Hin litríku líparítfjöll í Kærleikskúlunni Magnús Guðmundsson skrifar 16. desember 2015 12:30 Ragna Róbertsdóttir myndlistarkona með Kærleikskúlu SLF þessi jólin. Allt frá árinu 2003 hefur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra staðið að útgáfu Kærleikskúlunnar og eru kúlurnar því orðnar þrettán talsins. Frá upphafi hafa kúlurnar fengið frábærar viðtökur landsmanna enda um að ræða einstakt safn listaverka eftir marga þekktustu listamenn okkar Íslendinga. Ófá heimilin hafa safnað kúlunum frá upphafi og eru þær víða orðnar eitt helsta jóladjásn heimilisins. Kærleikskúla ársins ber heitið Landslag og er eftir listakonuna Rögnu Róbertsdóttur. Ragna er meðal helstu myndlistarmanna Íslendinga og hefur starfað að list sinni hérlendis síðan snemma á 8. áratugnum. Verk hennar hafa verið sýnd afar víða, m.a. í öllum helstu söfnum og sýningarsölum á Íslandi en einnig hefur hún sýnt víða erlendis. Hún var tilnefnd til Carnegie-verðlaunanna árið 2012 og einkasýning hennar Kynngikraftur á Kjarvalsstöðum árið 2004 er talin ein af áhrifameiri sýningum safnsins. Ragna hefur oft verið sögð „landslagslistamaður“. Verk hennar eru þó ekki myndir af landslagi heldur færir hún landslagið sjálft inn í sýningarrými og einkaheimili. Hún vinnur verk sín úr náttúruefnum, sem hún safnar yfirleitt saman á gönguferðum sínum um Ísland. Helst dregst hún að eldfjöllunum, krafti þeirra til umbreytingar, afbyggingar og uppbyggingar, sem eru manneskjunni yfirsterkari. Við gerð Kærleikskúlunnar notaðist Ragna við sjálflýsandi plastagnir sem hún notar sem tákn fyrir hin litríku íslensku líparítfjöll og sláandi litadýrð þeirra sem orsakast af háu steinefnamagni og samspili þess við birtuna. Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Allt frá árinu 2003 hefur Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra staðið að útgáfu Kærleikskúlunnar og eru kúlurnar því orðnar þrettán talsins. Frá upphafi hafa kúlurnar fengið frábærar viðtökur landsmanna enda um að ræða einstakt safn listaverka eftir marga þekktustu listamenn okkar Íslendinga. Ófá heimilin hafa safnað kúlunum frá upphafi og eru þær víða orðnar eitt helsta jóladjásn heimilisins. Kærleikskúla ársins ber heitið Landslag og er eftir listakonuna Rögnu Róbertsdóttur. Ragna er meðal helstu myndlistarmanna Íslendinga og hefur starfað að list sinni hérlendis síðan snemma á 8. áratugnum. Verk hennar hafa verið sýnd afar víða, m.a. í öllum helstu söfnum og sýningarsölum á Íslandi en einnig hefur hún sýnt víða erlendis. Hún var tilnefnd til Carnegie-verðlaunanna árið 2012 og einkasýning hennar Kynngikraftur á Kjarvalsstöðum árið 2004 er talin ein af áhrifameiri sýningum safnsins. Ragna hefur oft verið sögð „landslagslistamaður“. Verk hennar eru þó ekki myndir af landslagi heldur færir hún landslagið sjálft inn í sýningarrými og einkaheimili. Hún vinnur verk sín úr náttúruefnum, sem hún safnar yfirleitt saman á gönguferðum sínum um Ísland. Helst dregst hún að eldfjöllunum, krafti þeirra til umbreytingar, afbyggingar og uppbyggingar, sem eru manneskjunni yfirsterkari. Við gerð Kærleikskúlunnar notaðist Ragna við sjálflýsandi plastagnir sem hún notar sem tákn fyrir hin litríku íslensku líparítfjöll og sláandi litadýrð þeirra sem orsakast af háu steinefnamagni og samspili þess við birtuna.
Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira