Heilsan er ekki gefins Nanna Árnadóttir og íþróttafræðingur skrifa 7. desember 2015 11:00 Eins og ég hef minnst á áður að þá er ég ólétt, já, ennþá ólétt og á ekki að eiga fyrr en á næsta ári. Jú, vissulega er síðasti mánuður ársins genginn í garð en ég á alveg 7 vikur eftir í settan dag og mér finnst það bara ansi mikið, miðað við núverandi líðan. Ég hef nú oft haft það verra samt og veit að margar aðrar hafa það margfalt verra en ég, en stundum nennir maður bara einfaldlega ekki meir.„Er þetta ekki næs?“ Mér var ráðlagt af ljósmóður að fara að hægja aðeins á mér og taka því meira rólega, leggjast meira upp í sófa, þó svo að ég leggi mig nú yfirleitt aðeins á daginn, og alls ekki vera að þrífa eða laga til heima hjá mér. Ég fékk svo spurninguna um daginn hvort það væri ekki bara næs að þurfa að liggja svolítið og mega í rauninni ekkert gera hérna heima hjá mér. Svarið mitt var nú bara nei, það finnst mér alls ekki. Mér finnst rosalega erfitt að geta ekki lagað til þegar ég vil það, eldað matinn án þess að þurfa að setjast niður í miðjum klíðum, geta ekki haldið á barninu mínu eða farið með honum út að leika þegar hann biður um það. Ofan á þreytuna og samdrættina bætist síðan við grindargliðnunin (sem ég var að vonast til þess að vera alveg sloppin við en það er ekki alveg svo gott) sem versnar dag frá degi og gerir það að verkum að ég fer voðalega hægt um og erfitt er að stíga fram úr rúminu án verkja.Heilbrigði ekki sjálfgefið Þessi grein var nú þó ekki einungis skrifuð til þess að kvarta og kveina heldur til þess að minna ykkur kæru landsmenn á að heilsan er ekki gefins, eins og ég finn svo sannarlega fyrir núna. Ég mun endurheimta mína heilsu og getu til að hreyfa mig almennilega eftir nokkrar vikur en ég veit að það eru ekki allir svo heppnir. Nýtum tækifærið á meðan við getum og ræktum líkamlegu og andlegu hliðina. Hreyfum okkur, fáum blóðflæðið af stað í líkamanum, hjartað til að slá örlítið hraðar og svitann leka af andlitinu. Nýtum tækifærið á meðan við getum til þess að verða besta útgáfan af okkur sjálfum og lengjum þar með tímann sem við höfum við heilsu, því hún er svo sannarlega ekki sjálfsagður hlutur. Ég get allavega ekki beðið eftir því að dansa og leika almennilega við strákinn minn, fara út á sleða, svitna, fara út að hlaupa, hjóla, lyfta, planka, beygja, rétta og verða þreytt af góðri líkamlegri þreytu, ekki bara af því að ganga út í bíl. Tengdar fréttir Þetta eru bara níu mánuðir Að koma barni inn í þennan blessaða heim getur verið flókið fyrirbæri og ekki á allra færi að taka því létt. Meðgangan er ekki einungis gleðitími því fylgikvillarnir geta oft á tíðum verið yfirsterkari hamingjunni. 17. júlí 2015 14:00 Æfirðu of mikið? Svo virðist sem margir trúi því að því meira sem þeir æfi, því betri árangur náist. Margir sem byrja á stífu æfingaprógrammi falla í þá gryfju að æfa allt of mikið í þeirri von að árangurinn komi fyrr. En hvað er rétt eða rangt í þessum málum. 18. ágúst 2015 11:00 Hlaupið um göturnar Ætlar þú að hlaupa um helgina? 24. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Eins og ég hef minnst á áður að þá er ég ólétt, já, ennþá ólétt og á ekki að eiga fyrr en á næsta ári. Jú, vissulega er síðasti mánuður ársins genginn í garð en ég á alveg 7 vikur eftir í settan dag og mér finnst það bara ansi mikið, miðað við núverandi líðan. Ég hef nú oft haft það verra samt og veit að margar aðrar hafa það margfalt verra en ég, en stundum nennir maður bara einfaldlega ekki meir.