Emil: Við erum í skítamálum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2015 22:35 Vísir/Getty Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður og leikmaður Hellas Verona á Ítalíu, segir ljóst að breytinga var þörf hjá liði sínu en þjálfarinn Andrea Mandrolini var látinn fara nú í vikunni. Hellas Verona er í neðsta sæti ítölsku deildarinnar og er enn án sigurs eftir fyrstu fjórtán umferðirnar. Emil segist í viðtali við Akraborgina á X-inu vera að mörgu leyti sáttur við eigin spilamennsku en hann sér á eftir þjálfaranum eftir fimm ára samstarf þeirra í Verona. „Er það ekki þannig að þjálfarinn fær að kenna á því fyrir gengið? Það var að mínu mati ekki honum að kenna enda fullt af hlutum sem hafa ekki gengið upp hjá okkur í ár,“ sagði Emil í viðtalinu.Sjá einnig: Nýi þjálfarinn hjá Verona talar vel um Emil Hann segir að þetta sé þó eðlileg afleiðing af því að hafa ekki unnið í fjórtán leikjum í röð. „Það er í raun alveg ótrúlegt. Þetta hefur örugglega tekið meira á andlega en nokkuð annað,“ segir Emil en uppgangur Hellas Verona undanfarin fimm ár hefur verið mikill undir stjórn Mandrolini. „Við höfum upplifað marga sigra undanfarin fimm ár og þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt inn á milli höfum við alltaf náð að komast í gegnum alla erfiðleika. En nú virðist sem svo að mælirinn hafi verið fullur hjá félaginu, því miður.“ Á þessum fimm árum vann Hellas Verona bæði C- og B-deildina og hefur náð að halda velli í A-deildinni þar til nú. Emil segir ljóst að fall blasir við nema eitthvað breytist. „Við erum í skítamálum svo maður segir alveg eins og er. Það þurfti að gera einhverjar breytingar og það er komin pressa frá stuðningsmönnum og öllum í kringum félagið,“ segir hann. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. Ítalski boltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Enski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Í beinni: Valur - Þór/KA | Heimsækja Hlíðarenda með fullt hús stiga Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Í beinni: KA - FH | Bæði lið í leit að fyrsta sigrinum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Í beinni: Nott. Forest - Man. City | Geta komist í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Sjá meira
Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður og leikmaður Hellas Verona á Ítalíu, segir ljóst að breytinga var þörf hjá liði sínu en þjálfarinn Andrea Mandrolini var látinn fara nú í vikunni. Hellas Verona er í neðsta sæti ítölsku deildarinnar og er enn án sigurs eftir fyrstu fjórtán umferðirnar. Emil segist í viðtali við Akraborgina á X-inu vera að mörgu leyti sáttur við eigin spilamennsku en hann sér á eftir þjálfaranum eftir fimm ára samstarf þeirra í Verona. „Er það ekki þannig að þjálfarinn fær að kenna á því fyrir gengið? Það var að mínu mati ekki honum að kenna enda fullt af hlutum sem hafa ekki gengið upp hjá okkur í ár,“ sagði Emil í viðtalinu.Sjá einnig: Nýi þjálfarinn hjá Verona talar vel um Emil Hann segir að þetta sé þó eðlileg afleiðing af því að hafa ekki unnið í fjórtán leikjum í röð. „Það er í raun alveg ótrúlegt. Þetta hefur örugglega tekið meira á andlega en nokkuð annað,“ segir Emil en uppgangur Hellas Verona undanfarin fimm ár hefur verið mikill undir stjórn Mandrolini. „Við höfum upplifað marga sigra undanfarin fimm ár og þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt inn á milli höfum við alltaf náð að komast í gegnum alla erfiðleika. En nú virðist sem svo að mælirinn hafi verið fullur hjá félaginu, því miður.“ Á þessum fimm árum vann Hellas Verona bæði C- og B-deildina og hefur náð að halda velli í A-deildinni þar til nú. Emil segir ljóst að fall blasir við nema eitthvað breytist. „Við erum í skítamálum svo maður segir alveg eins og er. Það þurfti að gera einhverjar breytingar og það er komin pressa frá stuðningsmönnum og öllum í kringum félagið,“ segir hann. Viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan.
Ítalski boltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Enski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Fleiri fréttir „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Í beinni: Valur - Þór/KA | Heimsækja Hlíðarenda með fullt hús stiga Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Leik lokið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Í beinni: KA - FH | Bæði lið í leit að fyrsta sigrinum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Í beinni: Nott. Forest - Man. City | Geta komist í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Sjá meira