Evrópusambandið hyggst stórefla landamæraeftirlit Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. desember 2015 07:00 Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, vill herða landamæraeftirlit. Nordicphotos/AFP Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði í gær fram tillögu þess efnis að leggja niður Landamærastofnun Evrópu, oft kölluð FRONTEX, og koma þess í stað á fót á nýrri stofnun, Evrópsku landamæra- og landhelgisgæslunni. Í tillögunni kemur fram að fastir starfsmenn nýju gæslunnar skuli vera um þúsund talsins en fastir starfsmenn FRONTEX eru nú um 350. Þá myndu einnig um 1.500 landamæraverðir aukalega vera til taks ef þess gerðist þörf. Einnig myndi nýja gæslan vera frábrugðin FRONTEX að því leyti að landamæraverðir hennar hefðu rétt á að taka völdin á landamærum Evrópusambandsríkja án þess að þurfa leyfi viðkomandi ríkis hverju sinni. Gífurlegur fjöldi flóttafólks, einkum frá Sýrlandi, hefur undanfarna mánuði flætt inn fyrir landamæri Evrópusambandsins. Hefur ástandið á ytri landamærum sambandsins valdið töluverðum titringi innan þess. Þá urðu hryðjuverkaárásirnar á París til þess að ákveðið var að herða landamæraeftirlit innan Schengen-samstarfsins. Í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar í gær er haft eftir varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, Frans Timmermans, að nýja gæslan myndi taka völdin á landamærum í undantekningartilvikum, þegar sambandsríki réðu ekki við stöðuna. „Þetta verður öryggisnet sem, líkt og öll öryggisnet, við vonum að við kæmum aldrei til með að nota. En það er nauðsynlegt til að endurreisa trúverðugleika landamæraeftirlits okkar,“ segir Timmermans. Flóttamenn Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagði í gær fram tillögu þess efnis að leggja niður Landamærastofnun Evrópu, oft kölluð FRONTEX, og koma þess í stað á fót á nýrri stofnun, Evrópsku landamæra- og landhelgisgæslunni. Í tillögunni kemur fram að fastir starfsmenn nýju gæslunnar skuli vera um þúsund talsins en fastir starfsmenn FRONTEX eru nú um 350. Þá myndu einnig um 1.500 landamæraverðir aukalega vera til taks ef þess gerðist þörf. Einnig myndi nýja gæslan vera frábrugðin FRONTEX að því leyti að landamæraverðir hennar hefðu rétt á að taka völdin á landamærum Evrópusambandsríkja án þess að þurfa leyfi viðkomandi ríkis hverju sinni. Gífurlegur fjöldi flóttafólks, einkum frá Sýrlandi, hefur undanfarna mánuði flætt inn fyrir landamæri Evrópusambandsins. Hefur ástandið á ytri landamærum sambandsins valdið töluverðum titringi innan þess. Þá urðu hryðjuverkaárásirnar á París til þess að ákveðið var að herða landamæraeftirlit innan Schengen-samstarfsins. Í tilkynningu framkvæmdastjórnarinnar í gær er haft eftir varaforseta framkvæmdastjórnarinnar, Frans Timmermans, að nýja gæslan myndi taka völdin á landamærum í undantekningartilvikum, þegar sambandsríki réðu ekki við stöðuna. „Þetta verður öryggisnet sem, líkt og öll öryggisnet, við vonum að við kæmum aldrei til með að nota. En það er nauðsynlegt til að endurreisa trúverðugleika landamæraeftirlits okkar,“ segir Timmermans.
Flóttamenn Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira