Lífið

Annáll Facebook birtir ekki slæmar minningar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hægt er að velja burt myndir sem vekja upp slæmar minningar í myndaannál Facebook sem hver notandi getur nálgast.
Hægt er að velja burt myndir sem vekja upp slæmar minningar í myndaannál Facebook sem hver notandi getur nálgast. Vísir/Getty
Nú þegar árið 2015 fer senn að líða undir lok fyllist allt af listum og öðru eins til þess að minna okkur á hvað gerðist á árinu. Líkt og búast má við er Facebook enginn eftirbátur þegar kemur að þessum efnum og nú ættu notendur Facebook að hafa tekið eftir einhverju sem nefnist 'Year in review'.

Með því geta notendur séð myndir sem þeir hafa deilt á samfélagsmiðlinum safnað saman á skemmtilegan hátt sem hægt að deila svo að vinirnir geti nú séð hvað árið hafi verið frábært.

Facebook hefur gert þetta áður en á síðasta ári var fyrirtækið gagnrýnt fyrir að bjóða ekki upp á þann valmöguleika að velja burt slæmu minningarnar. 

Í ár þaf hinsvegar ekki að örvænta vilji notendur deila minningum ársins en finnst óþægilegt að sjá látinn ættingja eða fyrrverandi elskhuga. Forritar Facebook svöruðu nefnilega gagnrýninni og nú er einfaldlega hægt að skipta út myndum. 

Ansi hentugt en nálgast má sinn eigin Facebook-annál hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.