„Er þetta ekki næs?“ Mér var ráðlagt af ljósmóður að fara að hægja aðeins á mér og taka því meira rólega, leggjast meira upp í sófa, þó svo að ég leggi mig nú yfirleitt aðeins á daginn, og alls ekki vera að þrífa eða laga til heima hjá mér. Ég fékk svo spurninguna um daginn hvort það væri ekki bara næs að þurfa að liggja svolítið og mega í rauninni ekkert gera hérna heima hjá mér. Svarið mitt var nú bara nei, það finnst mér alls ekki. Mér finnst rosalega erfitt að geta ekki lagað til þegar ég vil það, eldað matinn án þess að þurfa að setjast niður í miðjum klíðum, geta ekki haldið á barninu mínu eða farið með honum út að leika þegar hann biður um það. Ofan á þreytuna og samdrættina bætist síðan við grindargliðnunin (sem ég var að vonast til þess að vera alveg sloppin við en það er ekki alveg svo gott) sem versnar dag frá degi og gerir það að verkum að ég fer voðalega hægt um og erfitt er að stíga fram úr rúminu án verkja.Heilbrigði ekki sjálfgefið Þessi grein var nú þó ekki einungis skrifuð til þess að kvarta og kveina heldur til þess að minna ykkur kæru landsmenn á að heilsan er ekki gefins, eins og ég finn svo sannarlega fyrir núna. Ég mun endurheimta mína heilsu og getu til að hreyfa mig almennilega eftir nokkrar vikur en ég veit að það eru ekki allir svo heppnir. Nýtum tækifærið á meðan við getum og ræktum líkamlegu og andlegu hliðina. Hreyfum okkur, fáum blóðflæðið af stað í líkamanum, hjartað til að slá örlítið hraðar og svitann leka af andlitinu. Nýtum tækifærið á meðan við getum til þess að verða besta útgáfan af okkur sjálfum og lengjum þar með tímann sem við höfum við heilsu, því hún er svo sannarlega ekki sjálfsagður hlutur. Ég get allavega ekki beðið eftir því að dansa og leika almennilega við strákinn minn, fara út á sleða, svitna, fara út að hlaupa, hjóla, lyfta, planka, beygja, rétta og verða þreytt af góðri líkamlegri þreytu, ekki bara af því að ganga út í bíl.
Tengdar fréttir Þetta eru bara níu mánuðir Að koma barni inn í þennan blessaða heim getur verið flókið fyrirbæri og ekki á allra færi að taka því létt. Meðgangan er ekki einungis gleðitími því fylgikvillarnir geta oft á tíðum verið yfirsterkari hamingjunni. 17. júlí 2015 14:00 Æfirðu of mikið? Svo virðist sem margir trúi því að því meira sem þeir æfi, því betri árangur náist. Margir sem byrja á stífu æfingaprógrammi falla í þá gryfju að æfa allt of mikið í þeirri von að árangurinn komi fyrr. En hvað er rétt eða rangt í þessum málum. 18. ágúst 2015 11:00 Hlaupið um göturnar Ætlar þú að hlaupa um helgina? 24. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Þetta eru bara níu mánuðir Að koma barni inn í þennan blessaða heim getur verið flókið fyrirbæri og ekki á allra færi að taka því létt. Meðgangan er ekki einungis gleðitími því fylgikvillarnir geta oft á tíðum verið yfirsterkari hamingjunni. 17. júlí 2015 14:00
Æfirðu of mikið? Svo virðist sem margir trúi því að því meira sem þeir æfi, því betri árangur náist. Margir sem byrja á stífu æfingaprógrammi falla í þá gryfju að æfa allt of mikið í þeirri von að árangurinn komi fyrr. En hvað er rétt eða rangt í þessum málum. 18. ágúst 2015 11:00