Drátturinn í Evrópudeildinni: Klopp snýr aftur til Þýskalands og United mætir dönsku meisturunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2015 12:04 Jürgen Klopp og félagar hjá Liverpool eru í pottinum. Vísir/Getty Ensku stórliðin Liverpool og Manchester United fara til Þýskalands annars vegar og Danmerkur hins vegar í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Jürgen Klopp fer með strákana sína á kunnuglegar slóðir í Þýskalandi þar sem andstæðingurinn verður Augsburg. Louis van Gaal gæti komið við í Legolandi á leið sinni í leikinn við dönsku meistarana í Midtjylland á Jótlandi.Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos gegn Arsenal á Emirates í haust.Vísir/EPAAlfreð Finnbogason og félagar hjá gríska liðinu Olympiacos mæta belgíska liðinu Anderlecht. Ragnar Sigurðsson og liðsmenn Krasnodar í Rússlandi mæta Spörtu frá Prag. Þá reyna Birkir Bjarnason og leikmenn Basel franska liðinu St-Étienne. Birkir fær þar með forsmekkinn af Stade Geoffroy-Guichard leikvanginum þar sem Ísland mætir Portúgal í F-riðli Evrópumóts karla næsta sumar. Fylgst var með drættinum í beinni lýsingu hér á Vísi og má sjá dráttinn í heild sinni hér að neðan. Fyrr í dag varð ljóst að Arsenal mætir Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en dráttinn í heild má sjá hér. Leikirnir fara fram fimmtudagana 18. og 25 febrúar. Að neðan má sjá liðin uppfærast jafnóðum. Fyrra liðið er á heimavelli. Feitletruðu liðin eru úr ensku úrvalsdeildinni og Íslendingalið. Fenerbahce - Lokomotiv Moskva Sion - Braga Borussia Dortmund - Porto Midtjylland - Manchester UnitedVillarreal - Napólí Marseille - Athletic Bilbao St-Étienne - BaselSporting CP - Bayer Leverkusen Fiorentina - Tottenham Anderlecht - OlympiacosSparta Prag - FC KrasnodarAugsburg - LiverpoolSevilla - Molde Valencia - Rapid Vín Galatasaray - Lazio Shakhtar Donetsk - Schalke Tvær undantekningar eru á dagsetningum leikja. Fenerbahce og Lokomotiv Moskva spila fyrri leikinn í Tyrklandi þriðjudaginn 16. febrúar og Sion sækir Braga heim í síðari leik liðanna miðvikudaginn 24. febrúar. Ástæðan fyrir þessum tilfæringum er sú að Galatasaray og Porto eiga leiki sömu kvöld.Tweets by @EuropaLeague Leikmaður Midtjylland er spenntur fyrir leiknum gegn United Unreal! I'm actually going to play against Manchester United. The club I've supported since I was a boy. @EuropaLeague @ManUtd— Tim Sparv (@TimSparv) December 14, 2015 Evrópudeild UEFA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira
Ensku stórliðin Liverpool og Manchester United fara til Þýskalands annars vegar og Danmerkur hins vegar í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Jürgen Klopp fer með strákana sína á kunnuglegar slóðir í Þýskalandi þar sem andstæðingurinn verður Augsburg. Louis van Gaal gæti komið við í Legolandi á leið sinni í leikinn við dönsku meistarana í Midtjylland á Jótlandi.Alfreð Finnbogason skoraði sigurmark Olympiacos gegn Arsenal á Emirates í haust.Vísir/EPAAlfreð Finnbogason og félagar hjá gríska liðinu Olympiacos mæta belgíska liðinu Anderlecht. Ragnar Sigurðsson og liðsmenn Krasnodar í Rússlandi mæta Spörtu frá Prag. Þá reyna Birkir Bjarnason og leikmenn Basel franska liðinu St-Étienne. Birkir fær þar með forsmekkinn af Stade Geoffroy-Guichard leikvanginum þar sem Ísland mætir Portúgal í F-riðli Evrópumóts karla næsta sumar. Fylgst var með drættinum í beinni lýsingu hér á Vísi og má sjá dráttinn í heild sinni hér að neðan. Fyrr í dag varð ljóst að Arsenal mætir Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en dráttinn í heild má sjá hér. Leikirnir fara fram fimmtudagana 18. og 25 febrúar. Að neðan má sjá liðin uppfærast jafnóðum. Fyrra liðið er á heimavelli. Feitletruðu liðin eru úr ensku úrvalsdeildinni og Íslendingalið. Fenerbahce - Lokomotiv Moskva Sion - Braga Borussia Dortmund - Porto Midtjylland - Manchester UnitedVillarreal - Napólí Marseille - Athletic Bilbao St-Étienne - BaselSporting CP - Bayer Leverkusen Fiorentina - Tottenham Anderlecht - OlympiacosSparta Prag - FC KrasnodarAugsburg - LiverpoolSevilla - Molde Valencia - Rapid Vín Galatasaray - Lazio Shakhtar Donetsk - Schalke Tvær undantekningar eru á dagsetningum leikja. Fenerbahce og Lokomotiv Moskva spila fyrri leikinn í Tyrklandi þriðjudaginn 16. febrúar og Sion sækir Braga heim í síðari leik liðanna miðvikudaginn 24. febrúar. Ástæðan fyrir þessum tilfæringum er sú að Galatasaray og Porto eiga leiki sömu kvöld.Tweets by @EuropaLeague Leikmaður Midtjylland er spenntur fyrir leiknum gegn United Unreal! I'm actually going to play against Manchester United. The club I've supported since I was a boy. @EuropaLeague @ManUtd— Tim Sparv (@TimSparv) December 14, 2015
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira