Tónninn færir fólk til Írlands í fornöld Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2015 14:15 Eins og hefð er fyrir frumflytur Söngfjelagið nýtt jólalag á tónleikunum. Mynd/Brian FitzGibbon „Þema tónleikanna er keltensk jólatónlist í bland við íslenska,“ segir Hilmar Agnar Agnarsson um aðventutónleika Söngfjelagsins í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16 og 20. Hljóðfæraskipan er með fjölbreyttasta móti því leikið verður á keltnesk hljóðfæri, meðal annars þjóðarhljóðfæri Íra, svonefnda uilleann sekkjapípu. „Við erum búin að leita og leita að þessari írsku sekkjarpípu, hún er svo sérstök og það eru svo fáir sem geta spilað á hana í heiminum,“ lýsir Hilmar Örn og bætir við kampakátur. „Svo bara fann ég hana uppi á Skaga, þar býr stúlka sem á þetta hljóðfæri, Íri frá Dublin. Um leið og fólk heyrir tóninn þá er það komið til Írlands í fornöld.“ Auk sekkjapípunnar einstöku verður leikið á keltneska hörpu, trommu, fiðlu, mandólín, orgel, gítar og margar gerðir flauta. Sérstakir gestir tónleikanna eru írsku söngkonurnar Regina McDonald og Bláth Conroy Murphy úr hinum heimsþekkta sönghópi Anúna, sópransöngkonan Björg Þórhallsdóttir og sönghópurinn Vox Populi. „Það er Söngfjelaginu sérstakur heiður að fá liðsauka frá Anúna. Nær öll verkin sem hópurinn flytur eru sérsamin eða útsett fyrir hópinn af Michael McGlynn,“ segir Hilmar Örn. Eins og hefð er fyrir frumflytur Söngfjelagið nýtt jólalag á tónleikunum. Að þessu sinni er það kórfélaginn Hjörleifur Hjartarson, einnig þekktur sem helmingurinn af dúóinu Hundur í óskilum, sem á heiðurinn að því en Haraldur V. Sveinbjörnsson útsetti lagið. Svo spillir ekki stemningunni að tónleikagestum gefst færi á að syngja með í völdum lögum. Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Rikki G á stórafmæli: Tár á hvarmi eftir afmælissöng frá karlakór Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þema tónleikanna er keltensk jólatónlist í bland við íslenska,“ segir Hilmar Agnar Agnarsson um aðventutónleika Söngfjelagsins í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, klukkan 16 og 20. Hljóðfæraskipan er með fjölbreyttasta móti því leikið verður á keltnesk hljóðfæri, meðal annars þjóðarhljóðfæri Íra, svonefnda uilleann sekkjapípu. „Við erum búin að leita og leita að þessari írsku sekkjarpípu, hún er svo sérstök og það eru svo fáir sem geta spilað á hana í heiminum,“ lýsir Hilmar Örn og bætir við kampakátur. „Svo bara fann ég hana uppi á Skaga, þar býr stúlka sem á þetta hljóðfæri, Íri frá Dublin. Um leið og fólk heyrir tóninn þá er það komið til Írlands í fornöld.“ Auk sekkjapípunnar einstöku verður leikið á keltneska hörpu, trommu, fiðlu, mandólín, orgel, gítar og margar gerðir flauta. Sérstakir gestir tónleikanna eru írsku söngkonurnar Regina McDonald og Bláth Conroy Murphy úr hinum heimsþekkta sönghópi Anúna, sópransöngkonan Björg Þórhallsdóttir og sönghópurinn Vox Populi. „Það er Söngfjelaginu sérstakur heiður að fá liðsauka frá Anúna. Nær öll verkin sem hópurinn flytur eru sérsamin eða útsett fyrir hópinn af Michael McGlynn,“ segir Hilmar Örn. Eins og hefð er fyrir frumflytur Söngfjelagið nýtt jólalag á tónleikunum. Að þessu sinni er það kórfélaginn Hjörleifur Hjartarson, einnig þekktur sem helmingurinn af dúóinu Hundur í óskilum, sem á heiðurinn að því en Haraldur V. Sveinbjörnsson útsetti lagið. Svo spillir ekki stemningunni að tónleikagestum gefst færi á að syngja með í völdum lögum.
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Rikki G á stórafmæli: Tár á hvarmi eftir afmælissöng frá karlakór Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira