Partívæn ádeila Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2015 09:00 Tinna segir að sprettan að laginu hafa verið setninguna Ignorance is bliss. Vísir/Stefán Ég hef samið frá því ég var bara lítið peð og samdi mjög hádramatísk ljóð sem barn,“ segir Tinna Sverrisdóttir hlæjandi, en hún brýtur í dag blað á listamannsferli sínum, því hún gefur út sitt fyrsta sólólag með hópnum Reykjavíkurdætrum á morgun. Lagið ber titilinn Heppin og samdi Tinna textann undir takt Lady Babuska, og fylgir því eftir í myndbandi lagsins, þar sem hún kemur fram ein síns liðs og er því um algjöra nýlundu að ræða innan hópsins. Tinna, sem er menntuð leikkona, segir það þó aldrei hafa staðið til að gerast rappetta, það kom óvænt upp. „Það var ekki stefnan. Þegar ég var lítil dreymdi mig um að verða söngkona eða leikkona. Svo varð mér það ljóst á táningsaldri að ég yrði ekki söngkona,“ segir hún og hlær. Þrátt fyrir að hafa söðlað um með Reykjavíkurdætrum í rúm tvö ár er leiklistin hennar fag og fær hún útrás fyrir hana með dætrunum á sviði. Hugmyndin að laginu kviknaði á ferðalagi. „Ég var að ferðast í fimm mánuði í Asíu með kærastanum mínum fjarri öllum sautján systrum mínum. Það var svo margt sem gerðist í þeirri ferð, margt sem ég upplifði algjörlega framandi. Að sjá aðra menningarheima og fólk á öðrum stað í lífinu en ég sjálf þótti mér lærdómsríkast,“ segir hún og heldur áfram: „Það kveikti einhvern eld hjá mér og ég ákvað bara að semja lagið á meðan ég var þarna úti og gerði það á Balí,“ segir hún og heldur áfram: „Sprettan að laginu var setningin Ignorance is bliss sem kom til mín þegar ég fór að setja saman hliðstæður af tveimur heimum.“ Lagið segir Tinna vera ádeilu á afþreyingarefni okkar og hversu auðvelt sé að aftengja sig atburðum sem eiga sér stað út í heimi. Hún segir að þó að lagið fjalli um alvarleg málefni þá sé það samt sem áður partívænt. „Ég ákvað að fara inn í ádeiluna og búa til partílag með takti, stemningu og pínu grúvi. Markmiðið mitt var að fá fólk út á dansgólfið og það kannski staldrar við þegar það byrjar að hlusta. Og ég notaði pínu kaótískan stíl til þess að koma á framfæri því sem var í brennidepli hjá fjölmiðlum og mér persónulega,“ segir Tinna og nefnir sem dæmi kynferðisbrot, flóttamenn og hryðjuverk. Hún segist bæði vera stressuð og spennt yfir því að senda lagið frá sér. „Þetta er svo viðkvæmt, maður er að deila á fyrsta heiminn sem maður sjálfur býr í en vill opna einhver augu og það er fín lína að verða ekki einhver predikari. Ég stíg inn í það hlutverk að vera tákngervingur alls þess sem ég er að gagnrýna í myndbandinu,“ segir hún og bætir við: „Sukkum, dettum í það og dönsum til að gleyma.“ Myndbandið við Heppin verður frumsýnt á Lofti hosteli á morgun klukkan 20.00 en því er leikstýrt af Dominique Gyðu Sigrúnardóttur og aðstoðarleikstjóri þess er Thelma Marín Jónsdóttir en myndbandið var tekið upp í Iðnó og auk Tinnu eru í því fjöldi leikara og dansara. Tónlist Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur leggja land undir fót Rapphópur Reykjavíkurdætur hefur fengið fyrirspurnir og tilboð frá hinum ýmsu tónlistarhátíðum víðsvegar um heim eftir Iceland Airwaves. Hópurinn stefnir einnig á að gefa út sína fyrstu plötu í vor. 24. nóvember 2015 08:00 The Guardian fjallar um íslensku rappsenuna: „Ótrúlega frumlegt“ íslenska rappsenan er til umfjöllunar í The Guardian og er talað um hana sem litríka og skemmtilega. 