Þetta er engin hallelúja samkoma Magnús Guðmundsson skrifar 11. desember 2015 10:00 Torfi K. Stefánsson Hjaltalín ritstýrði verkinu um Hallgrím Pétursson. Visir/Stefán Það leynist margt fróðlegt og skemmtilegt í útgáfu fræðibókmennta sem á vissulega fullt erindi til almennings. Ein af slíkum bókum er Hallgrímur Pétursson, safn ritgerða í tilefni 100 ára afmælis hans, sem kom nýverið út á vegum Flateyjarútgáfunnar. Ritstjóri verksins er Torfi K. Stefánsson Hjaltalín og hann segir að þarna sé að finna fjölbreytt safna ritgerða og einnig ljóða sem allir ættu vissulega að geta haft af bæði gagn og gleði. „Þetta er nú frekar alþýðlegt rit, þó svo þarna sé eitthvað fræðilegt, en það eru þarna fyrirlestrar sem voru fyrir almenning. Það eru líka ljóð í þessu sem voru samin í tengslum við Hallgrímshátíð í Hallgrímskirkju á sínum tíma og það er þarna sitthvað fróðlegt og skemmtilegt. Þannig að ég hallast nú að því að þetta eigi erindi til allra áhugasamra um Hallgrím og sögu kirkjunnar og kristni á Íslandi. Þetta er allt samofið enda voru öll skáld trúarskáld á sautjándu öldinni þegar Hallgrímur var okkar aðalskáld. Hallgrímur samdi samt auðvitað svo miklu meira en það sem var trúarlegt og það er farið inn á það í bókinni. Það er t.d. Grýlukvæði og barnagælur og hitt og þetta sem hefur lifað með þjóðinni. En það er fjölbreyttur hópur sem á efni í bókinni og efnið er í samræmi við það. Málið er að áhrifa Hallgríms gætir enn svo víða í íslenskri menningu. Þú ferð til í að mynda ekki öðruvísi í jarðaför en að það sé verið að syngja Allt eins og blómstrið eina. Þannig er til að mynda viðhorf okkar Íslendinga gagnvart dauðanum eitthvað sem hann hefur miðlað til okkar í gegnum þann sálm. Eins er það með margt í afstöðu til lífsins almennt sem við höfum sótt í gegnum Heilræðavísurnar og fleira efni sem var að finna í Skólaljóðunum á sínum tíma. Eins er það með mikið af því sem við notum sem bænir en margt af því er sótt í Passíusálmana, sem eru auðvitað hans mesta verk. En svo eru þjóðsögurnar um Hallgrím einnig dregnar fram. Hann er gerður að hinum hlýðandi Kristi í augum fólks; hann hafi verið svo fátækur og átt svo bágt og holdsveikur og allt þetta og það er aðeins verið að leika sér með þessa ímynd og upphafningu. Í bókinni eru bæði greinar sem eru fullar af lofi og svo líka aðrar þar sem er verið að gera smá grín að upphafningunni. Þetta er engin hallelúja samkoma. En ég held að fólk geti fengið nokkuð skýra mynd af Hallgrími með því að lesa þessa bók.“ Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Það leynist margt fróðlegt og skemmtilegt í útgáfu fræðibókmennta sem á vissulega fullt erindi til almennings. Ein af slíkum bókum er Hallgrímur Pétursson, safn ritgerða í tilefni 100 ára afmælis hans, sem kom nýverið út á vegum Flateyjarútgáfunnar. Ritstjóri verksins er Torfi K. Stefánsson Hjaltalín og hann segir að þarna sé að finna fjölbreytt safna ritgerða og einnig ljóða sem allir ættu vissulega að geta haft af bæði gagn og gleði. „Þetta er nú frekar alþýðlegt rit, þó svo þarna sé eitthvað fræðilegt, en það eru þarna fyrirlestrar sem voru fyrir almenning. Það eru líka ljóð í þessu sem voru samin í tengslum við Hallgrímshátíð í Hallgrímskirkju á sínum tíma og það er þarna sitthvað fróðlegt og skemmtilegt. Þannig að ég hallast nú að því að þetta eigi erindi til allra áhugasamra um Hallgrím og sögu kirkjunnar og kristni á Íslandi. Þetta er allt samofið enda voru öll skáld trúarskáld á sautjándu öldinni þegar Hallgrímur var okkar aðalskáld. Hallgrímur samdi samt auðvitað svo miklu meira en það sem var trúarlegt og það er farið inn á það í bókinni. Það er t.d. Grýlukvæði og barnagælur og hitt og þetta sem hefur lifað með þjóðinni. En það er fjölbreyttur hópur sem á efni í bókinni og efnið er í samræmi við það. Málið er að áhrifa Hallgríms gætir enn svo víða í íslenskri menningu. Þú ferð til í að mynda ekki öðruvísi í jarðaför en að það sé verið að syngja Allt eins og blómstrið eina. Þannig er til að mynda viðhorf okkar Íslendinga gagnvart dauðanum eitthvað sem hann hefur miðlað til okkar í gegnum þann sálm. Eins er það með margt í afstöðu til lífsins almennt sem við höfum sótt í gegnum Heilræðavísurnar og fleira efni sem var að finna í Skólaljóðunum á sínum tíma. Eins er það með mikið af því sem við notum sem bænir en margt af því er sótt í Passíusálmana, sem eru auðvitað hans mesta verk. En svo eru þjóðsögurnar um Hallgrím einnig dregnar fram. Hann er gerður að hinum hlýðandi Kristi í augum fólks; hann hafi verið svo fátækur og átt svo bágt og holdsveikur og allt þetta og það er aðeins verið að leika sér með þessa ímynd og upphafningu. Í bókinni eru bæði greinar sem eru fullar af lofi og svo líka aðrar þar sem er verið að gera smá grín að upphafningunni. Þetta er engin hallelúja samkoma. En ég held að fólk geti fengið nokkuð skýra mynd af Hallgrími með því að lesa þessa bók.“
Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira