Nýr DVD diskur um veiði kominn út Karl Lúðvíksson skrifar 14. desember 2015 09:00 Gunnar Bender með nýja diskinn sinn. Mynd: GB Veiðimenn horfa mikið á þætti og myndir um veiði á veturna til að stytta biðina að komandi sumri. Það er alltaf vel tekið í nýjar útgáfur í DVD myndum til veiðimanna og nú hefur komið út þáttasería frá Gunnari Bender sem hann vann með tökumanninum Steingrími Þórðarsyni. Þættirnir bera nafnið "Við árbakkann" og voru sýndir í sumar á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Gunnar kemur að venju víða við í þáttunum, spjallar við marga landskunna veiðimenn, kemur við í mörgum ám og fær fréttir af því sem að gerast við árbakkana. Diskurinn er kominn í allar veiðiverslanir og er auðvitað kærkomin gjöf í harða pakkann fyrir veiðimenn og veiðkonur á öllum aldri. Gunnar hefur líka með miklum myndarbrag staðið að útgáfu Sportveiðiblaðsins en nýtt blað kom út um mánaðarmótin samhliða DVD útgáfunni svo það er búið að vera mikið að gera hjá Gunnari. Ekki hefur fengið staðfest hvort ný sería sé í vændum en það verður víst tíminn að leiða í ljós. Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Margir búnir að ná jólarjúpunni Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði 116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði
Veiðimenn horfa mikið á þætti og myndir um veiði á veturna til að stytta biðina að komandi sumri. Það er alltaf vel tekið í nýjar útgáfur í DVD myndum til veiðimanna og nú hefur komið út þáttasería frá Gunnari Bender sem hann vann með tökumanninum Steingrími Þórðarsyni. Þættirnir bera nafnið "Við árbakkann" og voru sýndir í sumar á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Gunnar kemur að venju víða við í þáttunum, spjallar við marga landskunna veiðimenn, kemur við í mörgum ám og fær fréttir af því sem að gerast við árbakkana. Diskurinn er kominn í allar veiðiverslanir og er auðvitað kærkomin gjöf í harða pakkann fyrir veiðimenn og veiðkonur á öllum aldri. Gunnar hefur líka með miklum myndarbrag staðið að útgáfu Sportveiðiblaðsins en nýtt blað kom út um mánaðarmótin samhliða DVD útgáfunni svo það er búið að vera mikið að gera hjá Gunnari. Ekki hefur fengið staðfest hvort ný sería sé í vændum en það verður víst tíminn að leiða í ljós.
Mest lesið Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Margir búnir að ná jólarjúpunni Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Aðalfundur SVFR og kosning til stjórnar Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði 116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði