Groddalegur galsi Brynhildur Björnsdóttir skrifar 19. desember 2015 10:45 Bækur Gerill Snæbjörn Ragnarsson Útgefandi: Sögur Fjöldi síðna: 277 Kápuhönnun: Arnar Geir Ómarsson Ljósmynd: Mikael Karlbom Íslenskir rithöfundar eru margir hverjir fjölhamir í meira lagi. Ekki nóg með að flestir skrifi þeir bæði ljóð, leikrit, fullorðinsskáldsögur og barnabækur, öfugt við ýmsa starfsfélaga þeirra í útlöndum sem sérhæfa sig oftast í einni bókmenntagrein, heldur eru þeir gjarna myndlistarmenn, verkfræðingar, kennarar eða lögfræðingar í fullu starfi meðfram skrifunum. Snæbjörn Ragnarsson er hér engin undantekning. Hann er starfandi auglýsingagerðarmaður og tónlistarferil hans með hljómsveitum eins og Ljótu hálfvitunum, Innvortis og Skálmöld þekkja flestir en hann á einnig langan og farsælan skrifferil að baki. Eftir hann liggja leikrit fyrir bæði börn og fullorðna, hnyttnir dægurlagatextar, beinskeyttir pistlar um þjóðfélagsmál sem hafa vakið mikla athygli og epískir kvæðabálkar sem hann tónklæðir ásamt félögum sínum í þungarokkssveitinni Skálmöld á þann hátt að sér ekki fyrir endann á vinsældum sveitarinnar meðal stórs hluta þjóðarinnar. Snæbjörn hefur því reynt sig við mörg ólík textaform með góðum árangri og biðu margir fyrstu skáldsögu hans með nokkurri óþreyju. Gerill segir af Arngrími Sævari sem dreymir um að verða rokkstjarna og er sannfærður um að draumar hans um frægð og frama muni rætast ef honum bara tekst að koma sér á framfæri. Hann stofnar með félögum sínum hljómsveitina Gerlar og við fylgjumst með henni gera allt í kringum sig súrara eins og gerlum er tamt. Getuleysi og sjálfsblekkingar eru aðalsmerki Sævars og það truflar hann ekkert sérstaklega þó hann hafi ekkert fram að færa þegar hann er loksins búinn að búa sér til tækifæri því það reddast alltaf – einhvern veginn. Gerill er langt frá því að vera gerilsneydd gelgjusaga og alls ekki bók sem ætti að halda að unglingsdrengjum með rokkstjörnudrauma en sem karnivalísk galsasaga fyrir fullorðna á hún ágæta spretti. Ýmislegt minnir á kvikmyndina This Is Spinal Tap, sem segir sögu þungarokkshljómveitar á tónleikaferð um Bandaríkin, og það er ekki ólíklegt að aðdáendur þeirrar myndar eigi eftir að hafa gaman af þessari bók. Snæbjörn hefur sjálfur lifað og hrærst í tónlistarheiminum um árabil og ekki fjarri lesandanum að álykta að hann byggi persónur og atvik á raunveruleika sem oft er lygilegri en skáldskapur. Textinn er lipur og mjög fyndinn á köflum, óþægilegur á öðrum. Bókin kinkar kolli til óreiðukennds galsans í gróteskusögum miðalda, lesandanum er hvergi hlíft, hvorki við háðulegum kynlífslýsingum né líkamsvessum og -úrgangi sem blandast, eða ekki, í söguþráðinn. Sjónarhorn bókarinnar fylgir Sævari, þó einstaka sinnum fáum við skoðanir annarra á bröltinu í honum, og það er með hans augum sem við sjáum aðrar persónur, til dæmis kvenpersónurnar sem eru allar frekar tvívíðar og fyrst og fremst dæmdar út frá útliti og gagnsemi. Snæbjörn skýtur föstum skotum á dægurmenningu samtímans og eirir engu og engum í hressilegum fíflaskap og háði, síst af öllu aðalpersónunni. Miðað við það vald sem Snæbjörn hefur sýnt á stíl og textagerð er engin ástæða til að telja að hann hafi ætlað sér að skrifa annað en einmitt þessa bók. Ég hefði viljað sjá meira afgerandi afstöðu sögumanns gegn sjónarhorni Sævars sem er á köflum nánast eins og handbók í gauramenningu, til dæmis er tekið furðulétt á því þegar Sævar verður fyrir grófu kynferðisofbeldi og hrelliklámi og það látið falla að annarri grótesku textans. Snæbjörn hefur sýnt það ítrekað að hann getur tekið harða afstöðu þegar honum sýnist svo og það hefði verið gaman að sjá hann beita sér betur á þeim vettvangi í þessari bók. En miðað við afköst hans á ritvellinum má telja fullvíst að það gefist fleiri tækifæri.Samantekt: Karnivalísk galsasaga fyrir fullorðna sem hefði þolað beittari afstöðu í skrifum. Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Gerill Snæbjörn Ragnarsson Útgefandi: Sögur Fjöldi síðna: 277 Kápuhönnun: Arnar Geir Ómarsson Ljósmynd: Mikael Karlbom Íslenskir rithöfundar eru margir hverjir fjölhamir í meira lagi. Ekki nóg með að flestir skrifi þeir bæði ljóð, leikrit, fullorðinsskáldsögur og barnabækur, öfugt við ýmsa starfsfélaga þeirra í útlöndum sem sérhæfa sig oftast í einni bókmenntagrein, heldur eru þeir gjarna myndlistarmenn, verkfræðingar, kennarar eða lögfræðingar í fullu starfi meðfram skrifunum. Snæbjörn Ragnarsson er hér engin undantekning. Hann er starfandi auglýsingagerðarmaður og tónlistarferil hans með hljómsveitum eins og Ljótu hálfvitunum, Innvortis og Skálmöld þekkja flestir en hann á einnig langan og farsælan skrifferil að baki. Eftir hann liggja leikrit fyrir bæði börn og fullorðna, hnyttnir dægurlagatextar, beinskeyttir pistlar um þjóðfélagsmál sem hafa vakið mikla athygli og epískir kvæðabálkar sem hann tónklæðir ásamt félögum sínum í þungarokkssveitinni Skálmöld á þann hátt að sér ekki fyrir endann á vinsældum sveitarinnar meðal stórs hluta þjóðarinnar. Snæbjörn hefur því reynt sig við mörg ólík textaform með góðum árangri og biðu margir fyrstu skáldsögu hans með nokkurri óþreyju. Gerill segir af Arngrími Sævari sem dreymir um að verða rokkstjarna og er sannfærður um að draumar hans um frægð og frama muni rætast ef honum bara tekst að koma sér á framfæri. Hann stofnar með félögum sínum hljómsveitina Gerlar og við fylgjumst með henni gera allt í kringum sig súrara eins og gerlum er tamt. Getuleysi og sjálfsblekkingar eru aðalsmerki Sævars og það truflar hann ekkert sérstaklega þó hann hafi ekkert fram að færa þegar hann er loksins búinn að búa sér til tækifæri því það reddast alltaf – einhvern veginn. Gerill er langt frá því að vera gerilsneydd gelgjusaga og alls ekki bók sem ætti að halda að unglingsdrengjum með rokkstjörnudrauma en sem karnivalísk galsasaga fyrir fullorðna á hún ágæta spretti. Ýmislegt minnir á kvikmyndina This Is Spinal Tap, sem segir sögu þungarokkshljómveitar á tónleikaferð um Bandaríkin, og það er ekki ólíklegt að aðdáendur þeirrar myndar eigi eftir að hafa gaman af þessari bók. Snæbjörn hefur sjálfur lifað og hrærst í tónlistarheiminum um árabil og ekki fjarri lesandanum að álykta að hann byggi persónur og atvik á raunveruleika sem oft er lygilegri en skáldskapur. Textinn er lipur og mjög fyndinn á köflum, óþægilegur á öðrum. Bókin kinkar kolli til óreiðukennds galsans í gróteskusögum miðalda, lesandanum er hvergi hlíft, hvorki við háðulegum kynlífslýsingum né líkamsvessum og -úrgangi sem blandast, eða ekki, í söguþráðinn. Sjónarhorn bókarinnar fylgir Sævari, þó einstaka sinnum fáum við skoðanir annarra á bröltinu í honum, og það er með hans augum sem við sjáum aðrar persónur, til dæmis kvenpersónurnar sem eru allar frekar tvívíðar og fyrst og fremst dæmdar út frá útliti og gagnsemi. Snæbjörn skýtur föstum skotum á dægurmenningu samtímans og eirir engu og engum í hressilegum fíflaskap og háði, síst af öllu aðalpersónunni. Miðað við það vald sem Snæbjörn hefur sýnt á stíl og textagerð er engin ástæða til að telja að hann hafi ætlað sér að skrifa annað en einmitt þessa bók. Ég hefði viljað sjá meira afgerandi afstöðu sögumanns gegn sjónarhorni Sævars sem er á köflum nánast eins og handbók í gauramenningu, til dæmis er tekið furðulétt á því þegar Sævar verður fyrir grófu kynferðisofbeldi og hrelliklámi og það látið falla að annarri grótesku textans. Snæbjörn hefur sýnt það ítrekað að hann getur tekið harða afstöðu þegar honum sýnist svo og það hefði verið gaman að sjá hann beita sér betur á þeim vettvangi í þessari bók. En miðað við afköst hans á ritvellinum má telja fullvíst að það gefist fleiri tækifæri.Samantekt: Karnivalísk galsasaga fyrir fullorðna sem hefði þolað beittari afstöðu í skrifum.
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira