Bryan Ferry á leið í Hörpu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. desember 2015 08:00 Bryan Ferry í þrumustuði. Vísir/Getty Stórsöngvarinn Bryan Ferry er á leiðinni til landsins og heldur tónleika í Eldborg í Hörpu í maí á næsta ári. Ferry tróð síðast upp hér á landi á tvennum tónleikum, fyrir þremur árum. Þá var honum mjög vel tekið og fékk hann meðal annars fimm stjörnur fyrir frammistöðuna frá gagnrýnanda Fréttablaðsins. Ferry á að baki um fjögurra áratuga feril í tónlist, en hann sló fyrst í gegn með sveitinni Roxy Music í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar. Ferry hefur alls tekið þátt í gerð 31 breiðskífu á ferlinum og hefur hann hannað umslögin utan um margar þeirra. Hann hefur einnig starfað á sviði tísku, meðal annars starfað með verslanakeðjunni H&M. Tónleikarnir, sem fara fram þann 16. maí, eru liður í Evróputúr Ferry. Mikill fjöldi tónlistarmanna og sviðsmanna ferðast með söngvaranum og mun hann spanna allan feril sinn í Hörpu. Í fyrra sendi hann frá sér plötuna Avonmore, sem fékk góða dóma. Platan fékk meðal annars fjórar stjörnur frá gagnrýnanda The Guardian.Ferill Ferry í nokkrum punktum Bryan Ferry hefur sent frá sér 13 breiðskífur á sólóferli sínum. 41 ár er á milli fyrstu og síðustu breiðskífu Ferry. Ferry hefur komið að 31 breiðskífu á ferlinum. Hljómsveitin Roxy Music tók sér hlé í 28 ár, en sveitin starfaði ekki saman frá 1983 til 2001. Sveitin hefur komið nokkrum sinnum saman síðasta áratuginn. Hlustað hefur verið 9 milljón sinnum á vinsælasta Ferry á Spotify en það er lagið Slave to Love. Tónlist Tengdar fréttir Firnagóður Ferry Bryan Ferry heillaði troðfullan Eldborgarsal á sunnudagskvöldið. Ferry lék á alls oddi og sýndi að hann á nóg eftir. Á heildina litið firnagóðir tónleikar sem stóðust allar væntingar – og þær voru miklar! 29. maí 2012 18:00 Ferry sleikti sólina á Kaffi París Breski tónlistarmaðurinn Bryan Ferry fékk góðar móttökur er hann lagði undir sig sviðið í Eldborgarsal Hörpu á sunnudagskvöldið. Fyrir tónleikana sleikti Ferry sólina í Reykjavíkurborg þar sem hann settist meðal annars út á Kaffi París og lét sig ekki muna um að skrifa nokkrar eiginhandaráritanir til aðdáenda. 29. maí 2012 20:00 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Sjá meira
Stórsöngvarinn Bryan Ferry er á leiðinni til landsins og heldur tónleika í Eldborg í Hörpu í maí á næsta ári. Ferry tróð síðast upp hér á landi á tvennum tónleikum, fyrir þremur árum. Þá var honum mjög vel tekið og fékk hann meðal annars fimm stjörnur fyrir frammistöðuna frá gagnrýnanda Fréttablaðsins. Ferry á að baki um fjögurra áratuga feril í tónlist, en hann sló fyrst í gegn með sveitinni Roxy Music í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar. Ferry hefur alls tekið þátt í gerð 31 breiðskífu á ferlinum og hefur hann hannað umslögin utan um margar þeirra. Hann hefur einnig starfað á sviði tísku, meðal annars starfað með verslanakeðjunni H&M. Tónleikarnir, sem fara fram þann 16. maí, eru liður í Evróputúr Ferry. Mikill fjöldi tónlistarmanna og sviðsmanna ferðast með söngvaranum og mun hann spanna allan feril sinn í Hörpu. Í fyrra sendi hann frá sér plötuna Avonmore, sem fékk góða dóma. Platan fékk meðal annars fjórar stjörnur frá gagnrýnanda The Guardian.Ferill Ferry í nokkrum punktum Bryan Ferry hefur sent frá sér 13 breiðskífur á sólóferli sínum. 41 ár er á milli fyrstu og síðustu breiðskífu Ferry. Ferry hefur komið að 31 breiðskífu á ferlinum. Hljómsveitin Roxy Music tók sér hlé í 28 ár, en sveitin starfaði ekki saman frá 1983 til 2001. Sveitin hefur komið nokkrum sinnum saman síðasta áratuginn. Hlustað hefur verið 9 milljón sinnum á vinsælasta Ferry á Spotify en það er lagið Slave to Love.
Tónlist Tengdar fréttir Firnagóður Ferry Bryan Ferry heillaði troðfullan Eldborgarsal á sunnudagskvöldið. Ferry lék á alls oddi og sýndi að hann á nóg eftir. Á heildina litið firnagóðir tónleikar sem stóðust allar væntingar – og þær voru miklar! 29. maí 2012 18:00 Ferry sleikti sólina á Kaffi París Breski tónlistarmaðurinn Bryan Ferry fékk góðar móttökur er hann lagði undir sig sviðið í Eldborgarsal Hörpu á sunnudagskvöldið. Fyrir tónleikana sleikti Ferry sólina í Reykjavíkurborg þar sem hann settist meðal annars út á Kaffi París og lét sig ekki muna um að skrifa nokkrar eiginhandaráritanir til aðdáenda. 29. maí 2012 20:00 Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Sjá meira
Firnagóður Ferry Bryan Ferry heillaði troðfullan Eldborgarsal á sunnudagskvöldið. Ferry lék á alls oddi og sýndi að hann á nóg eftir. Á heildina litið firnagóðir tónleikar sem stóðust allar væntingar – og þær voru miklar! 29. maí 2012 18:00
Ferry sleikti sólina á Kaffi París Breski tónlistarmaðurinn Bryan Ferry fékk góðar móttökur er hann lagði undir sig sviðið í Eldborgarsal Hörpu á sunnudagskvöldið. Fyrir tónleikana sleikti Ferry sólina í Reykjavíkurborg þar sem hann settist meðal annars út á Kaffi París og lét sig ekki muna um að skrifa nokkrar eiginhandaráritanir til aðdáenda. 29. maí 2012 20:00