Hættum þessu kjaftæði Magnús Guðmundsson skrifar 7. desember 2015 07:00 Kjartan Atli Kjartansson, blaðamaður og umsjónarmaður þáttarins Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport, lét áhorfendur á körfuboltavellinum heyra það all hraustlega í þættinum síðastliðið föstudagskvöld. Tilefnið var ærið þar sem Kjartan Atli gerði að umfjöllunarefni framkomu stuðningsmanna körfuboltaliða víða um land sem virðist því miður ekki vera í anda góðra mannasiða og mannvirðingar. Hámarkinu var svo náð þegar sjálfskipaðar raddir réttlætisins lögðu á sig að standa fyrir utan heimili þjálfara og hrópa þar ókvæðisorð, en félag viðkomandi stuðningsmanna baðst að sjálfsögðu afsökunar á því framferði. Annað hvort væri nú. Þessi dapurlega hegðun áhorfenda og stuðningsmanna í körfunni er því miður ekkert einsdæmi. Langt frá því enda orðbragðið og ofsinn í öðrum íþróttagreinum jafnvel hálfu verri. Í knattspyrnunni er það til að mynda svo slæmt að KSÍ þarf að leggja í sérstaka herferð til þess að reyna að fá fólk til þess að haga sér skikkanlega og sýna aðgát í nærveru barnssála. Ekki er það gæfulegt. Það skal tekið fram að undirritaður hefur ekki alltaf verið sjálfum sér til sóma í þessum efnum og á að baki sín svörtu augnablik en hefur á liðnum árum reynt að sýna bæði bót og betrun. Hér með eru þeir sem einhvern tíma hafa orðið fyrir flónsku viðkomandi beðnir velvirðingar. Þessi ruddafengna hegðun bæði karla og kvenna í kringum íþróttakappleiki er þó fjarri því að vera eitthvert einsdæmi. Málið er að þessi hegðun okkar, orðfæri og ofsi gegnsýrir í raun íslenskt samfélag. Við vöðum áfram í málæði, skoðanaskiptum, yfirlýsingum og síðast en ekki síst hinum víðfrægu kommentum á netinu eins og enginn sé morgundagurinn og að við þurfum aldrei að taka ábyrgð á orðum okkar og æði. Stjórnmálaumræðan í landinu virðist til að mynda fara að stórum hluta fram með þessum hætti. Þannig er eins og mörgum virðist að gífuryrði séu einhvers konar fullvissa fyrir réttmæti og að hnjóðsyrði séu staðfesting á sannleiksgildi. Hvort tveggja er alrangt en þeim mun útbreiddara ólán engu að síður. Í þessu tilviki er ekki til góðs að vera að tilgreina dæmi og benda fingri á þennan eða hinn pólitíkusinn, hvorki leiðtoga né liðsmenn, eða aðra boðbera sannleika og réttlætis. Það væri aðeins til þess að æra óstöðugan og því miklu nær að biðja alla sem hafa vilja til þess að lyfta allri orðræðu á hærra og vitsmunalegra plan að líta í eigin barm og leggja sitt af mörkum. Því ekki veitir af fyrir íslenskt samfélag að við reynum öll að bæta okkur eða „hætta þessu kjaftæði“ eins og Kjartan Atli segir svo afdráttarlaust. Því við eigum það öll inni hvert hjá öðru að komast upp úr þessum hjólförum skítkasts og sleggjudóma og vonandi á okkur eftir að takast vel upp. Góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Kjartan Atli Kjartansson, blaðamaður og umsjónarmaður þáttarins Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport, lét áhorfendur á körfuboltavellinum heyra það all hraustlega í þættinum síðastliðið föstudagskvöld. Tilefnið var ærið þar sem Kjartan Atli gerði að umfjöllunarefni framkomu stuðningsmanna körfuboltaliða víða um land sem virðist því miður ekki vera í anda góðra mannasiða og mannvirðingar. Hámarkinu var svo náð þegar sjálfskipaðar raddir réttlætisins lögðu á sig að standa fyrir utan heimili þjálfara og hrópa þar ókvæðisorð, en félag viðkomandi stuðningsmanna baðst að sjálfsögðu afsökunar á því framferði. Annað hvort væri nú. Þessi dapurlega hegðun áhorfenda og stuðningsmanna í körfunni er því miður ekkert einsdæmi. Langt frá því enda orðbragðið og ofsinn í öðrum íþróttagreinum jafnvel hálfu verri. Í knattspyrnunni er það til að mynda svo slæmt að KSÍ þarf að leggja í sérstaka herferð til þess að reyna að fá fólk til þess að haga sér skikkanlega og sýna aðgát í nærveru barnssála. Ekki er það gæfulegt. Það skal tekið fram að undirritaður hefur ekki alltaf verið sjálfum sér til sóma í þessum efnum og á að baki sín svörtu augnablik en hefur á liðnum árum reynt að sýna bæði bót og betrun. Hér með eru þeir sem einhvern tíma hafa orðið fyrir flónsku viðkomandi beðnir velvirðingar. Þessi ruddafengna hegðun bæði karla og kvenna í kringum íþróttakappleiki er þó fjarri því að vera eitthvert einsdæmi. Málið er að þessi hegðun okkar, orðfæri og ofsi gegnsýrir í raun íslenskt samfélag. Við vöðum áfram í málæði, skoðanaskiptum, yfirlýsingum og síðast en ekki síst hinum víðfrægu kommentum á netinu eins og enginn sé morgundagurinn og að við þurfum aldrei að taka ábyrgð á orðum okkar og æði. Stjórnmálaumræðan í landinu virðist til að mynda fara að stórum hluta fram með þessum hætti. Þannig er eins og mörgum virðist að gífuryrði séu einhvers konar fullvissa fyrir réttmæti og að hnjóðsyrði séu staðfesting á sannleiksgildi. Hvort tveggja er alrangt en þeim mun útbreiddara ólán engu að síður. Í þessu tilviki er ekki til góðs að vera að tilgreina dæmi og benda fingri á þennan eða hinn pólitíkusinn, hvorki leiðtoga né liðsmenn, eða aðra boðbera sannleika og réttlætis. Það væri aðeins til þess að æra óstöðugan og því miklu nær að biðja alla sem hafa vilja til þess að lyfta allri orðræðu á hærra og vitsmunalegra plan að líta í eigin barm og leggja sitt af mörkum. Því ekki veitir af fyrir íslenskt samfélag að við reynum öll að bæta okkur eða „hætta þessu kjaftæði“ eins og Kjartan Atli segir svo afdráttarlaust. Því við eigum það öll inni hvert hjá öðru að komast upp úr þessum hjólförum skítkasts og sleggjudóma og vonandi á okkur eftir að takast vel upp. Góðar stundir.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun