Hvítar lygar Frosti Logason skrifar 3. desember 2015 07:00 Hvers vegna grípur fólk til hvítra lyga? Fyrir því eru auðvitað margvíslegar ástæður. Ég á einn félaga sem virðist hreinlega ekki geta sagt satt. Það er bara eitthvað sem heimilar honum það ekki. Þegar hann er á leiðinni í heimsókn segist hann ætla að mæta eftir hálftíma en kemur eftir tvo. Ef þú hringir í hann og spyrð hvar hann sé þá segist hann alltaf vera nær en hann er í raun. „Ég er bara hérna hjá Kringlunni, það eru fimm mínútur í mig,“ segir hann hjá álverinu í Straumsvík og verður aldrei kominn fyrr en eftir 20 mínútur í fyrsta lagi. Hugsanlega telur hann sig vera að gera fólki til geðs með því að segja alltaf eitthvað sem hann heldur að fólk vilji heyra fremur en það sem er satt og rétt. En niðurstaða þessara æfinga verður aldrei til þess að auka traust milli vina, síður en svo. Þessi árátta félagans gerir engum gott og allra síst honum sjálfum. Hann er til að mynda að verða nauðasköllóttur fyrir aldur fram sem ég tel að megi rekja beint til þess stanslausa kvíða sem fylgir því að þurfa stöðugt að segja ósatt. Heiðarlegt fólk sem hefur að leiðarljósi í sínu lífi að segja alltaf satt og rétt frá er því miður ekki á hverju strái. Slíkar manneskjur eru eins og vin í eyðimörk. Þú veist að það segir það sem það meinar og meinar það sem það segir. Það segir ekki eitt fyrir framan þig og annað í baktali. Það segir þér heiðarlega frá þegar það telur þig vera að breyta rangt og hrós frá slíkum manneskjum verður aldrei misskilið sem falskur sleikjuskapur. Þó að öll gerumst við einhvern tíma sek um hvítar lygar borgar sig alltaf frekar að sleppa þeim. Eigðu góðan dag á morgun með því að segja sannleikann í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að mása sig hása til að tefja Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun
Hvers vegna grípur fólk til hvítra lyga? Fyrir því eru auðvitað margvíslegar ástæður. Ég á einn félaga sem virðist hreinlega ekki geta sagt satt. Það er bara eitthvað sem heimilar honum það ekki. Þegar hann er á leiðinni í heimsókn segist hann ætla að mæta eftir hálftíma en kemur eftir tvo. Ef þú hringir í hann og spyrð hvar hann sé þá segist hann alltaf vera nær en hann er í raun. „Ég er bara hérna hjá Kringlunni, það eru fimm mínútur í mig,“ segir hann hjá álverinu í Straumsvík og verður aldrei kominn fyrr en eftir 20 mínútur í fyrsta lagi. Hugsanlega telur hann sig vera að gera fólki til geðs með því að segja alltaf eitthvað sem hann heldur að fólk vilji heyra fremur en það sem er satt og rétt. En niðurstaða þessara æfinga verður aldrei til þess að auka traust milli vina, síður en svo. Þessi árátta félagans gerir engum gott og allra síst honum sjálfum. Hann er til að mynda að verða nauðasköllóttur fyrir aldur fram sem ég tel að megi rekja beint til þess stanslausa kvíða sem fylgir því að þurfa stöðugt að segja ósatt. Heiðarlegt fólk sem hefur að leiðarljósi í sínu lífi að segja alltaf satt og rétt frá er því miður ekki á hverju strái. Slíkar manneskjur eru eins og vin í eyðimörk. Þú veist að það segir það sem það meinar og meinar það sem það segir. Það segir ekki eitt fyrir framan þig og annað í baktali. Það segir þér heiðarlega frá þegar það telur þig vera að breyta rangt og hrós frá slíkum manneskjum verður aldrei misskilið sem falskur sleikjuskapur. Þó að öll gerumst við einhvern tíma sek um hvítar lygar borgar sig alltaf frekar að sleppa þeim. Eigðu góðan dag á morgun með því að segja sannleikann í dag.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun