Sannur jólaandi er falinn í góðum mannlegum samskiptum 18. desember 2015 09:00 ,,Besta jólagjöfin fyrir þennan hóp er oft innlit eða símhringing frá ættingja, vini eða kunningja á aðventunni,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar. MYND/GVA Þó aðsókn í ráðgjöf á vegum Geðhjálpar minnki rétt fyrir jólin er ekki þar með sagt að öllum líði betur yfir jólahátíðina en aðra daga. Anna G. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, hvetur fólk til að gefa sér tíma til að setja mannleg samskipti í forgang og sinna félagslega einangruðu fólki yfir hátíðirnar. Í dag, föstudag, renna 5 kr. af hverjum eldsneytislítra frá Olís og ÓB til Geðhjálpar. Því miður hækkar ekki hamingjustuðullinn sjálfkrafa hjá öllum á aðventunni og yfir jólahátíðina. Þegar fólk býr við félagslega einangrun og/eða hefur lítið á milli handanna til að gleðja sig og sína nánustu, eins og margt fólk með geðfötlun, getur upplifunin orðið enn sárari þegar allir „eiga“ að vera óvenju sælir í eigin skinni. „Besta jólagjöfin fyrir þennan hóp er oft innlit eða símhringing frá ættingja, vini eða kunningja á aðventunni,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, og bendir á aðstandendur verði oft hissa á því hvað slíkar heimsóknir eða símtöl séu gefandi. „Stundum er fólk búið að leita lengi að hinum sanna jólaanda í verslunarmiðstöðvum, á jólahlaðborðum og jólatónleikanum þegar hann loksins finnst í heimsókn hjá gömlum vin eða ættingja. Þannig leita margir langt yfir skammt að jólunum.“Velsæld ekki tryggingVelsæld og félagsleg færni eru heldur ekki trygging fyrir gleðilegum jólum. „Ekkert okkar er ósnortið af samfélagslegum þrýstingi í desember. Hefðirnar segja okkur að þrífa, baka, skreyta, fara á jólatónleika og jólahlaðborð. Samfélagið ætlast til að við sækjum uppskeruhátíðir og föndrum með börnunum okkar í leik- og grunnskólum. Fjölmiðlarnir segja okkur að fara á líkamsræktarnámskeið til að komast örugglega í kjólinn fyrir jólin, kaupa stærri kjól eða láta sérsauma fyrir utan allar gjafirnar og matinn. Við þurfum að hafa sterk bein til að standast þennan þrýsting því rétt eins og Trölli sem stal jólunum vitum við innst inni að hinn eini sanni jólaandi verður aðeins fangaður í góðum, mannlegum samskiptum hvort sem fólk er fátækt eða ríkt,“ ítrekar hún og minnir á að sjaldan sé eins mikilvægt að einfalda líf sitt og setja sjálfan sig, sína nánustu og þá sem standa höllum fæti í forgang og einmitt á jólunum.Geðhjálp á erindi við allaÞó svo margir séu einmanna um jólin segir Anna Gunnhildur aðsókn í ráðgjöf til Geðhjálpar minnka að jafnaði rétt fyrir jólin. „Aðsóknin vex aftur upp úr miðjum janúar. Sístækkandi hópur notenda, aðstandenda og annarra sækir til okkar ráðgjöf og raunar má segja að algjör sprengja hafi orðið í ráðgjöfinni í kjölfar vitundarvakningar í haust. Við erum ákaflega ánægð með hvað hópurinn er að breikka og félögum í Geðhjálp að fjölga ört." Lengi vel lagði Geðhjálp aðaláherslu á að hjálpa veikasta hópnum að sögn Önnu. „Núna tölum við til breiðari hóps því að margir úti í samfélaginu búa yfir þeirri reynslu að hafa upplifað tímabundna geðræna erfiðleika. Þessi hópur á auðveldara en aðrir með að setja sig í spor veikra og hefur tækifæri til að leggja þeim lið með ómetanlegum hætti. Raunar erum við samt að tala um að við viljum og verðum að tala til allrar þjóðarinnar því að eitt af okkar markmiðum er að vinna að geðrækt og því verður ekki á móti mælt að allir búa bæði að andlegri og líkamlegri heilsu. Hvort tveggja verður að rækta á jólunum eins og aðra daga.“ Nánari upplýsingar um starfssemi Geðhjálpar má finna á www.gedhjalp.is. Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira
Þó aðsókn í ráðgjöf á vegum Geðhjálpar minnki rétt fyrir jólin er ekki þar með sagt að öllum líði betur yfir jólahátíðina en aðra daga. Anna G. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, hvetur fólk til að gefa sér tíma til að setja mannleg samskipti í forgang og sinna félagslega einangruðu fólki yfir hátíðirnar. Í dag, föstudag, renna 5 kr. af hverjum eldsneytislítra frá Olís og ÓB til Geðhjálpar. Því miður hækkar ekki hamingjustuðullinn sjálfkrafa hjá öllum á aðventunni og yfir jólahátíðina. Þegar fólk býr við félagslega einangrun og/eða hefur lítið á milli handanna til að gleðja sig og sína nánustu, eins og margt fólk með geðfötlun, getur upplifunin orðið enn sárari þegar allir „eiga“ að vera óvenju sælir í eigin skinni. „Besta jólagjöfin fyrir þennan hóp er oft innlit eða símhringing frá ættingja, vini eða kunningja á aðventunni,“ segir Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, og bendir á aðstandendur verði oft hissa á því hvað slíkar heimsóknir eða símtöl séu gefandi. „Stundum er fólk búið að leita lengi að hinum sanna jólaanda í verslunarmiðstöðvum, á jólahlaðborðum og jólatónleikanum þegar hann loksins finnst í heimsókn hjá gömlum vin eða ættingja. Þannig leita margir langt yfir skammt að jólunum.“Velsæld ekki tryggingVelsæld og félagsleg færni eru heldur ekki trygging fyrir gleðilegum jólum. „Ekkert okkar er ósnortið af samfélagslegum þrýstingi í desember. Hefðirnar segja okkur að þrífa, baka, skreyta, fara á jólatónleika og jólahlaðborð. Samfélagið ætlast til að við sækjum uppskeruhátíðir og föndrum með börnunum okkar í leik- og grunnskólum. Fjölmiðlarnir segja okkur að fara á líkamsræktarnámskeið til að komast örugglega í kjólinn fyrir jólin, kaupa stærri kjól eða láta sérsauma fyrir utan allar gjafirnar og matinn. Við þurfum að hafa sterk bein til að standast þennan þrýsting því rétt eins og Trölli sem stal jólunum vitum við innst inni að hinn eini sanni jólaandi verður aðeins fangaður í góðum, mannlegum samskiptum hvort sem fólk er fátækt eða ríkt,“ ítrekar hún og minnir á að sjaldan sé eins mikilvægt að einfalda líf sitt og setja sjálfan sig, sína nánustu og þá sem standa höllum fæti í forgang og einmitt á jólunum.Geðhjálp á erindi við allaÞó svo margir séu einmanna um jólin segir Anna Gunnhildur aðsókn í ráðgjöf til Geðhjálpar minnka að jafnaði rétt fyrir jólin. „Aðsóknin vex aftur upp úr miðjum janúar. Sístækkandi hópur notenda, aðstandenda og annarra sækir til okkar ráðgjöf og raunar má segja að algjör sprengja hafi orðið í ráðgjöfinni í kjölfar vitundarvakningar í haust. Við erum ákaflega ánægð með hvað hópurinn er að breikka og félögum í Geðhjálp að fjölga ört." Lengi vel lagði Geðhjálp aðaláherslu á að hjálpa veikasta hópnum að sögn Önnu. „Núna tölum við til breiðari hóps því að margir úti í samfélaginu búa yfir þeirri reynslu að hafa upplifað tímabundna geðræna erfiðleika. Þessi hópur á auðveldara en aðrir með að setja sig í spor veikra og hefur tækifæri til að leggja þeim lið með ómetanlegum hætti. Raunar erum við samt að tala um að við viljum og verðum að tala til allrar þjóðarinnar því að eitt af okkar markmiðum er að vinna að geðrækt og því verður ekki á móti mælt að allir búa bæði að andlegri og líkamlegri heilsu. Hvort tveggja verður að rækta á jólunum eins og aðra daga.“ Nánari upplýsingar um starfssemi Geðhjálpar má finna á www.gedhjalp.is.
Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Fegurðin og fjölbreytnin í krulluðu hári Nanna Rögnvaldar og Hallgrímur Helga lesa í kvöld Sól, borg, skíði og flug á einum stað Sjá meira