Brúarsmiður eða farartálmi Ásdís Sigmundsdóttir skrifar 4. desember 2015 11:30 Hundadagar Einar Már Guðmundsson Útgefandi: Mál og menning Hundadagar er frekar óvenjuleg söguleg skáldsaga. Sagan segir frá ævi og persónu Jörundar hundadagakonungs, auk nokkurra annarra nafngreindra manna og kvenna, og eru þar fyrirferðarmestir Jón Steingrímsson eldklerkur og Finnur Magnússon prófessor. Þessar persónur eru settar í, oft á tíðum, frumlegt samhengi við atburði sögunnar bæði fyrr og nú. Frásagnaraðferð höfundar er þannig að meðvitað er sköpuð ákveðin fjarlægð á milli lesenda og persóna sögunnar. Sögu Jörundar og annarra persóna er miðlað í gegnum sögumann. Sá segir frá í fyrstu persónu, er greinilega samtímamaður okkar og svo fyrirferðarmikill að hann stendur eins og farartálmi eða brú á milli heimanna tveggja. Heim fortíðarinnar og heim Íslendinga dagsins í dag. Sögumaður dregur upp samsvaranir á milli ýmissa atburða á sögutímanum og í nútímanum og brúar á þann hátt bilið á milli söguefnisins og lesenda. Þannig er bókin líka í vissum skilningi túlkun á samtíma okkar. En til þess að brúin sé traust þarf lesandi að samþykkja sýn sögumanns bæði á sögupersónurnar og atburðina sem tengjast þeim og samtímann. Þeir þurfa að gangast inn á forsendur hans og kaupa tengingar hans – ef þeir gera það ekki er hætt við að sögumaður verði að farartálma á leiðinni á milli lesanda og sögu. Sögumaður er því í raun aðalpersóna bókarinnar en ekki Jörundur eða aðrar persónur þó að ævi þeirra og örlögum sé lýst. Það er sýn sögumanns á menn og atburði og þær tengingar sem hann skapar á milli þeirra sem skipta höfuðmáli. Stíllinn einkennist af þessari stöðu sögumanns sem milliliðs. Tungumálið er nútímalegt og engin tilraun gerð til að hafa það í samræmi við þann tíma sem verið er að lýsa. Sögumaður metur atburði fortíðar á forsendum nútímans og gerir það með orðfæri hans: „Hjá séra Jóni var hörkudjobb að vera prestur. Hann rann ekki af hólmi einsog kollegar hans heldur var meðal fólksins þegar það þurfti á honum að halda, og hann var bæði læknir og félagsmálastofnun.“ (43) Sögumaður vitnar líka í ýmiss konar samtímaheimildir og aðrar bækur um efnið og leggur mat á þær, samþykkir eða hafnar sýn þeirra á menn og málefni. Þeir sögulegu atburðir sem lýst er í bókinni eru ævintýralegir og áhugaverðir. Mikil frásagnargleði einkennir framsetningu sögumanns en hann flakkar fram og til baka í tíma og fer stundum í alls konar útúrdúra. Þó þessir útúrdúrar séu stundum skemmtilegir, gerir þetta það að verkum að sögumaður endurtekur sig full mikið og oft eru tengingar og viðlíkingar milli manna og atburða ansi langsóttar. Frásagnaraðferð bókarinnar hefur svo mikil áhrif á söguna og upplifun lesanda að hún er líklega úrslitaatriðið í því hvort lesenda líkar bókin eða ekki. Ef hann samþykkir aðferðina og sögumanninn þá er sagan um Jörund og samferðamenn hans skemmtileg lesning, en ef ekki og lesandi nálgast hana eins og um hefðbundna sögulega skáldsögu sé að ræða þá er hætt við að hann verði fyrir vonbrigðum.Niðurstaða: Ævintýralegt efni og mikil frásagnargleði en frásagnaraðferðin gæti valdið því að lesendur ættu erfitt með að tengjast hinum sögulegu persónum. Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Hundadagar Einar Már Guðmundsson Útgefandi: Mál og menning Hundadagar er frekar óvenjuleg söguleg skáldsaga. Sagan segir frá ævi og persónu Jörundar hundadagakonungs, auk nokkurra annarra nafngreindra manna og kvenna, og eru þar fyrirferðarmestir Jón Steingrímsson eldklerkur og Finnur Magnússon prófessor. Þessar persónur eru settar í, oft á tíðum, frumlegt samhengi við atburði sögunnar bæði fyrr og nú. Frásagnaraðferð höfundar er þannig að meðvitað er sköpuð ákveðin fjarlægð á milli lesenda og persóna sögunnar. Sögu Jörundar og annarra persóna er miðlað í gegnum sögumann. Sá segir frá í fyrstu persónu, er greinilega samtímamaður okkar og svo fyrirferðarmikill að hann stendur eins og farartálmi eða brú á milli heimanna tveggja. Heim fortíðarinnar og heim Íslendinga dagsins í dag. Sögumaður dregur upp samsvaranir á milli ýmissa atburða á sögutímanum og í nútímanum og brúar á þann hátt bilið á milli söguefnisins og lesenda. Þannig er bókin líka í vissum skilningi túlkun á samtíma okkar. En til þess að brúin sé traust þarf lesandi að samþykkja sýn sögumanns bæði á sögupersónurnar og atburðina sem tengjast þeim og samtímann. Þeir þurfa að gangast inn á forsendur hans og kaupa tengingar hans – ef þeir gera það ekki er hætt við að sögumaður verði að farartálma á leiðinni á milli lesanda og sögu. Sögumaður er því í raun aðalpersóna bókarinnar en ekki Jörundur eða aðrar persónur þó að ævi þeirra og örlögum sé lýst. Það er sýn sögumanns á menn og atburði og þær tengingar sem hann skapar á milli þeirra sem skipta höfuðmáli. Stíllinn einkennist af þessari stöðu sögumanns sem milliliðs. Tungumálið er nútímalegt og engin tilraun gerð til að hafa það í samræmi við þann tíma sem verið er að lýsa. Sögumaður metur atburði fortíðar á forsendum nútímans og gerir það með orðfæri hans: „Hjá séra Jóni var hörkudjobb að vera prestur. Hann rann ekki af hólmi einsog kollegar hans heldur var meðal fólksins þegar það þurfti á honum að halda, og hann var bæði læknir og félagsmálastofnun.“ (43) Sögumaður vitnar líka í ýmiss konar samtímaheimildir og aðrar bækur um efnið og leggur mat á þær, samþykkir eða hafnar sýn þeirra á menn og málefni. Þeir sögulegu atburðir sem lýst er í bókinni eru ævintýralegir og áhugaverðir. Mikil frásagnargleði einkennir framsetningu sögumanns en hann flakkar fram og til baka í tíma og fer stundum í alls konar útúrdúra. Þó þessir útúrdúrar séu stundum skemmtilegir, gerir þetta það að verkum að sögumaður endurtekur sig full mikið og oft eru tengingar og viðlíkingar milli manna og atburða ansi langsóttar. Frásagnaraðferð bókarinnar hefur svo mikil áhrif á söguna og upplifun lesanda að hún er líklega úrslitaatriðið í því hvort lesenda líkar bókin eða ekki. Ef hann samþykkir aðferðina og sögumanninn þá er sagan um Jörund og samferðamenn hans skemmtileg lesning, en ef ekki og lesandi nálgast hana eins og um hefðbundna sögulega skáldsögu sé að ræða þá er hætt við að hann verði fyrir vonbrigðum.Niðurstaða: Ævintýralegt efni og mikil frásagnargleði en frásagnaraðferðin gæti valdið því að lesendur ættu erfitt með að tengjast hinum sögulegu persónum.
Menning Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira