Purusteik: Ómissandi um jól 11. desember 2015 17:00 Mörgum þykir purusteikin ómissandi um jól. Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Hermannsdóttir gefur uppskrift að dýrindis purusteik. Purusteik 800 g svínasíða 7–8 lárviðarlauf 10 negulnaglar Sjávarsalt Pipar Vatn Hitið ofninn í 150°C. Skerið rákir í skinnhliðina á svínasíðuna með 1 cm millibili og setjið í eldfast mót sem búið er að hálffylla með sjóðandi vatni. Stingið lárviðarlaufum og negulnöglum í rákirnar og kryddið til með salti og pipar. Eldið við 150°C í 1,5–2 klst. Eftir eldunartímann takið þið kjötið upp úr fatinu og hellið soðinu frá (sem þið notið í sósu). Setjið kjötið aftur í fatið og hækkið hitann í 220°C og eldið þar til puran verður stökk og gyllt.SósaSoðið af kjötinu ½–1 l rjómi 1 teningur kjötkraftur 1 tsk. sulta Salt og pipar Hellið soðinu í pott og bætið rjómanum saman við, kryddið til með kjötkrafti, salti og pipar. Hrærið stöðugt og leyfið suðunni að koma upp, leyfið henni að malla í nokkrar mínútur og bragðbætið að vild. Eva Laufey Jólamatur Purusteik Sósur Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun
Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Hermannsdóttir gefur uppskrift að dýrindis purusteik. Purusteik 800 g svínasíða 7–8 lárviðarlauf 10 negulnaglar Sjávarsalt Pipar Vatn Hitið ofninn í 150°C. Skerið rákir í skinnhliðina á svínasíðuna með 1 cm millibili og setjið í eldfast mót sem búið er að hálffylla með sjóðandi vatni. Stingið lárviðarlaufum og negulnöglum í rákirnar og kryddið til með salti og pipar. Eldið við 150°C í 1,5–2 klst. Eftir eldunartímann takið þið kjötið upp úr fatinu og hellið soðinu frá (sem þið notið í sósu). Setjið kjötið aftur í fatið og hækkið hitann í 220°C og eldið þar til puran verður stökk og gyllt.SósaSoðið af kjötinu ½–1 l rjómi 1 teningur kjötkraftur 1 tsk. sulta Salt og pipar Hellið soðinu í pott og bætið rjómanum saman við, kryddið til með kjötkrafti, salti og pipar. Hrærið stöðugt og leyfið suðunni að koma upp, leyfið henni að malla í nokkrar mínútur og bragðbætið að vild.
Eva Laufey Jólamatur Purusteik Sósur Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun