Tíu örstutt hamingjuráð rikka skrifar 18. desember 2015 11:00 Vísir/Getty Öll höfum við mismunandi skilning á hamingjunni og hvað það er sem gerir okkur hamingjusöm. Hér geturðu lesið tíu örstutt ráð sem hjálpa þér að verða örlítið hamingjusamari manneskja strax í dag. Textinn er það stuttur að þú getur meira að segja reynt að læra hann utan að. Nú styttist svo sannarlega í jólin og væntanlega margir sem lifa ansi hratt þessa dagana. Tíminn er af skornum skammti og margt sem eftir er að gera svo hægt sé að halda heilög jól. Í miðri jólageðveikinni getur verið ágætt að staldra aðeins við, líta aðeins í kringum sig og huga að tilgangi jólanna. Fyrir utan trúarlegan tilgang þá snúast jólin að miklu leyti um að auka hamingju og gleði í skammdeginu. Þá komum við að hamingjunni og hvernig við getum aukið hana með nokkrum einföldum ráðum sem þú getur tileinkað þér.1. Segðu já! Notaðu neikvæð orð eins og „ég get ekki“ og „það er ekki hægt“ í minna mæli. Þessi orð gera ekkert nema að draga úr þér og orku þinni. Segðu frekar já við lífinu og leystu verkefni þín með jákvæðu hugarfari.2. Andaðu Staldraðu við og finndu hvernig þú andar. Þegar við erum undir miklu álagi og streitu þá öndum við grunnt með þeim afleiðingum að líkaminn fær ekki það súrefni sem hann þarf. Við verðum fyrr þreytt og finnum fyrir sleni. Minntu þig á öndunina nokkrum sinnum á dag. 3. Fagnaðu Ekki gleyma að fagna litlum sigrum og markmiðum sem þú hefur náð. Það er hreinlega bara svo óskaplega gaman að verðlauna sjálfan sig og fagna svolítið. 4. Vítahringurinn Sendu frá þér kærleik og hlýju, jafnvel þó þér sé ekkert sérlega vel við suma aðila. Hatur gerir ekkert nema að skaða sjálfið. Dalai Lama orðaði þennan gjörning svo afskaplega vel: „Að hata einhvern er eins og að drekka eitur og búast við því að sá hinn sami skaðist af því.“ 5. Þakklæti Að þakka fyrir það sem maður hefur er eitt dýrmætasta næringarefni sem sálin getur fengið. Byrjaðu og endaðu hvern dag á því að þakka fyrir þrjá hluti sem þú hefur upplifað eða átt. 6. Lestu Finndu þér bók til að lesa, það örvar heilasellurnar. Veldu þér jafnvel bók sem skilar einhverju aftur í hausinn á þér. 7. Friður Semdu frið við þau mistök sem þú átt eftir óuppgerð og reyktu friðarpípu með fortíðinni. Það hefur ekkert upp á sig nema jú áunnið þunglyndi að lifa í fortíðinni. 8. Brostu Komdu þér í aðstæður og umhverfi þar sem hlátur og bros eru í aðalhlutverki. Horfðu á góða grínmynd, umkringdu þig jákvæðu og skemmtilegu fólki. 9. Tímaskortur Hættu að kvarta yfir því að þú hafir aldrei tíma í þetta og hitt, þú færð nákvæmlega jafn mikinn tíma og allir aðrir á hverjum degi. Vendu þig frekar á að forgangsraða og skipuleggja þig betur. 10. Hreyfðu þig Taktu frá þrjátíu mínútur á hverjum degi fyrir einhvers konar hreyfingu. Göngutúr, hlaup eða hvað sem er. Hreyfing lækkar streitustuðul og eykur hamingjuhormón. Heilsa Tengdar fréttir Hjartaylur Þessar smákökur eru alveg óskaplega góðar og hlutu annað sæti í smákökukeppni Kornax árið 2014. 5. desember 2015 15:00 Ertu með hugmynd sem kemur þér á kortið? Hugarkort er frábær leið til þess að halda utan um og þróa góðar hugmyndir sem þú færð, hvort sem þær eru til eigin nota eða í samvinnu við aðra. Kortin tengja saman ólíka vinkla hugmynda 28. september 2015 11:00 Gleði í hversdeginum Við verðum glaðari þegar við hlæjum, göngutúrar hressa og kæta og faðmlög minnka streituhormón í líkamanum. Það má ýmislegt gera án mikillar fyrirhafnar til þess að gera sér glaðan dag. 19. október 2015 21:00 Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Öll höfum við mismunandi skilning á hamingjunni og hvað það er sem gerir okkur hamingjusöm. Hér geturðu lesið tíu örstutt ráð sem hjálpa þér að verða örlítið hamingjusamari manneskja strax í dag. Textinn er það stuttur að þú getur meira að segja reynt að læra hann utan að. Nú styttist svo sannarlega í jólin og væntanlega margir sem lifa ansi hratt þessa dagana. Tíminn er af skornum skammti og margt sem eftir er að gera svo hægt sé að halda heilög jól. Í miðri jólageðveikinni getur verið ágætt að staldra aðeins við, líta aðeins í kringum sig og huga að tilgangi jólanna. Fyrir utan trúarlegan tilgang þá snúast jólin að miklu leyti um að auka hamingju og gleði í skammdeginu. Þá komum við að hamingjunni og hvernig við getum aukið hana með nokkrum einföldum ráðum sem þú getur tileinkað þér.1. Segðu já! Notaðu neikvæð orð eins og „ég get ekki“ og „það er ekki hægt“ í minna mæli. Þessi orð gera ekkert nema að draga úr þér og orku þinni. Segðu frekar já við lífinu og leystu verkefni þín með jákvæðu hugarfari.2. Andaðu Staldraðu við og finndu hvernig þú andar. Þegar við erum undir miklu álagi og streitu þá öndum við grunnt með þeim afleiðingum að líkaminn fær ekki það súrefni sem hann þarf. Við verðum fyrr þreytt og finnum fyrir sleni. Minntu þig á öndunina nokkrum sinnum á dag. 3. Fagnaðu Ekki gleyma að fagna litlum sigrum og markmiðum sem þú hefur náð. Það er hreinlega bara svo óskaplega gaman að verðlauna sjálfan sig og fagna svolítið. 4. Vítahringurinn Sendu frá þér kærleik og hlýju, jafnvel þó þér sé ekkert sérlega vel við suma aðila. Hatur gerir ekkert nema að skaða sjálfið. Dalai Lama orðaði þennan gjörning svo afskaplega vel: „Að hata einhvern er eins og að drekka eitur og búast við því að sá hinn sami skaðist af því.“ 5. Þakklæti Að þakka fyrir það sem maður hefur er eitt dýrmætasta næringarefni sem sálin getur fengið. Byrjaðu og endaðu hvern dag á því að þakka fyrir þrjá hluti sem þú hefur upplifað eða átt. 6. Lestu Finndu þér bók til að lesa, það örvar heilasellurnar. Veldu þér jafnvel bók sem skilar einhverju aftur í hausinn á þér. 7. Friður Semdu frið við þau mistök sem þú átt eftir óuppgerð og reyktu friðarpípu með fortíðinni. Það hefur ekkert upp á sig nema jú áunnið þunglyndi að lifa í fortíðinni. 8. Brostu Komdu þér í aðstæður og umhverfi þar sem hlátur og bros eru í aðalhlutverki. Horfðu á góða grínmynd, umkringdu þig jákvæðu og skemmtilegu fólki. 9. Tímaskortur Hættu að kvarta yfir því að þú hafir aldrei tíma í þetta og hitt, þú færð nákvæmlega jafn mikinn tíma og allir aðrir á hverjum degi. Vendu þig frekar á að forgangsraða og skipuleggja þig betur. 10. Hreyfðu þig Taktu frá þrjátíu mínútur á hverjum degi fyrir einhvers konar hreyfingu. Göngutúr, hlaup eða hvað sem er. Hreyfing lækkar streitustuðul og eykur hamingjuhormón.
Heilsa Tengdar fréttir Hjartaylur Þessar smákökur eru alveg óskaplega góðar og hlutu annað sæti í smákökukeppni Kornax árið 2014. 5. desember 2015 15:00 Ertu með hugmynd sem kemur þér á kortið? Hugarkort er frábær leið til þess að halda utan um og þróa góðar hugmyndir sem þú færð, hvort sem þær eru til eigin nota eða í samvinnu við aðra. Kortin tengja saman ólíka vinkla hugmynda 28. september 2015 11:00 Gleði í hversdeginum Við verðum glaðari þegar við hlæjum, göngutúrar hressa og kæta og faðmlög minnka streituhormón í líkamanum. Það má ýmislegt gera án mikillar fyrirhafnar til þess að gera sér glaðan dag. 19. október 2015 21:00 Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Hjartaylur Þessar smákökur eru alveg óskaplega góðar og hlutu annað sæti í smákökukeppni Kornax árið 2014. 5. desember 2015 15:00
Ertu með hugmynd sem kemur þér á kortið? Hugarkort er frábær leið til þess að halda utan um og þróa góðar hugmyndir sem þú færð, hvort sem þær eru til eigin nota eða í samvinnu við aðra. Kortin tengja saman ólíka vinkla hugmynda 28. september 2015 11:00
Gleði í hversdeginum Við verðum glaðari þegar við hlæjum, göngutúrar hressa og kæta og faðmlög minnka streituhormón í líkamanum. Það má ýmislegt gera án mikillar fyrirhafnar til þess að gera sér glaðan dag. 19. október 2015 21:00