Langá á Mýrum áfram hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 16. desember 2015 10:00 Tekist á við lax í Bárðarbungu í Langá á liðnu sumri Mynd: KL Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðifélag Langár hafa skrifað undir nýjan samning sem tryggir félagsmönnum SVFR og viðskiptavinum félagsins aðgang að þessari perlu á Mýrunum næstu árin. Langá er ein besta laxveiðiá landsins og fagnar stjórn SVFR þessum áfanga en SVFR hefur haft Langá á leigu frá 2010. Langá er gjöful, falleg og fjölbreytt á með einstaklega góðu aðgengi og því vinsæl meðal veiðimanna. Frábær veiði var í Langá 2015 og vonir standa til að veiðin næsta sumar verði einnig góð. Eingöngu er veitt á flugu í Langá en síðasta sumar veiddust 2.612 laxar í ánni sem er þriðja mesta veiðin í Langá. Skrifað var undir nýjan samning í höfuðstöðvum SVFR á bökkum Elliðaánna en í honum felst m.a. að kvóti veiddra fiska verður aukinn sumarið 2016. Heimilt verður að landa 15 löxum á heilum degi í stað 10 áður og leyfilegt verður að hirða 6 fiska á heilum degi í stað 10 áður. Sleppa skal öllum veiddum laxi sem er 70 cm eða stærri. Göngur í Langá voru mjög kröftugar sumarið 2015 og veiðin var jöfn og góð yfir sumarið. Um 4.000 laxar gengu upp laxastigann í Skuggafossi fyrir ofan Strengina sem er veiðistaður nr. 10. Hluti göngunnar gengur sjálfan fossinn og því heildargangan mun stærri og einnig rétt að hafa í huga að veiðistaðirnir neðan Skuggafoss eru mjög gjöfulir á fyrri hluta tímabilsins en þar veiddust 323 laxar. Haustveiðin í Langá var einnig góð allt fram á síðustu daga tímabilsins. Mikið og gott vatn var í Langá allt sumarið en vegna þess hversu vatnið var kalt lengi vel hikaði laxinn við að ganga upp á Fjallið og það sama átti við um veiðimennina. Tæplega 1.500 laxar gengu upp laxastigann í Sveðjufossi en veiðiálag var mjög lítið eða tæp 27% % og segir í nýrri skýrslu Veiðimálastofnunar að ekki þurfi að hafa áhyggjur af hrygningu í svona árferði. Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Síðasta holl í Norðurá með 137 laxa Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Mikið vatn og stórir laxar Veiði Frábær kort sem nýtast veiðimönnum vel Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Tveir erlendir kastsnillingar með námskeið Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Landaði fjórum yfir 100 sm á sama deginum Veiði
Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðifélag Langár hafa skrifað undir nýjan samning sem tryggir félagsmönnum SVFR og viðskiptavinum félagsins aðgang að þessari perlu á Mýrunum næstu árin. Langá er ein besta laxveiðiá landsins og fagnar stjórn SVFR þessum áfanga en SVFR hefur haft Langá á leigu frá 2010. Langá er gjöful, falleg og fjölbreytt á með einstaklega góðu aðgengi og því vinsæl meðal veiðimanna. Frábær veiði var í Langá 2015 og vonir standa til að veiðin næsta sumar verði einnig góð. Eingöngu er veitt á flugu í Langá en síðasta sumar veiddust 2.612 laxar í ánni sem er þriðja mesta veiðin í Langá. Skrifað var undir nýjan samning í höfuðstöðvum SVFR á bökkum Elliðaánna en í honum felst m.a. að kvóti veiddra fiska verður aukinn sumarið 2016. Heimilt verður að landa 15 löxum á heilum degi í stað 10 áður og leyfilegt verður að hirða 6 fiska á heilum degi í stað 10 áður. Sleppa skal öllum veiddum laxi sem er 70 cm eða stærri. Göngur í Langá voru mjög kröftugar sumarið 2015 og veiðin var jöfn og góð yfir sumarið. Um 4.000 laxar gengu upp laxastigann í Skuggafossi fyrir ofan Strengina sem er veiðistaður nr. 10. Hluti göngunnar gengur sjálfan fossinn og því heildargangan mun stærri og einnig rétt að hafa í huga að veiðistaðirnir neðan Skuggafoss eru mjög gjöfulir á fyrri hluta tímabilsins en þar veiddust 323 laxar. Haustveiðin í Langá var einnig góð allt fram á síðustu daga tímabilsins. Mikið og gott vatn var í Langá allt sumarið en vegna þess hversu vatnið var kalt lengi vel hikaði laxinn við að ganga upp á Fjallið og það sama átti við um veiðimennina. Tæplega 1.500 laxar gengu upp laxastigann í Sveðjufossi en veiðiálag var mjög lítið eða tæp 27% % og segir í nýrri skýrslu Veiðimálastofnunar að ekki þurfi að hafa áhyggjur af hrygningu í svona árferði.
Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Síðasta holl í Norðurá með 137 laxa Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Mikið vatn og stórir laxar Veiði Frábær kort sem nýtast veiðimönnum vel Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði Angling IQ búið að opna fyrir aðgang Veiði Tveir erlendir kastsnillingar með námskeið Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Landaði fjórum yfir 100 sm á sama deginum Veiði