Purusteik: Ómissandi um jól 11. desember 2015 17:00 Mörgum þykir purusteikin ómissandi um jól. Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Hermannsdóttir gefur uppskrift að dýrindis purusteik. Purusteik 800 g svínasíða 7–8 lárviðarlauf 10 negulnaglar Sjávarsalt Pipar Vatn Hitið ofninn í 150°C. Skerið rákir í skinnhliðina á svínasíðuna með 1 cm millibili og setjið í eldfast mót sem búið er að hálffylla með sjóðandi vatni. Stingið lárviðarlaufum og negulnöglum í rákirnar og kryddið til með salti og pipar. Eldið við 150°C í 1,5–2 klst. Eftir eldunartímann takið þið kjötið upp úr fatinu og hellið soðinu frá (sem þið notið í sósu). Setjið kjötið aftur í fatið og hækkið hitann í 220°C og eldið þar til puran verður stökk og gyllt.SósaSoðið af kjötinu ½–1 l rjómi 1 teningur kjötkraftur 1 tsk. sulta Salt og pipar Hellið soðinu í pott og bætið rjómanum saman við, kryddið til með kjötkrafti, salti og pipar. Hrærið stöðugt og leyfið suðunni að koma upp, leyfið henni að malla í nokkrar mínútur og bragðbætið að vild. Eva Laufey Jólamatur Purusteik Sósur Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið
Sjónvarpskokkurinn Eva Laufey Hermannsdóttir gefur uppskrift að dýrindis purusteik. Purusteik 800 g svínasíða 7–8 lárviðarlauf 10 negulnaglar Sjávarsalt Pipar Vatn Hitið ofninn í 150°C. Skerið rákir í skinnhliðina á svínasíðuna með 1 cm millibili og setjið í eldfast mót sem búið er að hálffylla með sjóðandi vatni. Stingið lárviðarlaufum og negulnöglum í rákirnar og kryddið til með salti og pipar. Eldið við 150°C í 1,5–2 klst. Eftir eldunartímann takið þið kjötið upp úr fatinu og hellið soðinu frá (sem þið notið í sósu). Setjið kjötið aftur í fatið og hækkið hitann í 220°C og eldið þar til puran verður stökk og gyllt.SósaSoðið af kjötinu ½–1 l rjómi 1 teningur kjötkraftur 1 tsk. sulta Salt og pipar Hellið soðinu í pott og bætið rjómanum saman við, kryddið til með kjötkrafti, salti og pipar. Hrærið stöðugt og leyfið suðunni að koma upp, leyfið henni að malla í nokkrar mínútur og bragðbætið að vild.
Eva Laufey Jólamatur Purusteik Sósur Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið