Jón Guðni: Nýtti tækifærið ekki nógu vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2015 17:41 Jón Guðni eftir undirskriftina í dag. Mynd/Heimasíða IFK Norrköping Jón Guðni Fjóluson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænsku meistarana í IFK Norrköping eftir þriggja ára dvöl hjá GIF Sundsvall. Jón Guðni er 26 ára gamall og lék með Germinal Beerschot í Belgíu í eitt ár áður en hann samdi við Sundsvall árið 2012. Þar áður hafði hann leikið með Fram í meistaraflokki hér á landi.Sjá einnig: Jón Guðni undir smásjánni hjá sænsku meisturunum Hann segist hafa vitað af áhuga Norrköping, sem varð sænskur meistar í sumar, í nokkurn tíma. „Þetta kom fyrst upp í sumar og hefur bara farið vaxandi síðan þá. Það voru fleiri möguleikar í stöðunni en það var farsællast fyrir fjölskyldunna að halda okkur innan Svíþjóðar, ekki síst þar sem við eigum von á barni í lok janúar,“ sagði hann við Vísi í dag. Jón Guðni segir að það hafi verið tímabært fyrir sig að fara til stærra félags. „Mér fannst tími til kominn að taka næsta skref á mínum ferli - komast í eitthvað stærra og betra og í lið sem vill berjast um titla.“Vísir/Facebook-síða GIF SundsvallSá eftir ummælunum Jón Guðni vakti athygli í sumar þegar hann sagði við sænska fjölmiðla vilja fara frá félaginu eftir að hann var settur út úr byrjunarliðinu fyrir leik gegn Gefle. „Það eina sem þú þarft að skrifa er að ég vil komast burt héðan eins fljótt og mögulegt er,“ var haft eftir honum. Jón Guðni segir að þrátt fyrir þetta hafi viðskilnaðurinn við Sundsvall verið góður og að hann hafi séð eftir ummælunum.Sjá einnig: Jón Guðni bestur hjá Sundsvall í sumar „Það var ekki líkt sjálfum mér að láta svona. Ég bara sprakk og sleppti öllu út eftir þennan leik. Það var kannski ágætt út af fyrir sig en maður á ekki að gera þetta svona,“ sagði hann við Vísi um málið. „Þetta er ekki ástæðan fyrir því að ég fór. Ég ákvað það sjálfur og var búinn að ákveða það áður en þetta kom upp,“ segir hann.Jón Guðni var í U-21 liði Íslands sem komst í lokakeppni EM í Danmörku.Vísir/GettyVill fara á EM eins og allir aðrir Hann stefnir á að vinna sér sæti í landsliðinu fyrir EM næsta sumar en hann á sjö A-landsleiki að baki og spilaði síðast gegn Eistlandi í 1-1 jafntefli í vináttulandsleik ytra í mars á þessu ári. „Ég stefni að því að komast á EM eins og allir aðrir en við verðum að sjá hvernig það gengur. Ég mun reyna að spila eins vel og ég get og það er það eina sem ég get gert,“ sagði hann. „Auðvitað er erfitt að vinna sér sæti í landsliðinu enda gengur vel og samkeppnin er gríðarlega hörð. Mér fannst ég sjálfum ekki nýta tækifærið nógu vel í leiknum gegn Eistlandi en það getur verið erfitt fyrir mann að koma inn í nýtt lið.“ „Það er erfitt að vera neikvæður þegar vel gengur en auðvitað vill maður vera hluti af þessu.“ Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
Jón Guðni Fjóluson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænsku meistarana í IFK Norrköping eftir þriggja ára dvöl hjá GIF Sundsvall. Jón Guðni er 26 ára gamall og lék með Germinal Beerschot í Belgíu í eitt ár áður en hann samdi við Sundsvall árið 2012. Þar áður hafði hann leikið með Fram í meistaraflokki hér á landi.Sjá einnig: Jón Guðni undir smásjánni hjá sænsku meisturunum Hann segist hafa vitað af áhuga Norrköping, sem varð sænskur meistar í sumar, í nokkurn tíma. „Þetta kom fyrst upp í sumar og hefur bara farið vaxandi síðan þá. Það voru fleiri möguleikar í stöðunni en það var farsællast fyrir fjölskyldunna að halda okkur innan Svíþjóðar, ekki síst þar sem við eigum von á barni í lok janúar,“ sagði hann við Vísi í dag. Jón Guðni segir að það hafi verið tímabært fyrir sig að fara til stærra félags. „Mér fannst tími til kominn að taka næsta skref á mínum ferli - komast í eitthvað stærra og betra og í lið sem vill berjast um titla.“Vísir/Facebook-síða GIF SundsvallSá eftir ummælunum Jón Guðni vakti athygli í sumar þegar hann sagði við sænska fjölmiðla vilja fara frá félaginu eftir að hann var settur út úr byrjunarliðinu fyrir leik gegn Gefle. „Það eina sem þú þarft að skrifa er að ég vil komast burt héðan eins fljótt og mögulegt er,“ var haft eftir honum. Jón Guðni segir að þrátt fyrir þetta hafi viðskilnaðurinn við Sundsvall verið góður og að hann hafi séð eftir ummælunum.Sjá einnig: Jón Guðni bestur hjá Sundsvall í sumar „Það var ekki líkt sjálfum mér að láta svona. Ég bara sprakk og sleppti öllu út eftir þennan leik. Það var kannski ágætt út af fyrir sig en maður á ekki að gera þetta svona,“ sagði hann við Vísi um málið. „Þetta er ekki ástæðan fyrir því að ég fór. Ég ákvað það sjálfur og var búinn að ákveða það áður en þetta kom upp,“ segir hann.Jón Guðni var í U-21 liði Íslands sem komst í lokakeppni EM í Danmörku.Vísir/GettyVill fara á EM eins og allir aðrir Hann stefnir á að vinna sér sæti í landsliðinu fyrir EM næsta sumar en hann á sjö A-landsleiki að baki og spilaði síðast gegn Eistlandi í 1-1 jafntefli í vináttulandsleik ytra í mars á þessu ári. „Ég stefni að því að komast á EM eins og allir aðrir en við verðum að sjá hvernig það gengur. Ég mun reyna að spila eins vel og ég get og það er það eina sem ég get gert,“ sagði hann. „Auðvitað er erfitt að vinna sér sæti í landsliðinu enda gengur vel og samkeppnin er gríðarlega hörð. Mér fannst ég sjálfum ekki nýta tækifærið nógu vel í leiknum gegn Eistlandi en það getur verið erfitt fyrir mann að koma inn í nýtt lið.“ „Það er erfitt að vera neikvæður þegar vel gengur en auðvitað vill maður vera hluti af þessu.“
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira