Erlent

Ræða hvort gera eigi hlé á Schengen-samstarfinu

Atli Ísleifsson skrifar
Um 1,2 milljónir flóttamanna hafa lagt leið sína inn á Schengen-svæðið frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku það sem af er ári.
Um 1,2 milljónir flóttamanna hafa lagt leið sína inn á Schengen-svæðið frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku það sem af er ári. Vísir/AFP
Ráðherrar aðildarríkja ESB munu á morgun ræða þann möguleika hvort að gera eigi tveggja á hlé á Schengen-samstarfinu þar sem flóttamannastraumurinn hafi opinberað „alvarlega annmarka“ á grísku landamærunum sem ógni svæðinu öllu.

Financial Times greinir frá þessu, en innanríkisráðherrar aðildarríkja munu koma saman til fundar í Brussel á morgun.

Um 1,2 milljónir flóttamanna hafa lagt leið sína inn á Schengen-svæðið frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku það sem af er ári.

Mögileikinn á að beita „26. greininni“ kemur fram í minnisblaði sem lagt verður fyrir fund innanríkisráðherra aðildarríkjanna og hefur verið lekið til FT. Lúxemborg er í forsæti ráðherraráðs ESB um þessarar mundir.

Samþykki ráðherrar tillöguna gæti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lagt til að loka einum eða fleiri landamærum innan Schengen-svæðisins í allt að tvö ár. Verði þetta að veruleika er möguleiki á að reglulegu landamæraeftirliti yrði víða komið á milli landa innan Schengen-svæðisins.

Í frétt FT kemur fram að ESB hafi ítrekað sagt grískum stjórnvöldum að taka málið fastari tökum, ellegar eiga á hættu að verða rekið úr Schengen-samstarfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×