Geðlyfin virka ekki ein og sér Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 5. desember 2015 07:00 Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur gefið út að stefnt sé að því að fjölga sálfræðingum í heilsugæslunni um átta á næsta ári. Hann hefur sagt að hann vilji fjölga sálfræðingum enn frekar - um fjórtán til viðbótar árin 2017 og 2018. Þessu ber að fagna. Talið er að um helmingur þeirra sem glíma við sjúkdóma í Evrópu glími við geðraskanir. Einn af hverjum fimm þjáist af þunglyndi og kvíða á ári hverju. Engin ástæða er til annars en ætla að íslenskar tölur séu sambærilegar. Samt fara eingöngu um 6,5 prósent af útgjöldum heilbrigðiskerfisins í geðheilbrigði. Og það þrátt fyrir þá staðreynd að gríðarlegur fjöldi Íslendinga þjáist af geðröskunum. Birtingarmyndirnar eru allt í kring og þarf vart að tíunda hér. Þó er bent á að sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungra karlmanna. Vandinn blasir við. Hann er grafalvarlegur. Samt hefur rúmum á geðsviði Landspítalans fækkað úr 240 í 118 á síðustu 15 árum. Geðlyfin virka ekki ein og sér. Samkvæmt nýjustu rannsóknum er samtalsmeðferð langáhrifaríkust þegar kemur að því að meðhöndla kvíða og þunglyndi, sem eru algengustu geðraskanirnar. Því skýtur skökku við að sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd af ríkinu, en geðlæknar fá greitt úr sameiginlegum sjóðum. Það ætti því engan að undra að við séum Evrópumeistarar í notkun þunglyndislyfja. En þrátt fyrir þrettánfaldan vöxt á notkun geðlyfja frá árinu 1975 hér á landi hefur þeim ekki fækkað sem falla fyrir eigin hendi og öryrkjum vegna þunglyndis hefur fjölgað. Raunar eru 38 prósent af örorku á Íslandi til komin vegna geðrænna veikinda. Árið 2000 var beinn og óbeinn kostnaður vegna þunglyndis á Íslandi varfærnislega áætlaður um sex milljarðar króna. Framreiknað mætti nærri tvöfalda þá tölu. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu, sem Kristján Þór ætlar nú að ýta undir, er gleðiefni. Meiri og betri meðhöndlun mun að dómi margra fræðimanna skila sér í færri veikindadögum, minnkandi örorkubótum, auknum skatttekjum og meiri framleiðni. Mest er um vert, að hópi fólks mun líða betur. Að borga fyrir einkatíma hjá sálfræðingum er ekki á allra færi. Tímarnir eru dýrir. Það er mikilvægt sem aldrei fyrr að færa sálfræðinga nær fólkinu – gera reglulegar heimsóknir til þeirra að sjálfsögðum hlut fyrir þá sem vilja og þurfa. Við eigum gott fagfólk á geðsviði Landspítalans sem hefur þurft að þola óþolandi niðurskurð og fengið alltof litla athygli stjórnvalda. En þrátt fyrir allt er það samt galin hugmynd að fyrsta stopp ungmenna sem finna fyrir depurð sé geðdeild og að innlögn sé inn í myndinni. Stundum getur gott samtal komið í staðinn og gert kraftaverk - og sparað stórfé. Sálfræðingar á heilsugæslustöðvar er skynsamlegt fyrsta skref heilbrigðisráðherra í þessum efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur gefið út að stefnt sé að því að fjölga sálfræðingum í heilsugæslunni um átta á næsta ári. Hann hefur sagt að hann vilji fjölga sálfræðingum enn frekar - um fjórtán til viðbótar árin 2017 og 2018. Þessu ber að fagna. Talið er að um helmingur þeirra sem glíma við sjúkdóma í Evrópu glími við geðraskanir. Einn af hverjum fimm þjáist af þunglyndi og kvíða á ári hverju. Engin ástæða er til annars en ætla að íslenskar tölur séu sambærilegar. Samt fara eingöngu um 6,5 prósent af útgjöldum heilbrigðiskerfisins í geðheilbrigði. Og það þrátt fyrir þá staðreynd að gríðarlegur fjöldi Íslendinga þjáist af geðröskunum. Birtingarmyndirnar eru allt í kring og þarf vart að tíunda hér. Þó er bent á að sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungra karlmanna. Vandinn blasir við. Hann er grafalvarlegur. Samt hefur rúmum á geðsviði Landspítalans fækkað úr 240 í 118 á síðustu 15 árum. Geðlyfin virka ekki ein og sér. Samkvæmt nýjustu rannsóknum er samtalsmeðferð langáhrifaríkust þegar kemur að því að meðhöndla kvíða og þunglyndi, sem eru algengustu geðraskanirnar. Því skýtur skökku við að sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd af ríkinu, en geðlæknar fá greitt úr sameiginlegum sjóðum. Það ætti því engan að undra að við séum Evrópumeistarar í notkun þunglyndislyfja. En þrátt fyrir þrettánfaldan vöxt á notkun geðlyfja frá árinu 1975 hér á landi hefur þeim ekki fækkað sem falla fyrir eigin hendi og öryrkjum vegna þunglyndis hefur fjölgað. Raunar eru 38 prósent af örorku á Íslandi til komin vegna geðrænna veikinda. Árið 2000 var beinn og óbeinn kostnaður vegna þunglyndis á Íslandi varfærnislega áætlaður um sex milljarðar króna. Framreiknað mætti nærri tvöfalda þá tölu. Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu, sem Kristján Þór ætlar nú að ýta undir, er gleðiefni. Meiri og betri meðhöndlun mun að dómi margra fræðimanna skila sér í færri veikindadögum, minnkandi örorkubótum, auknum skatttekjum og meiri framleiðni. Mest er um vert, að hópi fólks mun líða betur. Að borga fyrir einkatíma hjá sálfræðingum er ekki á allra færi. Tímarnir eru dýrir. Það er mikilvægt sem aldrei fyrr að færa sálfræðinga nær fólkinu – gera reglulegar heimsóknir til þeirra að sjálfsögðum hlut fyrir þá sem vilja og þurfa. Við eigum gott fagfólk á geðsviði Landspítalans sem hefur þurft að þola óþolandi niðurskurð og fengið alltof litla athygli stjórnvalda. En þrátt fyrir allt er það samt galin hugmynd að fyrsta stopp ungmenna sem finna fyrir depurð sé geðdeild og að innlögn sé inn í myndinni. Stundum getur gott samtal komið í staðinn og gert kraftaverk - og sparað stórfé. Sálfræðingar á heilsugæslustöðvar er skynsamlegt fyrsta skref heilbrigðisráðherra í þessum efnum.