Leit tveggja einstaklinga að lausn í hverfulum heimi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2015 13:30 "Strákur og stelpa er eitthvað sem fólk er vant en tveir strákar breikka persónurnar og gera innri átök þeirra sterkari,“ segir Guðjón. Vísir/Anton Brink „Við tökum eina sögu út úr leikritinu Stræti og gerum sérstaka sýningu úr henni. Hún er um ást og örlög Joey og Clarks, tveggja samkynhneigðra ungra pilta og leit þeirra að lausn í hverfulum heimi,“ segir Guðjón Sigvaldason sem leikstýrir sýningu Halaleikhópsins í Hátúni 12 annað kvöld klukkan 20. Upphaflega var sagan um pilt og stúlku, Joe og Clare, en Guðjón segir hana ganga betur upp með því að hafa karlmenn í henni. „Strákur og stelpa er eitthvað sem fólk er vant, tveir strákar breikka persónurnar og gera innri átök þeirra sterkari. Annar pilturinn er búinn að vera í svelti í fjóra daga og það að gera hann að samkynhneigðum einstaklingi dýpkar leikinn, engu þurfti að breyta í textanum nema kvenorðum í karlaorð.“Guðjón veit ekki til að slík breyting á hlutverkunum hafi verið gerð áður í Stræti, né heldur að gera þessa sögu tveggja einstaklinga að sérstakri sýningu. „Þetta er um klukkutíma langt stykki og er satt að segja mjög spennandi,“ segir leikstjórinn. Með hlutverkin fara Bjarki Rúnar Gunnarsson og Guðbrandur Loki Rúnarsson. Guðjón segir þá vera leikarasyni sem hafi alist upp í leikhúsum og unnið með Halaleikhópnum áður. „Þegar þeir voru 13 ára léku þeir löggur í Pókók eftir Jökul Jakobsson.“ Sýning númer tvö er á laugardagskvöld á sama tíma. Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Við tökum eina sögu út úr leikritinu Stræti og gerum sérstaka sýningu úr henni. Hún er um ást og örlög Joey og Clarks, tveggja samkynhneigðra ungra pilta og leit þeirra að lausn í hverfulum heimi,“ segir Guðjón Sigvaldason sem leikstýrir sýningu Halaleikhópsins í Hátúni 12 annað kvöld klukkan 20. Upphaflega var sagan um pilt og stúlku, Joe og Clare, en Guðjón segir hana ganga betur upp með því að hafa karlmenn í henni. „Strákur og stelpa er eitthvað sem fólk er vant, tveir strákar breikka persónurnar og gera innri átök þeirra sterkari. Annar pilturinn er búinn að vera í svelti í fjóra daga og það að gera hann að samkynhneigðum einstaklingi dýpkar leikinn, engu þurfti að breyta í textanum nema kvenorðum í karlaorð.“Guðjón veit ekki til að slík breyting á hlutverkunum hafi verið gerð áður í Stræti, né heldur að gera þessa sögu tveggja einstaklinga að sérstakri sýningu. „Þetta er um klukkutíma langt stykki og er satt að segja mjög spennandi,“ segir leikstjórinn. Með hlutverkin fara Bjarki Rúnar Gunnarsson og Guðbrandur Loki Rúnarsson. Guðjón segir þá vera leikarasyni sem hafi alist upp í leikhúsum og unnið með Halaleikhópnum áður. „Þegar þeir voru 13 ára léku þeir löggur í Pókók eftir Jökul Jakobsson.“ Sýning númer tvö er á laugardagskvöld á sama tíma.
Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira