í fjölmiðla- og boðskiptafræði við HÍ.Fylgjast má með förðun Lovísu á öllum helstu samfélagsmiðlum undir makeupbylovisa. En hvað er svona heillandi við förðun? „Förðun er svo miklu meira en bara tól til þess að gera sig fína, förðun er tjáningarleið og í dag er mikið svigrúm fyrir fjölbreytileika. Ég er sjálf mikið kameljón, get verið óförðuð marga daga í röð og mætt svo allt í einu með svartan varalit í skólann. Það er mikilvægt að vera bara maður sjálfur. Ég er líka ánægð með að fleiri og fleiri karlmenn koma sér á framfæri í förðunarheiminum, bæði sem förðunarfræðingar og svo þeir sem farða sig dags daglega og búa til myndbönd á YouTube.“Varst þú krakkinn sem stalst í snyrtidótið hennar mömmu? „Mamma átti aldrei mikið af snyrtidóti. Hún er svo náttúrulega falleg og frískleg. Líklega var það stjúpmóðir mín sem kom mér fyrst á bragðið þegar ég var unglingur, en það eru 10 ár á milli okkar í aldri og þegar ég var yngri var hún oft að taka sig til um helgar með alls konar litríku dóti. Síðustu ár hef ég verið að prófa mig áfram og stigið mörg feilspor en alltaf lært af þeim. Alls konar „special effect“-förðun heillar mig upp úr skónum þessa dagana, ég man varla skemmtilegri daga en þegar ég var að farða fyrir hrekkjavöku núna í október.“ Er einhver förðun í uppáhaldi hjá þér? „Ég hef alltaf verið rosalega hrifin af dökku smokey, mér finnst það svo seiðandi og kynþokkafull förðun. En ég get ekki sleppt því að minnast á gyllta augnförðun og rauðar varir, klassískt lúkk. Sagan segir líka að það sé jólaförðunin í ár.“Áttu einhverja uppáhalds förðunargræju? „BeautyBlender. Þessi undrasvampur er dásamlegt tól til þess að koma í veg fyrir rákir eftir bursta.“ Ef þú hefðir bara 5 mínútur fyrir galaveislu? „Ég myndi svitna og ofanda fyrstu 30 sekúndurnar. Í mókinu myndi ég laga augabrúnirnar, setja á mig léttan farða og skyggja andlitið og velja rauðan, fljótandi, mattan varalit. Svo maskari og stök augnhár til þess að fá smá náttúrulegan væng … Eru fimm mínútur liðnar?“ Jólafréttir Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Fleiri fréttir Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Sjá meira
Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir hefur nýlokið námi í förðunarfræðum en þar á undan kláraði hún stjórnmálafræði. Hún segir förðun miklu meira en bara tól til að gera sig fína og fjölbreytileikinn sé allsráðandi.„Ég lærði förðun hjá snillingunum í Reykjavík Make up School. Metnaður þeirra í garð nemenda er aðdáunarverður og ég sé ekki eftir að hafa valið þann skóla,“ segir Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, nýútskrifaður förðunarfræðingur og forfallin áhugamanneskja um förðun.Lovísa er einnig stjórnmálafræðingur og segir stjórnmál og förðun fara vel saman. „Stjórnmálafræði er hálfgerð samfélagsfræði. Ég fylgist vel með málefnum líðandi stundar og það getur komið sér vel þegar kúnnar koma í förðun, það er auðvelt að finna eitthvað til að tala um. Ég fæ útrás á Snapchat-aðganginum mínum um förðun svo vinir mínir í háskólanum þurfa ekki að hlusta á mig blaðra endalaust um förðunar- og snyrtivörur,“ segir Lovísa sposk en hún stundar nú nám í fjölmiðla- og boðskiptafræði við HÍ.Fylgjast má með förðun Lovísu á öllum helstu samfélagsmiðlum undir makeupbylovisa. En hvað er svona heillandi við förðun? „Förðun er svo miklu meira en bara tól til þess að gera sig fína, förðun er tjáningarleið og í dag er mikið svigrúm fyrir fjölbreytileika. Ég er sjálf mikið kameljón, get verið óförðuð marga daga í röð og mætt svo allt í einu með svartan varalit í skólann. Það er mikilvægt að vera bara maður sjálfur. Ég er líka ánægð með að fleiri og fleiri karlmenn koma sér á framfæri í förðunarheiminum, bæði sem förðunarfræðingar og svo þeir sem farða sig dags daglega og búa til myndbönd á YouTube.“Varst þú krakkinn sem stalst í snyrtidótið hennar mömmu? „Mamma átti aldrei mikið af snyrtidóti. Hún er svo náttúrulega falleg og frískleg. Líklega var það stjúpmóðir mín sem kom mér fyrst á bragðið þegar ég var unglingur, en það eru 10 ár á milli okkar í aldri og þegar ég var yngri var hún oft að taka sig til um helgar með alls konar litríku dóti. Síðustu ár hef ég verið að prófa mig áfram og stigið mörg feilspor en alltaf lært af þeim. Alls konar „special effect“-förðun heillar mig upp úr skónum þessa dagana, ég man varla skemmtilegri daga en þegar ég var að farða fyrir hrekkjavöku núna í október.“ Er einhver förðun í uppáhaldi hjá þér? „Ég hef alltaf verið rosalega hrifin af dökku smokey, mér finnst það svo seiðandi og kynþokkafull förðun. En ég get ekki sleppt því að minnast á gyllta augnförðun og rauðar varir, klassískt lúkk. Sagan segir líka að það sé jólaförðunin í ár.“Áttu einhverja uppáhalds förðunargræju? „BeautyBlender. Þessi undrasvampur er dásamlegt tól til þess að koma í veg fyrir rákir eftir bursta.“ Ef þú hefðir bara 5 mínútur fyrir galaveislu? „Ég myndi svitna og ofanda fyrstu 30 sekúndurnar. Í mókinu myndi ég laga augabrúnirnar, setja á mig léttan farða og skyggja andlitið og velja rauðan, fljótandi, mattan varalit. Svo maskari og stök augnhár til þess að fá smá náttúrulegan væng … Eru fimm mínútur liðnar?“
Jólafréttir Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Fleiri fréttir Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Sjá meira