Þetta er engin hallelúja samkoma Magnús Guðmundsson skrifar 11. desember 2015 10:00 Torfi K. Stefánsson Hjaltalín ritstýrði verkinu um Hallgrím Pétursson. Visir/Stefán Það leynist margt fróðlegt og skemmtilegt í útgáfu fræðibókmennta sem á vissulega fullt erindi til almennings. Ein af slíkum bókum er Hallgrímur Pétursson, safn ritgerða í tilefni 100 ára afmælis hans, sem kom nýverið út á vegum Flateyjarútgáfunnar. Ritstjóri verksins er Torfi K. Stefánsson Hjaltalín og hann segir að þarna sé að finna fjölbreytt safna ritgerða og einnig ljóða sem allir ættu vissulega að geta haft af bæði gagn og gleði. „Þetta er nú frekar alþýðlegt rit, þó svo þarna sé eitthvað fræðilegt, en það eru þarna fyrirlestrar sem voru fyrir almenning. Það eru líka ljóð í þessu sem voru samin í tengslum við Hallgrímshátíð í Hallgrímskirkju á sínum tíma og það er þarna sitthvað fróðlegt og skemmtilegt. Þannig að ég hallast nú að því að þetta eigi erindi til allra áhugasamra um Hallgrím og sögu kirkjunnar og kristni á Íslandi. Þetta er allt samofið enda voru öll skáld trúarskáld á sautjándu öldinni þegar Hallgrímur var okkar aðalskáld. Hallgrímur samdi samt auðvitað svo miklu meira en það sem var trúarlegt og það er farið inn á það í bókinni. Það er t.d. Grýlukvæði og barnagælur og hitt og þetta sem hefur lifað með þjóðinni. En það er fjölbreyttur hópur sem á efni í bókinni og efnið er í samræmi við það. Málið er að áhrifa Hallgríms gætir enn svo víða í íslenskri menningu. Þú ferð til í að mynda ekki öðruvísi í jarðaför en að það sé verið að syngja Allt eins og blómstrið eina. Þannig er til að mynda viðhorf okkar Íslendinga gagnvart dauðanum eitthvað sem hann hefur miðlað til okkar í gegnum þann sálm. Eins er það með margt í afstöðu til lífsins almennt sem við höfum sótt í gegnum Heilræðavísurnar og fleira efni sem var að finna í Skólaljóðunum á sínum tíma. Eins er það með mikið af því sem við notum sem bænir en margt af því er sótt í Passíusálmana, sem eru auðvitað hans mesta verk. En svo eru þjóðsögurnar um Hallgrím einnig dregnar fram. Hann er gerður að hinum hlýðandi Kristi í augum fólks; hann hafi verið svo fátækur og átt svo bágt og holdsveikur og allt þetta og það er aðeins verið að leika sér með þessa ímynd og upphafningu. Í bókinni eru bæði greinar sem eru fullar af lofi og svo líka aðrar þar sem er verið að gera smá grín að upphafningunni. Þetta er engin hallelúja samkoma. En ég held að fólk geti fengið nokkuð skýra mynd af Hallgrími með því að lesa þessa bók.“ Menning Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
Það leynist margt fróðlegt og skemmtilegt í útgáfu fræðibókmennta sem á vissulega fullt erindi til almennings. Ein af slíkum bókum er Hallgrímur Pétursson, safn ritgerða í tilefni 100 ára afmælis hans, sem kom nýverið út á vegum Flateyjarútgáfunnar. Ritstjóri verksins er Torfi K. Stefánsson Hjaltalín og hann segir að þarna sé að finna fjölbreytt safna ritgerða og einnig ljóða sem allir ættu vissulega að geta haft af bæði gagn og gleði. „Þetta er nú frekar alþýðlegt rit, þó svo þarna sé eitthvað fræðilegt, en það eru þarna fyrirlestrar sem voru fyrir almenning. Það eru líka ljóð í þessu sem voru samin í tengslum við Hallgrímshátíð í Hallgrímskirkju á sínum tíma og það er þarna sitthvað fróðlegt og skemmtilegt. Þannig að ég hallast nú að því að þetta eigi erindi til allra áhugasamra um Hallgrím og sögu kirkjunnar og kristni á Íslandi. Þetta er allt samofið enda voru öll skáld trúarskáld á sautjándu öldinni þegar Hallgrímur var okkar aðalskáld. Hallgrímur samdi samt auðvitað svo miklu meira en það sem var trúarlegt og það er farið inn á það í bókinni. Það er t.d. Grýlukvæði og barnagælur og hitt og þetta sem hefur lifað með þjóðinni. En það er fjölbreyttur hópur sem á efni í bókinni og efnið er í samræmi við það. Málið er að áhrifa Hallgríms gætir enn svo víða í íslenskri menningu. Þú ferð til í að mynda ekki öðruvísi í jarðaför en að það sé verið að syngja Allt eins og blómstrið eina. Þannig er til að mynda viðhorf okkar Íslendinga gagnvart dauðanum eitthvað sem hann hefur miðlað til okkar í gegnum þann sálm. Eins er það með margt í afstöðu til lífsins almennt sem við höfum sótt í gegnum Heilræðavísurnar og fleira efni sem var að finna í Skólaljóðunum á sínum tíma. Eins er það með mikið af því sem við notum sem bænir en margt af því er sótt í Passíusálmana, sem eru auðvitað hans mesta verk. En svo eru þjóðsögurnar um Hallgrím einnig dregnar fram. Hann er gerður að hinum hlýðandi Kristi í augum fólks; hann hafi verið svo fátækur og átt svo bágt og holdsveikur og allt þetta og það er aðeins verið að leika sér með þessa ímynd og upphafningu. Í bókinni eru bæði greinar sem eru fullar af lofi og svo líka aðrar þar sem er verið að gera smá grín að upphafningunni. Þetta er engin hallelúja samkoma. En ég held að fólk geti fengið nokkuð skýra mynd af Hallgrími með því að lesa þessa bók.“
Menning Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira