Merkel ver flóttamannastefnu sína Guðsteinn Bjarnason skrifar 15. desember 2015 07:00 Angela Merkel í ræðustól á flokksþingi kristilegra demókrata í gær. Nordicphotos/AFP „Þetta er sögulegur prófsteinn fyrir Evrópu. Ég vona að við stöndumst þessa raun,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær á flokksþingi CDU, flokks kristilegra demókrata, sem nú stendur yfir í Karlsruhe. Hún var að tala um flóttamannastrauminn til Evrópu, en stefna Merkel í málefnum flóttamanna er eitt helsta umræðuefnið á flokksþinginu. Hún hefur ítrekað sagt að Þjóðverjar muni taka við öllum þeim flóttamönnum, sem til Þýskalands vilja koma. Jafnvel þótt reiknað sé með að þeir verði yfir milljón á þessu ári, sem brátt er á enda komið. „Okkur mun takast þetta,“ fullyrti hún eina ferðina enn og vísaði þar til sögu Þýskalands, bæði uppbyggingar landsins úr rústum seinni heimsstyrjaldarinnar og sameiningar þýsku ríkjanna fyrir tæpum aldarfjórðungi: „Ég get sagt þetta vegna þess að það tilheyrir sjálfsmynd landsins okkar að gera stóra hluti,“ sagði Merkel. Hins vegar hefur hún jafnframt krafist þess að önnur Evrópuríki víki sér ekki undan ábyrgðinni. „Að vísu er allt sem við gerum í Evrópu óendanlega tafsamt,“ sagði hún, og átti þar við hin þunglamalegu ákvörðunartökuferli Evrópusambandsins. „Stundum gerir það mann gráhærðan, en þetta hefur aldrei verið einfalt í Evrópu.“ Hins vegar hefur Evrópusambandsríkjunum til þessa alltaf tekist að leysa vandamálin, þótt stundum sé það á síðustu stundu eftir mikið japl, jaml og fuður. Auk þess sagði hún nauðsynlegt að draga úr fjölda flóttamanna, meðal annars með því að senda fljótt til baka alla þá sem engan rétt eiga á hæli. Þetta sagði hún ekki bara vera í þágu Þýskalands og Evrópu heldur ekki síður í þágu flóttafólksins sjálfs gert: „Því ekki nokkur maður, sama af hvaða ástæðum hann heldur af stað, yfirgefur heimkynni sín að gamni sínu.“ Loks sagði hún óhjákvæmilegt að gera kröfur til flóttafólksins: „Sá sem óskar eftir hæli hjá okkur verður að virða lög okkar og hefðir, og hann verður að læra þýsku,“ sagði hún. Hún sagðist enga trú hafa á fjölmenningarsamfélaginu svonefnda, þar sem innflytjendur haldi í eigin hefðir til hliðar við samfélag heimafólks: „Fjölmenningarsamfélagið er þar með lífslygi.“ Flóttamenn Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
„Þetta er sögulegur prófsteinn fyrir Evrópu. Ég vona að við stöndumst þessa raun,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær á flokksþingi CDU, flokks kristilegra demókrata, sem nú stendur yfir í Karlsruhe. Hún var að tala um flóttamannastrauminn til Evrópu, en stefna Merkel í málefnum flóttamanna er eitt helsta umræðuefnið á flokksþinginu. Hún hefur ítrekað sagt að Þjóðverjar muni taka við öllum þeim flóttamönnum, sem til Þýskalands vilja koma. Jafnvel þótt reiknað sé með að þeir verði yfir milljón á þessu ári, sem brátt er á enda komið. „Okkur mun takast þetta,“ fullyrti hún eina ferðina enn og vísaði þar til sögu Þýskalands, bæði uppbyggingar landsins úr rústum seinni heimsstyrjaldarinnar og sameiningar þýsku ríkjanna fyrir tæpum aldarfjórðungi: „Ég get sagt þetta vegna þess að það tilheyrir sjálfsmynd landsins okkar að gera stóra hluti,“ sagði Merkel. Hins vegar hefur hún jafnframt krafist þess að önnur Evrópuríki víki sér ekki undan ábyrgðinni. „Að vísu er allt sem við gerum í Evrópu óendanlega tafsamt,“ sagði hún, og átti þar við hin þunglamalegu ákvörðunartökuferli Evrópusambandsins. „Stundum gerir það mann gráhærðan, en þetta hefur aldrei verið einfalt í Evrópu.“ Hins vegar hefur Evrópusambandsríkjunum til þessa alltaf tekist að leysa vandamálin, þótt stundum sé það á síðustu stundu eftir mikið japl, jaml og fuður. Auk þess sagði hún nauðsynlegt að draga úr fjölda flóttamanna, meðal annars með því að senda fljótt til baka alla þá sem engan rétt eiga á hæli. Þetta sagði hún ekki bara vera í þágu Þýskalands og Evrópu heldur ekki síður í þágu flóttafólksins sjálfs gert: „Því ekki nokkur maður, sama af hvaða ástæðum hann heldur af stað, yfirgefur heimkynni sín að gamni sínu.“ Loks sagði hún óhjákvæmilegt að gera kröfur til flóttafólksins: „Sá sem óskar eftir hæli hjá okkur verður að virða lög okkar og hefðir, og hann verður að læra þýsku,“ sagði hún. Hún sagðist enga trú hafa á fjölmenningarsamfélaginu svonefnda, þar sem innflytjendur haldi í eigin hefðir til hliðar við samfélag heimafólks: „Fjölmenningarsamfélagið er þar með lífslygi.“
Flóttamenn Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira