Skjóða er að vísu með tíu tröllaputta og Hurðaskellir er algjör jólasveinn en þau hafa ótrúlega gaman að því að föndra og láta því ekki ónákvæmni eða brussugang á sig fá. Um leið og þau föndra kenna þau öðrum að gera jólaskraut, piparkökuhús, jólakort og fleira sniðugt.
Það eru bara 9 dagar til jóla og því ekki seinna vænna að skrifa nokkur jólakort. Í dag ætla Hurðaskellir og Skjóða að kenna okkur að búa til falleg þrívíddarjólakort.
Frekari leiðbeiningar má finna á heimasíðunni jolasveinar.is og Facebook-síðu jólasveinanna.