Emil: Við erum í skítamálum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2015 22:35 Vísir/Getty Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður og leikmaður Hellas Verona á Ítalíu, segir ljóst að breytinga var þörf hjá liði sínu en þjálfarinn Andrea Mandrolini var látinn fara nú í vikunni. Hellas Verona er í neðsta sæti ítölsku deildarinnar og er enn án sigurs eftir fyrstu fjórtán umferðirnar. Emil segist í viðtali við Akraborgina á X-inu vera að mörgu leyti sáttur við eigin spilamennsku en hann sér á eftir þjálfaranum eftir fimm ára samstarf þeirra í Verona. „Er það ekki þannig að þjálfarinn fær að kenna á því fyrir gengið? Það var að mínu mati ekki honum að kenna enda fullt af hlutum sem hafa ekki gengið upp hjá okkur í ár,“ sagði Emil í viðtalinu.Sjá einnig: Nýi þjálfarinn hjá Verona talar vel um Emil Hann segir að þetta sé þó eðlileg afleiðing af því að hafa ekki unnið í fjórtán leikjum í röð. „Það er í raun alveg ótrúlegt. Þetta hefur örugglega tekið meira á andlega en nokkuð annað,“ segir Emil en uppgangur Hellas Verona undanfarin fimm ár hefur verið mikill undir stjórn Mandrolini. „Við höfum upplifað marga sigra undanfarin fimm ár og þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt inn á milli höfum við alltaf náð að komast í gegnum alla erfiðleika. En nú virðist sem svo að mælirinn hafi verið fullur hjá félaginu, því miður.“ Á þessum fimm árum vann Hellas Verona bæði C- og B-deildina og hefur náð að halda velli í A-deildinni þar til nú. Emil segir ljóst að fall blasir við nema eitthvað breytist. „Við erum í skítamálum svo maður segir alveg eins og er. Það þurfti að gera einhverjar breytingar og það er komin pressa frá stuðningsmönnum og öllum í kringum félagið,“ segir hann. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Ítalski boltinn Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður og leikmaður Hellas Verona á Ítalíu, segir ljóst að breytinga var þörf hjá liði sínu en þjálfarinn Andrea Mandrolini var látinn fara nú í vikunni. Hellas Verona er í neðsta sæti ítölsku deildarinnar og er enn án sigurs eftir fyrstu fjórtán umferðirnar. Emil segist í viðtali við Akraborgina á X-inu vera að mörgu leyti sáttur við eigin spilamennsku en hann sér á eftir þjálfaranum eftir fimm ára samstarf þeirra í Verona. „Er það ekki þannig að þjálfarinn fær að kenna á því fyrir gengið? Það var að mínu mati ekki honum að kenna enda fullt af hlutum sem hafa ekki gengið upp hjá okkur í ár,“ sagði Emil í viðtalinu.Sjá einnig: Nýi þjálfarinn hjá Verona talar vel um Emil Hann segir að þetta sé þó eðlileg afleiðing af því að hafa ekki unnið í fjórtán leikjum í röð. „Það er í raun alveg ótrúlegt. Þetta hefur örugglega tekið meira á andlega en nokkuð annað,“ segir Emil en uppgangur Hellas Verona undanfarin fimm ár hefur verið mikill undir stjórn Mandrolini. „Við höfum upplifað marga sigra undanfarin fimm ár og þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt inn á milli höfum við alltaf náð að komast í gegnum alla erfiðleika. En nú virðist sem svo að mælirinn hafi verið fullur hjá félaginu, því miður.“ Á þessum fimm árum vann Hellas Verona bæði C- og B-deildina og hefur náð að halda velli í A-deildinni þar til nú. Emil segir ljóst að fall blasir við nema eitthvað breytist. „Við erum í skítamálum svo maður segir alveg eins og er. Það þurfti að gera einhverjar breytingar og það er komin pressa frá stuðningsmönnum og öllum í kringum félagið,“ segir hann. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan.
Ítalski boltinn Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira