Það er tískumyndakvöld í kvöld Ritstjórn skrifar 1. desember 2015 14:45 Clueless skjáskot Þó það sé ekkert að veðrinu þannig séð, þá er þessi snjókona fullkomin afsökun fyrir góðu tísku-bíómyndakvöldi. Glamour tók saman nokkrar myndir þar sem búningahönnuðirnir hafa farið á kostum og jafnvel haft mikil áhrif á tískuna. Góða skemmtun!Clueless Þessa mynd þarf vart að kynna. Hnésokkar, tölvustýrður fatasápur, Alaia kjóllinn frægi og rauðu satín skórnir. Að ógleymdum 53 mismunandi köflóttum munstrum sem bregður fyrir í myndinni. The September IssueskjáskotThe september Issue Raunveruleikinn í tískuheiminum eins og hann gerist bestur. Önnu Wintour og teymi hennar hjá Vogue er fylgt eftir við gerð sepetember blaðsins, þar sem ýmistlegt gengur á. Love StoryskjáskotLove story Með sorglegri kvikmyndum fyrr og síðar, en það breytir því ekki að aðalpersónan, Ali, er mikil tískufyrirmynd. Við myndum ekki slá hendinni á móti því að eignast fataskápinn hennar.A Single ManskjáskotA Single Man Tískuhönnuðinn Tom Ford er leikstjóri þessarar frábæru myndar og er allt útlit hennar óaðfinnanlegt, hvort sem það eru búningar, förðun, hár eða leikmynd. Julianne Moore er sérstaklega glæsileg í sínu hlutverki. Pretty WomanSkjáskotPretty Woman Fötin sem Julia Roberts klæddist í myndinni eru mörg hver ógleymanleg. Rauði kjóllinn, doppótti kjóllinn og hvítu hanskarnir og hatturinn. Að ógleymanlegum stígvélunum með bréfaklemmunni. Klassík.Fifth ElementskjáskotFifth Element Jean Paul Gaultier hannaði 954 búninga sérstaklega fyrir myndina. Eftirminnilegast er sennilega hvíta dressið sem Milla Jovowich klæddist og við heilluðumst öll af.Great Gatsby (1970)skjáskotGreat Gatsby Upprunalega myndin frá 1970 er ekki síðri en útgáfan frá 2013. Sem betur fer voru sniðin árið 1920 víð, þar sem leikkonan Mia Farrow var ólétt við tökur á myndinni.Bonnie & ClydeskjáskotBonnie and Clyde Með flottari búningum sem sést hafa í kvikmynd. Þó myndin eigi að gerast í kringum 1930, eru áhrif áttunda áratugarins augljós. Coco avant ChanelskjáskotCoco avant Chanel (Coco before Chanel) Audrey Toutou fer með hlutverk sjálfar Gabrielle (Coco) Chanel, í mynd um ævi eins þekktasta fatahönnuðar sögunnar, sem kom konum upp á lagið með að ganga í buxum. Röndóttir bolir, víðar buxur og einföld, karlmannleg snið. Glamour Tíska Mest lesið Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Vorlína Victoriu 2016 Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Arket frá H&M lofar góðu Glamour Anna Wintour varð amma um helgina Glamour Sturla Atlas og 66°Norður frumsýna samstarf sitt í dag Glamour Þær hafa engu gleymt Glamour Vaccarello til Saint Laurent Glamour Silkimjúkir flauelsdraumar Glamour
Þó það sé ekkert að veðrinu þannig séð, þá er þessi snjókona fullkomin afsökun fyrir góðu tísku-bíómyndakvöldi. Glamour tók saman nokkrar myndir þar sem búningahönnuðirnir hafa farið á kostum og jafnvel haft mikil áhrif á tískuna. Góða skemmtun!Clueless Þessa mynd þarf vart að kynna. Hnésokkar, tölvustýrður fatasápur, Alaia kjóllinn frægi og rauðu satín skórnir. Að ógleymdum 53 mismunandi köflóttum munstrum sem bregður fyrir í myndinni. The September IssueskjáskotThe september Issue Raunveruleikinn í tískuheiminum eins og hann gerist bestur. Önnu Wintour og teymi hennar hjá Vogue er fylgt eftir við gerð sepetember blaðsins, þar sem ýmistlegt gengur á. Love StoryskjáskotLove story Með sorglegri kvikmyndum fyrr og síðar, en það breytir því ekki að aðalpersónan, Ali, er mikil tískufyrirmynd. Við myndum ekki slá hendinni á móti því að eignast fataskápinn hennar.A Single ManskjáskotA Single Man Tískuhönnuðinn Tom Ford er leikstjóri þessarar frábæru myndar og er allt útlit hennar óaðfinnanlegt, hvort sem það eru búningar, förðun, hár eða leikmynd. Julianne Moore er sérstaklega glæsileg í sínu hlutverki. Pretty WomanSkjáskotPretty Woman Fötin sem Julia Roberts klæddist í myndinni eru mörg hver ógleymanleg. Rauði kjóllinn, doppótti kjóllinn og hvítu hanskarnir og hatturinn. Að ógleymanlegum stígvélunum með bréfaklemmunni. Klassík.Fifth ElementskjáskotFifth Element Jean Paul Gaultier hannaði 954 búninga sérstaklega fyrir myndina. Eftirminnilegast er sennilega hvíta dressið sem Milla Jovowich klæddist og við heilluðumst öll af.Great Gatsby (1970)skjáskotGreat Gatsby Upprunalega myndin frá 1970 er ekki síðri en útgáfan frá 2013. Sem betur fer voru sniðin árið 1920 víð, þar sem leikkonan Mia Farrow var ólétt við tökur á myndinni.Bonnie & ClydeskjáskotBonnie and Clyde Með flottari búningum sem sést hafa í kvikmynd. Þó myndin eigi að gerast í kringum 1930, eru áhrif áttunda áratugarins augljós. Coco avant ChanelskjáskotCoco avant Chanel (Coco before Chanel) Audrey Toutou fer með hlutverk sjálfar Gabrielle (Coco) Chanel, í mynd um ævi eins þekktasta fatahönnuðar sögunnar, sem kom konum upp á lagið með að ganga í buxum. Röndóttir bolir, víðar buxur og einföld, karlmannleg snið.
Glamour Tíska Mest lesið Eru konur að fresta barneignum of lengi? Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Vorlína Victoriu 2016 Glamour Bleik lína Lindex styður baráttuna gegn brjóstakrabbameini Glamour Arket frá H&M lofar góðu Glamour Anna Wintour varð amma um helgina Glamour Sturla Atlas og 66°Norður frumsýna samstarf sitt í dag Glamour Þær hafa engu gleymt Glamour Vaccarello til Saint Laurent Glamour Silkimjúkir flauelsdraumar Glamour