29. júlí 2015 13:00 Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Reykti pabba sinn Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ég hef samið frá því ég var bara lítið peð og samdi mjög hádramatísk ljóð sem barn,“ segir Tinna Sverrisdóttir hlæjandi, en hún brýtur í dag blað á listamannsferli sínum, því hún gefur út sitt fyrsta sólólag með hópnum Reykjavíkurdætrum á morgun. Lagið ber titilinn Heppin og samdi Tinna textann undir takt Lady Babuska, og fylgir því eftir í myndbandi lagsins, þar sem hún kemur fram ein síns liðs og er því um algjöra nýlundu að ræða innan hópsins. Tinna, sem er menntuð leikkona, segir það þó aldrei hafa staðið til að gerast rappetta, það kom óvænt upp. „Það var ekki stefnan. Þegar ég var lítil dreymdi mig um að verða söngkona eða leikkona. Svo varð mér það ljóst á táningsaldri að ég yrði ekki söngkona,“ segir hún og hlær. Þrátt fyrir að hafa söðlað um með Reykjavíkurdætrum í rúm tvö ár er leiklistin hennar fag og fær hún útrás fyrir hana með dætrunum á sviði. Hugmyndin að laginu kviknaði á ferðalagi. „Ég var að ferðast í fimm mánuði í Asíu með kærastanum mínum fjarri öllum sautján systrum mínum. Það var svo margt sem gerðist í þeirri ferð, margt sem ég upplifði algjörlega framandi. Að sjá aðra menningarheima og fólk á öðrum stað í lífinu en ég sjálf þótti mér lærdómsríkast,“ segir hún og heldur áfram: „Það kveikti einhvern eld hjá mér og ég ákvað bara að semja lagið á meðan ég var þarna úti og gerði það á Balí,“ segir hún og heldur áfram: „Sprettan að laginu var setningin Ignorance is bliss sem kom til mín þegar ég fór að setja saman hliðstæður af tveimur heimum.“ Lagið segir Tinna vera ádeilu á afþreyingarefni okkar og hversu auðvelt sé að aftengja sig atburðum sem eiga sér stað út í heimi. Hún segir að þó að lagið fjalli um alvarleg málefni þá sé það samt sem áður partívænt. „Ég ákvað að fara inn í ádeiluna og búa til partílag með takti, stemningu og pínu grúvi. Markmiðið mitt var að fá fólk út á dansgólfið og það kannski staldrar við þegar það byrjar að hlusta. Og ég notaði pínu kaótískan stíl til þess að koma á framfæri því sem var í brennidepli hjá fjölmiðlum og mér persónulega,“ segir Tinna og nefnir sem dæmi kynferðisbrot, flóttamenn og hryðjuverk. Hún segist bæði vera stressuð og spennt yfir því að senda lagið frá sér. „Þetta er svo viðkvæmt, maður er að deila á fyrsta heiminn sem maður sjálfur býr í en vill opna einhver augu og það er fín lína að verða ekki einhver predikari. Ég stíg inn í það hlutverk að vera tákngervingur alls þess sem ég er að gagnrýna í myndbandinu,“ segir hún og bætir við: „Sukkum, dettum í það og dönsum til að gleyma.“ Myndbandið við Heppin verður frumsýnt á Lofti hosteli á morgun klukkan 20.00 en því er leikstýrt af Dominique Gyðu Sigrúnardóttur og aðstoðarleikstjóri þess er Thelma Marín Jónsdóttir en myndbandið var tekið upp í Iðnó og auk Tinnu eru í því fjöldi leikara og dansara.
Tónlist Tengdar fréttir Reykjavíkurdætur leggja land undir fót Rapphópur Reykjavíkurdætur hefur fengið fyrirspurnir og tilboð frá hinum ýmsu tónlistarhátíðum víðsvegar um heim eftir Iceland Airwaves. Hópurinn stefnir einnig á að gefa út sína fyrstu plötu í vor. 24. nóvember 2015 08:00 The Guardian fjallar um íslensku rappsenuna: „Ótrúlega frumlegt“ íslenska rappsenan er til umfjöllunar í The Guardian og er talað um hana sem litríka og skemmtilega. 29. júlí 2015 13:00 Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Reykti pabba sinn Lífið Fleiri fréttir Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Reykjavíkurdætur leggja land undir fót Rapphópur Reykjavíkurdætur hefur fengið fyrirspurnir og tilboð frá hinum ýmsu tónlistarhátíðum víðsvegar um heim eftir Iceland Airwaves. Hópurinn stefnir einnig á að gefa út sína fyrstu plötu í vor. 24. nóvember 2015 08:00
The Guardian fjallar um íslensku rappsenuna: „Ótrúlega frumlegt“ íslenska rappsenan er til umfjöllunar í The Guardian og er talað um hana sem litríka og skemmtilega. 29. júlí 2015 13:00